Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Side 9
I síðasta Ljósmœðrablaði kom fram að okkur hefðu áskotnast tvær ritgerðir eftir mannfrœðinema og birtist sú
fyrri í síðasta blaði. Sú ritgerð fjallaði um brjóstagjöf. Hér kemur hin ritgerðin, en húnfjallar umfœðinguna.
Fæðingin:
Réttur barns og móður eða \>alds\>ið lceknastéttarinnar?
efttr Kristján Þór Sigurðsson, mannfrðeðinema
„'Kennt er máttur“ -
(gamatt slagorð).
Varla er hægt að hugsa sér líkam-
legri reynslu en fæðinguna, bæði
hvað varðar barn og móður og að
sama skapi er varla til sá
atburður sem er jafn afger-
andi fyrir tilvist og fram-
tíð hvers samfélags. Fyrir
tilstilli ofbeldisfulls nátt-
úrukrafts er okkur þrýst út
í lífið með valdi, ötuð
blóði og öðrum líkams-
vessum, og engin athöfn í
lífinu er jafn óafturkallan-
leg og fæðingin. Við erum
hér hvort sem okkur líkar
það betur eða ver.
í þessari ritgerð mun
ég velta fyrir mér tengsl-
um þessa atburðar, fæð-
ingarinnar, og læknastétt-
arinnar og ég mun leita
svara við þeirri spurningu
hvort læknarnir, sem sjálf-
skipaðir fulltrúar samfé-
lagsins, hafi smám saman
verið að taka „fæðingar-
réttinn“ af konum með
valdi; valdi sem byggt er á
aukinni þekkingu á líkam-
anum og sérhæfmgu þeirri
sem átt hefur sér stað í
seinni tíð. Ég mun m.a. skoða
þetta í tengslum við hugmyndir
franska fræðimannsins Michel
Foucaults um valdið og tengsl
þess við þekkingu og notkun
valds og þekkingar í þágu lækna-
vísindanna. Foucault hefur rakið
sögu læknavísindanna í Frakk-
landi síðustu tvær aldirnar í bók
sem á ensku heitir The Birth of
the Clinic (1963,1994) og þar rek-
ur hann þróun sérhæfingar og
aukna beitingu lækna og annarra
sérfræðinga á þekkingu sinni í
þeim tilgangi að ná föstum tökum
á viðfangsefni sínu, þ.e. sjúkl-
ingnum. Hann talar um að með
því að sundurliða og einangra lík-
amann ásamt því að geta rýnt inn
í iður hans hafi áður hulinn leynd-
arheimur opnast og blasað við því
sem Foucault kallar á frönsku le
regard sem á ensku er þýtt sem
Úr bók Michel Odent: Birth Reborn
the gaze en sem ég ætla að snúa
yfír á íslensku með orðinu glápi.
Með glápinu og nákvæmu flokk-
unarkerfi (þ.e. nýju tungumáli
sem engin skildi nema þeir) hafi
læknarnir náð valdi yfir
sviði sem var áður utan
reynslu ásamt því að ná
fullu valdi yfir henni“
(ibid:xiv). Hann talar enn
fremur um „...að gláp og
andlit horfí auglitis til
auglitis á hvort annað...“
(ibidrxv). Læknavæðing
(medicalization) líkam-
ans var komin á fullt.
Með þekkingu sinni og tækni hafa
læknavísindin náð æ sterkari tök-
um á lífi og dauða og með nútíma
erfðatækni eru þau á góðri leið
með að taka völdin af skaparanum
sjálfum. En það er önnur saga.
Eins og þegar má sjá af þessu
orðalagi er Foucault mjög upptek-
inn af ofangreindum tengslum
við vald þeirra (Foucault
1994:xii). Þeir gátu allt í
einu opnað ávöxt þekk-
ingarinnar, „bústað sann-
leikans í hinni myrku
miðju hluta sem tengdist
á mótsagnakenndan hátt
hinu allsráðandi valdi og
ríkidæmi glápsins sem
snéri myrkri þeirra í
birtu“ (lausl. þýtt.
ibid:xv). Foucault segir
enn fremur um glápið að
„það tengist á óvirkan
hátt þeirri frumóvirkni
sem er helguð hinu enda-
lausa verki að nema alla
UÓSMÆPRABLAPIÐ
9