Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Page 19
veitt allan þennan stuðning í fyrstu komu heldur er
þetta ferli sem þróast á meðgöngunni. Þegar konan
finnur fyrir trausti og lærir að þekkja ljósmóðurina
þá kemur að því að hún opnar sig, kemur með sín
vandamál, ef einhver eru, upp á yfirborðið (Flint
1986; Malnroy, 1996; Tritten, 1997 ).
Traust
Sú hugmyndafræði að engin meðganga né fæðing
séu „eðlilegar“ fyrr en eftir á hefur verið allsráðandi
hér á landi undanfarna áratugi. Við meðhöndlum
meðgönguna jafnvel sem sjúkdóm eða a.m.k. yfir-
vofandi sjúkdóm! Þessi hugmyndafræði hefur
einnig náð bólfestu úti í þjóðfélaginu. Staðreyndin
er hins vegar sú að 80-85% þeirra barna sem fæðast
eiga algjörlega eðlilega meðgöngu og fæðingu að
baki (Gilbert og Harmon, 1993). Það er því mikið
starf framundan fyrir okkur ljósmæður að byggja
upp traust kvenna á eigin líkama og trú á sjálfa sig.
Einnig þarf að byggja upp traust hins verðandi föður
og fjölskyldu konunnar á móðurina.
Jan Tritten ljósmóðir og ritstjóri Midwifery
Today kemst mjög skemmtilega að orði í tölublaði
númer 44 sem út kom veturinn '91. Þar fjallar hún
um traust og segir m.a. „ljósmæður verða fyrst og
fremst að hafa góða og djúpa þekkingu á ljósmóður-
fræði. Við vitum öll að óvæntir hlutir gerast á með-
göngu og í fæðingu en að hræðast þá og forðast má
ekki vera partur af þínum ljósmóðurstörfum“. Ég vil
taka undir þessi mikilvægu orð Jan því að eitt af að-
alverkefnum ljósmóðurinnar er að byggja upp traust
konunnar. Traust konunnar beinist að;
1) líkama sínum, hún öðlast þá vissu að hún getur
fætt barnið,
2) ljósmóðurinni, sem styður hana og fræðir,
3) fjölskyldunni þangað sem hún sækir ást og stuðn-
ing og
4) barninu.
Traust hefur áhrif á upplifun konunnar af meðgöng-
unni, fæðingunni, samband foreldranna og uppeldi
barnsins seinna meir. Ljósmóðirin byggir upp traust
konunnar með því að nýta þekkingu sína, starf-
reynslu, skilning, innsæi og ást til lífsins (Flint 1986;
Malnroy, 1996; Tritten, 1997).
l'rceðsla
Mikil áhersla hefur lengi verið á fræðslu til verðandi
foreldra og er það vel en um hvað fræðum við? For-
eldrafræðslunámskeið bæði fyrir frumbyrjur og tjöl-
byrjur eru víða í boði. En hvernig metum við þörf
verðandi foreldra fyrir fræðslu? Miðast fræðsla okkar
að fyrirfram ákveðnum stöðlum eða einstaklings-
bundinni fræðslu? þörfum? Höfum við tíma til að
sinna einstaklingsbundinni fræðslu? Hvað vita hinir
verðandi foreldrar, hvað vilja þau vita? (Walker,
1992).
Samhæfíng þjónustunnar
Ljósmóðirin þarf að sjá til þess að hinir verðandi for-
eldrar fái upplýsingar um hvað stendur þeim til boða
á meðgöngunni, t.d. foreldrafræðslunámskeið, hvort
sem þau eru haldin á vegum ljósmóðurinnar eða ann-
arra ljósmæðra. Einnig að hún geti bent þeim á aðra
fræðslu, svo sem bækur og annað fræðsluefni um
meðgönguna. Einn þáttur í samhæfingu þjónustunnar
getur t.d. verið bæklingur sem kynnir starfsemi
deildarinnar eða ljósmóðurinnar.
Samhæfing þjónustunnar er ekki síður mikilvæg
milli ljósmæðra á öðrum deildum sem konan þarf að
sækja til og milli ljósmæðra og lækna, og á milli
meðgönguverndarinnar og stoðdeilda. Samkvæmt
lögum um réttindi sjúklinga (nr. 74, 1997) verðum
við að samhæfa þjónustuna því að „sjúklingurinn á
rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki á milli
allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana
veita“. (3.gr). Sem dæmi má t.d nefna þegar verð-
andi móðir fer í sónar og í ljós kemur nýrnagalli hjá
fóstri. Þá ber heilbrigðisstarfsmanni sem annast kon-
una á sónardeildinni skylda til að láta ljósmóður
konunnar í meðgönguvemdinni vita um gang mála.
Næst þegar konan kemur í skoðun þá veit ljósmóðir-
in þá þegar hvað hefur komið fyrir, hvaða greining
hefur verið gerð. Þannig byggist upp traust konunn-
ar á ljósmóðurinni og heilbrigðiskerfinu í heild.
Ljósmóðir konunnar getur þannig sýnt og veitt við-
hlítandi stuðning. Ef konan þarf að segja ljósmóður-
inni sinni að barnið sé með nýrnagalla, þá er eitthvað
að í samskiptum milli fagaðila. Við styðjum við sam-
skipti heilbrigðisstarfsmanna með því að t.d. að
hringja og ræða vandamálið og í framhaldi af því
skrifa ljósmæðrabréf, senda tölvupóst, en í framtíð-
inni höfum við sjálfsagt eitt og sama tölvuforritið og
getum öll komið upplýsingum beint inn í meðgöngu-
skrár.
FTeðgöngumat/áhæHumat
í hverri einustu skoðun fer fram mat á meðgöngunni.
Mjög mikilvægt er að halda athyglinni á hvað er
heilbrigt hjá konunni, eðlilegt en jafnframt erum við
að gera svo kallað áhættumat. Hins vegar verður
vandamálið oft að skilgreina hvað er áhætta? Fræði-
menn hafa nú gefist upp á að finna „hið eina sanna“
áhættumat því aðeins 20-30% kvenna upplifa það
UÓSMÆÐRABLAÐIÐ
19