Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 11
Elstu rituðu heimildir um hana eru af Madame de Montespan, hjákonu Lúðvíks XIV., en hún var látin fæða á þennan hátt svo hinn einráði sólkonungur gæti fylgst með fæðingunni, falinn bak við tjöld. Um og upp úr miðri 18. öld fór þessi fæðingarstelling að verða algeng á vesturlöndum og var það einkum til að auðvelda þeim sem tóku á móti barninu vinnu sína, en það voru í auknum mæli læknar. Áður höfðu konur fætt í ýmsum stellingum, öllum öðrum en á bakinu; á hækjum sér, standandi, krjúpandi eða í þar til gerðum fæðingarstólum (Jóhann Kristinsson, Mbl. 17.sept. 1989:- C8-C9). Og á þann hátt fæða flestar konur enn, a.m.k. utan hins vestræna menningarheims. Á staðnum En ekki bara stelling heldur stað- ur. Samkvæmt Marjorie Tew var heimilið í flestum tilfellum sá staður sem fæðingin fór fram á en í byrjun 9. áratugarins átti það eingöngu við um 1% af öllum fæðingum. Samfélagið (þ.e. á vesturlöndum) hafði viðurkennt læknisvæðingu þeirrar mikilvæg- ustu og um leið eðlilegustu at- hafnar sem lá til grundvallar áframhaldandi tilurð mannkyns. Henni hafði verið komið fyrir á spítala (Tew 1990:1). En af hverju spítala? Hafði mannkyninu ekki tekist að fjölga sér frá ómuna tíð á sama hátt og öðrum merkurinnar dýrum? Jú, en spítalinn er „vígi“ læknavaldsins og innan veggja þess eiga þeir greiðast með að notfæra sér tól sín og tæki og á þann hátt að beita þekkingu sinni og valdi. Foucault bendir á að sömu hugmyndir hafi legið að baki arkítektúr fangelsa, herbúða og spítala á 18. og 19.öld og hann dró þá ályktun að þessar stofnanir hefðu verið hannaðar á sem að- gengilegasta hátt fyrir glápið, það að geta fylgst nægilega vel með föngum og/eða sjúklingum (Fouc- ault 1980: 146-165). Sjálfsh-austið Marjorie Tew rekur hvernig hin vaxandi læknastétt, sem fór að verða skipulagðari en áður, söls- aði smám saman undir sig „fæð- ingarréttinn“. M.a. með aukinni áherslu á hreinlæti tókst þeim að koma þeirri hugmynd í fyrirrúm að barnadauði (sem samt sem áð- ur hafði ekki minnkað við aukin umsvif lækna - heldur vegna betri lífsskilyrða foreldranna) væri vegna vankunnáttu og skilnings- leysis ljósmæðra hvað varðaði þrifnað og annað í þeim dúr. Þeir gerðu allt til að grafa undan fag- legu sjálfstrausti ljósmæðra og um leið trausti kvenna á þeim. Um leið var einnig verið að grafa und- an sjálfstrausti hinnar fæðandi konu. Áherslan færðist frá ljós- mæðrum (sem flestar ef ekki allar voru konur) og yfír til læknanna (sem flestir voru karlar) sem nú báru hinn mjög svo lýsandi titil „fæðingarlæknar“; fæðingin varð sjúkdómur sem þurfti að lækna og það var eingöngu hægt inni á yfir- ráðasvæði þeirra, spítalanum (Tew 1990:6-8). Við bættist að ef einhver seink- un eða hindrun átti sér stað í fæð- ingunni voru komin fram alls kyns tól og meðöl sem voru ein- göngu undir vald læknanna sett. Notkun tanga og annarra tækja, ásamt lyfjagjöfum, krafðist þess að konan lægi afvelta á bakinu, vamar- og valdalaus. Mannfræð- ingurinn Sheila Kitzinger leiðir athyglina að því hvernig konum í vestrænu samfélagi hefur verið breytt í hluti sem karlkyns læknar reyni hæfni sína á: „...einmitt þá kemur skýrast í ljós vantraustið á eigin líkama sem sumum sérfræð- ingum virðist eðlislægt...“ ... kon- unni er att út í eins konar fim- leikakeppni þar sem hún á að rembast og blása að viðstöddu klappliði. Hún nær hvorki anda né máli, blóðþrýstingurinn lækkar og súrefnisflutningur til barnsins minnkar (Kitzinger 1986:214). Kitzinger heldur-áfram og bendir á að önnur spendýr hagi sér allt öðru vísi: stellingar eru eðlilegri og andardráttur tíður og slíkt hið sama sé konunni eðlilegt. Þessi öri andardráttur er líkari því þegar kona verður kynferðislega örvuð og nálgast fullnægingu og Kitzin- ger segir hann vera eðlilegan í fæðingunni og auðveldi hana á allan hátt. Hún vill meina að skip- anir um rembing og púst séu LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 11

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.