Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Síða 24
keisaraskurðum hefur fjölgað ár
frá ári og á mörgum sjúkrahúsum
í Bandaríkjunum er tíðni keisara-
skurða um 80-90% (Tew,1990).
Sem sagt á þeim sjúkrahúsum
er orðið óeðlilegt að fæða barn á
þann hátt sem við köllum eðlileg-
an.
í baráttunni um áhrif og völd
hefur ýmislegt verið notað til þess
að öðlast traust skjólstæðinga.
Doering (1992) segir að orðin
vísindi og sannleikur hafi mjög
gjarnan verið notuð í baráttunni
um völd milli ljósmæðra og
lækna. Hún segir að þessi tvö orð
hafí gjarnan verið notuð til þess
að stjórna konum og til þess að ná
ákveðnum völdum í þjóðfélaginu.
Hagell (1989) segir að „vísind-
aleg þekking karla“ innan gæsa-
lappa hafí verið notuð til þess að
nær eyðileggja þekkingu kvenna,
þar á meðal ljósmæðra á með-
göngu, fæðingu og sængurlegu. Á
meðan litið var á þekkingu kvenna
sem óvísindalega þekkingu var
hún álitin lítils virði.
Þannig fengu konur þau skila-
boð að þeim bæri að treysta alger-
lega á læknana og þeirra þekkingu
en ekki á þekkingu ljósmæðra eða
þekkingu sem þær bjuggu sjálfar
yfír.
Við ljósmæður sváfum á verð-
inum og það er stór hluti af því að
við misstum sjónar á því hvaða
þekking væri okkur mikilvæg og
hvaða þekking væri það ekki.
Þannig er ég ekki að kenna fæð-
ingarfræðinni um neitt heldur
okkur sjálfum. Við verðum að
vera fylgnari okkur sjálfum og
bera fulla virðingu fyrir okkur og
okkar þekkingu. Ekki búast við
því að þekking okkar verði virt og
að við höfum þau völd sem okkur
ber og við viljum hafa, ef við
erum ekki tilbúnar til þess að berj-
ast fyrir þeim. Því hvort sem okk-
ur líkar betur eða ver þá erum við
oft að berjast fyrir því að þekking
okkar sé virt og að við fáum að
njóta þess sjálfstæðis sem okkur
ber samkvæmt lögum.
Hvað varðar tæknina þá vekur
Harper (1994) athygli á því að
margar konur upplifí að þær séu
vanmáttugar þegar kemur að því
að fæða barn. Þær treysti ekki sín-
um eigin líkama og sinni þekk-
ingu til þess að fæða barnið með
aðstoð ljósmóður. Einnig segir
Harper að í gegnum tæknina sem
auðvitað er nauðsynleg þegar á
þarf að halda, hafí margar konur
séð fæðinguna sem eitthvert
tækniundur en ekki sem náttúru-
legan stórkostlegan atburð sem
þær eigi stæðstan þátt í að skapa.
Með tilkomu tækninnar kring-
um fæðinguna hafa ljósmæður
líka misst ákveðin völd. Tækni er
oft ýtt verulega að konum og þær
hvattar til þess að nota hana hvort
sem þær þurfa á henni að halda
eða ekki, en það hefur stundum
gefið læknum ákveðin völd en
ljósmæðrum ekki.
Hóað getum -Oið gert til þess að
auka áhrif kOennafrecðinnar á
þekkingu okkar?
Sophier (1992) hefur skrifað um
það hvað við getum gert til þess
að auka áhrif kvennafræðinnar og
þar með ljósmóðurfræðinnar:
• Að efla sjálfstraust okkar og
láta okkur ekki detta í hug að
þekking okkar sé ekki eins mikil-
væg og þekking annarra.
• Að minna sjálfar okkur á það
að við séum málsvarar kvenna,
hvað varðar barneignarferlið. Það
sé því okkar að styðja við bakið á
þeim, berjast fyrir bættum aðbún-
aði þeirra og því að þær hafí aukið
val um það hvað þær vilja.
• Að styðja við bakið á hverri
annarri. Vera tilbúnar til þess að
hlusta á það sem við höl'urn sjálfar
fram að færa og tilbúnar til þess
að skoða hvað má betur fara í
störfum okkar.
• Að koma fram og sýna styrk
okkar. Að við tölum og fram-
kvæmum út frá því að við höfum
styrk og búum yfír þekkingu sem
sé mikils virði.
Wilson (1995) segir að það sé
margt fleira og víðtækara sem við
getum meðvitað gert til þess að
auka hlut kvennafræðinnar í þekk-
ingu, svo sem eins og þekkingu
kringum barnsfæðingu. Hún segir
að allt frá því að börn fæðist séu
þau stöðugt að fá skilaboð frá um-
hverfínu. Svo sem um það hvern-
ig stelpur og strákar eiga að haga
sér og hvað þau geta gert.
Hún segir að við verðum stöð-
ugt að minna okkur á að hvetja
stelpur, ekki bara stráka, til þess
að takast á við krefjandi verkefni
og hrósa þeim engu síður en
strákunum. Hún segir að þetta eigi
eftir að skila sér í því að stelpur
fái meira sjálfstraust og öðlist
staðfestingu frá umheiminum að
þeirra þekking sé engu að síður
mikilvæg en þekking strákanna.
Ég held einnig að með því að
skoða það hvernig við tölum og
skrifum þá getum við haft óbein
áhrif á það að þekking kvenna
verði sýnilegri og almennt talin
mikilvægari heldur en hún er í
dag.
Dæmi sem mig langar að taka
er orðasamsetning sem er mjög
föst í málvenju okkar, en það er
orðaröðin á herra og frú. Herrann
á undan og svo fylgir frúin á eftir.
Þetta er föst orðaröð í íslensku
máli. En hvernig væri að breyta
24
LJÓSMÆÐRABLAÐIP