Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 26

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 26
Eðlileg fseðing eftir 'M’argréíi Hallgrímsson, ljósinóður Eðlileg fæðing er eitt af því sem við ljósmæður erum sérfræðingar í. Við fáumst við eðlilegar fæðingar á hverjum degi. Það kann því þykja sem verið væri að fara með kaffi til Brasilíu að ræða hér um eðlilegar fæðingar við ljósmæður einar. Ég hef ekki í hyggju að fjalla um mismunandi fæðingaraðferðir eða mismunandi vinnuaðferðir ljósmæðra, heldur hafði ég hugsað mér þetta innlegg mitt miklu fremur sem eitthvað til að vekja okkur til umhugsunar um hvað okkur finnst vera eðlileg fæðing.Ut frá hverju göngum við þegar við erum að tala um eðlilega fæðingu? Það er löngu orðið tímabært að frnna einhverja sameiginlega skil- greiningu á eðlilegri fæðingu sem er í samræmi við hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar. I dag eru mjög mismunandi hugmyndir um hvað telst eðlileg fæðing og hvað ekki og skilgreiningar kennslubóka um eðlilega fæðingu eru hver á sinn hátt og gjarnan miðaðar út frá læknisfræðilegum forsendum. Ég tel mjög mikilvægt að íslenskar ljósmæður viðri viðhorf sín og er þessi vettvangur kjörinn til þess. Það leiðir e.t.v af sér sameiginlega niðurstöðu síðar meir. Það er alveg ljóst að allt fæð- ingarferlið hefur breyst mjög í gegnum aldirnar. Mestu breyting- arnar hafa orðið síðustu 50 árin vegna ýmissa þátta svo sem vegna aukinnar menntunar þeirra sem við fæðingarhjálp starfa, sívax- andi tæknivæðingar, áhrifa frá öðrum löndum og menningarheim- um og ekki síst vegna aukinnar meðvitundar og þekkingar skjól- stæðinga okkar. Þannig hefur við- horf margra til fæðingarinnar breyst og er nú svo að sífellt fleiri telja fæðinguna hættulega eða varasama. í byrjun sjöunda áratugarins hóf tæknivæðingin mjög innreið sína í eðlilegar fæðingar og víða í hinum vestræna heimi varð al- gengt að meðhöndla hina fæðandi konu sem sjúkling. Hlutverk þeirra sem að fæðingunni stóðu færðist meira í þá átt að stjóma fæðingarferlinu með allri þeirri tækni sem tiltæk var s.s. með mik- illi sónamotkun, síritun í fæðingu, örvun hríða í æð, hríðarmælingu inn í leg, notkun hjartsláttarnema, aktivar gangsetningar og mark- vissa meðhöndlun til að útiloka sársauka í hríðum s.s. með epidur- aldeyfingu svo eitthvað sé nefnt. Þessu má líkja við framleiðslu og eins og er með flesta framleiðslu þá yfirgefur varan verksmiðjuna í góðu ástandi en hvað verður um vöruna eftir þetta ferli virðist skipta minna máli. Árin, reynslan og síðast en ekki síst rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi hugsunarháttur við eðlilegar fæðingar er í raun hættu- legur og kallar á aukin vandamál. Hafa því raddir sem telja að fæð- ingarferlið sé náttúmlegt og eðli- legt og að varasamt sé að stjórna því orðið æ háværari og fengið byr undir báða vængi. Að meðhöndla fæðingu sem eitthvað sjúklegt ástand fremur en eðlilegt hefur áhrif á alla þá er veita þjónustu kringum fæðinga- ferlið, einnig konuna sjálfa. Þjálf- un nýs fagfólks í þeim anda að fæðing sé varasöm og hættuleg og að gera eigi allt til að koma í veg fyrir hætturnar gerir það að verk- um að þjóðfélagið situr uppi með fagfólk sem ekki hefur séð eðli- lega fæðingu eða hefur kunnáttu og getu til að styðja og styrkja konur í þessu annars lífeðlisfræði- lega eðlilega ferli. Það er alveg ljóst að tæknin og ,,inngrip“ eru vissulega nauðsyn- leg og hafa hjálpað mörgum. Rannsóknir hafa engu að síður sýnt að þeim á einungis að beita að vel athuguðu máli og með samþykki konunnar. Fæðingar- ferlið er eins og mörg þroskaverk- efni viss kreppa. Fæðing er þess eðlis að hún veitir þroska og reynslu sem er nauðsynleg fyrir einstaklinginn í hinu náttúrulega og mennska samhengi tilfinninga- lífsins. Konur eru ekki neytendur í fæðingaferlinu. Þær eru gerend- urnir/framleiðendurnir. Það eru þær sem eru að fæða og því hent- ar ekki þetta fyrrnefnda „verk- smiðjumódel". Þeir sem að fæðingaferlinu koma líta gjarnan mjög misjöfn- um augum á það. Hin verðandi móðir hefur blendnar væntingar. Hún vill að sjálfsögðu öryggi fyrir væntanlegt barn sitt en tilfinninga- legir og andlegir þættir skipta hana einnig mjög miklu máli. Læknar líta gjarnan á fæðingu sem atburð sem alltaf er að gerast. 26 LJÓSMÆPRABLAÐI9

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.