Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Síða 16
1993). Ég tel eitt aðalhlutverk ljósmæðra að byggja
upp og styrkja konuna í sínu nýja hlutverki.
Daemisaga
Saga mín er um konu sem var að eiga sitt annað
barn. Fyrra barnið var 3. ára og var það á brjósti í 3
vikur. Sagði hún að þá hefði mjólkin bara horfíð.
Hafði hún fengið góða hjálp frá ljósmóðurinni í ung-
barnaeftirlitinu en ekkert gekk. Henni fannst hún
bregðast sem móðir. Nú var konan staðráðin í að
reyna til þrautar að hafa barnið á brjósti.
Fæðing annars barns konunnar gekk vel en hún
var svo óheppin að blæða eftir fæðinguna og var hún
með 56 í hb. á 2 degi. Fékk hún 4 einingar af blóði.
Var hún þreytt og meyr en sagðist ekki finna fyrir
neinum svima. Konan reykti og er það, það eina í
hennar sögu, sem ég veit um að hafi áhrif á brjósta-
gjöfina. Brjóstagjöfin fór vel af stað. Barnið var
duglegt að taka brjóstið og gerði það strax frá byrj-
un. Það virtist fá eitthvað, kyngdi og var með brodd í
munnvikum og var rólegt milli gjafa. Ég hvatti kon-
una til að taka þessu sem jákvæðu merki um að allt
myndi ganga vel nú. Töluverður tími fór í styrkja og
byggja upp jákvæðni varðandi brjóstagjöfina hjá
konunni. Rólegt var á sængurkvennagangi og tel ég
að hún hafi fengið þann tíma sem hún þurfti frá mér
og hinum ljósmæðrunum. Ræddum við um líðan
hennar þegar hún hætti með eldra barnið á brjósti.
Að kvöldi annars dags var konan meyr og vildi
fara heim strax næsta dag ef hún gæti. Vegna RS
vírusar var lokað fyrir eldri systkini á sængurkvenna-
gangi. Konan hafði ekki séð eldra barnið sitt og var
það erfítt fyrir hana. Konan fór heim á þriðja degi. Á
fímmta degi hringdi hún, þá hafði hún komið í
blóðprufu og vildi vita niðurstöðuna. Ég spurði hana
hvernig gengi og gekk þá ekki svo vel. Á fjórða degi
hafði komið við hverja brjóstagjöf verkur bak við
augun og í nefrótini. Hafði hún haft samband við
lækni upp á deild sem gat engin ráð gefið henni.
Verkurinn leið hjá á skömmum tíma eftir að barnið
hætti að taka brjóstið. Hún varð að liggja fyrir við
gjafir því þetta var svo sárt. Hvað var þetta? Ég
ræddi við hana góða stund í símann um hvað hún
vildi gera og hvernig henni leið á milli gjafa. Ákvað
konan að reyna heita bakstra fyrir gjöf og einnig að
breyta um stellingar hjá barninu. Hún var til í að
prufa fleiri ráð og ætlaði hún að hringja í mig daginn
eftir. Daginn eftir var hún alveg búin. Hún kveið fyr-
ir hverri brjóstagjöf. Ég hafði talað við lækni og
nokkrar ljósmæður hvað þetta gæti verið, en engin
hafði svör. Mér datt í hug hvort ocytoxinið gæti vald-
ið spasma í æðunum í augnbotninum, en það hafði
engin heyrt um það. Einnig velti ég því fyrir mér
hvort einhver stífla væri í heiladinglinum hjá henni.
Prolactin er framleitt í framhluta heiladinguls en
ocytoxinið í bakhluta heiladingulsins (Royal college
of midwives, 1991). Heiladingullinn er ekki langt frá
þessum stað sem hún lýsti verknum á. En þetta eru
eingöngu hugrenningar mínar, þessi verkur gæti allt
eins verið andlegur hjá henni. Konan var búin að
ákveða að hætta með barnið á brjósti. Henni leið illa
með þá ákvörðun en hún gat ekki meir. Ég sagði
henni frá brjóstaráðgjafanum okkar og gaf henni upp
símann hennar. Til að tryggja það að konan fengi
þann stuðning sem hún þarfnaðist þá skrifaði ég bréf
um hana til brjóstaráðgjafans. Einnig lét ég síma
konunnar fylgja þannig að ef konan ekki hringdi þá
gæti brjóstaráðgjafinn hringt og athugað hvernig
gengi. Átta dögum eftir fæðingu barnsins hóaði
brjóstaráðgjafínn í mig. Konan var þá að útskrifast
frá henni og langaði hana til að kasta á mig kveðju.
Konan ljómaði og var sæl með sig. Hafði hún verið
„bundin upp“ og var hætt með barnið á brjósti. Þetta
var ákvörðun hennar og var hún sátt við hana. Mað-
urinn hennar hefði komið með henni í öll skiptin til
brjóstaráðgjafans og var hann góður stuðningur fyrir
hana. Hún naut nú barnsins og nútíðarinnar, henni
fannst hún vera sterk. Konunni fannst hún hafa feng-
ið stuðing okkar og það styrkti hana mikið. Hún
sagðist vera tilbúin til að takast á við viðhorf um-
hverfisins, sem sterk kona með manninn sér við hlið.
Þótt útkoman sé ekki „successful breastfeeding“
þá tel ég að útkoman sé árangursrík mæðravernd/
fjölskylduvernd. Allir voru hamingjusamir og konan
sagðist ekki vera með neina sektarkennd vegna
ákvörðunar sinnar. Eiginmaðurinn hennar hefði verið
með í þeirri ákvörðun og þau stóðu saman.
I Ástralíu var unnin rannsókn (Cooke, M., sjá
Barclay og Jones, 1996) þar sem djúpviðtöl voru
tekin við 19 frumbyrjur sem áttu ungabarn innan við
6 mánaða gamalt. Rannsóknin var gerð til að reyna
að skýra ferlið sem liggur að baki ákvarðanatöku um
næringu nýburans og gefa vísbendingu um hvaða
áhrif þessi ákvörðun hefði á mæðurnar. Af þessum
mæðrum voru 10 enn með barnið á brjósti þegar við-
tal fór fram og af þeim gáfu 2 kúamjólkurábót. 9
voru eingöngu með barnið á pela og af þeim höfðu
aðeins 2 ákveðið fyrirfram að gefa pela. Það höfðu
því sjö hætt við brjóstagjöf. Meðalaldur kvennana
var 30 ár og var bakgrunnur þeirra svipaður. Eftir
viðtölin var konunum skipt niður í tvo hópa eftir því
hver viðhorf þeirra voru til móðurhlutverksins og til
brjóstagjafar. Annar hópurinn var nefndur „hugsjón-
arkonan“, var hún sögð hafa rómantísk og ævintýra-
16
LJÓSMÆ9RABLA9IÐ