Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 27
Þeir lesa fæðinguna oftast á lækn- isfræðilegan hátt og eru meðvitað- ir um öll vandamál sem upp geta komið. Öll merki sem konan gef- ur frá sér líta þeir gjarnan á sem merki meðhöndlunar og konur eru einkum nefndar; sú með farna vatnið, konan í viku 36, sitjandinn o.sv.fr. Ljósmóðirin er yfirleitt meðvit- uð um afstöðu beggja og þarf því að brúa bilið og koma á jafnvægi. A sama tíma er ljósmóðirin með- vituð um mikilvægi þess að við- halda hugmyndafræði ljósmóður- fræðinnar um að fæðingaferlið sé eðlilegt. Er það ekki hlutverk ljós- mæðra að halda merki hinnar eðlilegu fæðingar á lofti og fræða konurnar um hið eðlilega og sjá til þess að viðhorfið haldist hinni eðlilegu fæðingu í vil! Gildi þjóðfélagsins til fæðinga- ferlisins endurspeglast í þeirri þjónustu sem ljósmæður veita skjólstæðingum sínum og þeirri þjónustu sem þeir kjósa og þar hafa ljósmæður mikil áhrif. En hvar eru mörk hins eðlilega og óþarfa og hins óeðlilega og þarfa? Eru ljósmæður kannski óvissar um það eða er þarna grátt svæði sem hefur skapast með ár- unum? Verða ljósmæður ekki að einhverju leyti að vera meðvitaðar um að tæknin hafi markað spor sín á þeirra viðhorf og síðast en ekki síst á viðhorf og gildi skjól- stæðinganna. Eg spyr því hvemig er hinni fullkomlega eðlilegu fæðingu lýst? E.t.v. eitthvað á þennan veg; Kona sem er að fæða sitt fjórða barn hringir á fæðingastofnunina og segist vera búin að missa vatn- ið sem sé tært og hafi enga verki. Hún spyr hvort ekki sé í lagi að fara í sturtu áður en hún kemur upp á deild þar sem hún er verkja- laus. Hún fær svar um að svo sé. Um tuttugu mínútum seinna hringir konan aftur á deildina og segir: Það var drengur. Ég fæddi hann í sturtunni og allt gekk vel! Er þetta ekki einmitt dæmið um hina eðlilegu fæðingu þar sem konan gerir þetta sjálf og hefur ekki einu sinni þörf á ljósmóður ? (Kannski er gróft að nefna þetta í svona stórum hópi ljósmæðra!). Hvað með konu sem fæðir í fullkomlega rólegu og yfírveguðu ástandi sitt fyrsta barn. Fæðingar- tíminn er eðlilegur, engin deyfing, ekkert inngrip. Svo gerist það að hún rifnar upp í fornix vaginae og niður í sphincter ani. Það þarf að svæfa konuna til að sauma. Er þetta lýsing á eðlilegri fæð- ingu? Hvað með konuna sem gengur með sitt fjórða barn, 41 viku gengin og búin að vera með murningsverki í þrjá sólahringa. Hún hefur sofið illa á eins árs gamalt barn heima og kemur inn á deild og er með 5 í útvíkkun. Það vantar á að samdrættirnir séu það sterkir að hún nái að fæða á næstu klukkustundum. Konan er mjög þreytt. Ljósmóðirin gerir gat á belgina að beiðni konunnar. Hríð- ar örvast og konan fæðir eftir 3 klst. Engin verkjalyf, barn fæðist í höfuðstöðu, konan fæðir stand- andi. Er þetta óeðlileg fæðing vegna inngrips ljósmóðurinnar? Hvað með konuna sein er að fæða sitt annað barn og komin á annað stig fæðingar. Hún hefur fullkomna stjórn á fæðingunni. Hreyfir sig mikið. Barnið er í occipito posterior stöðu og konan er búin að rembast í tæpa tvo tíma og er að verða þreytt. Smá örvun með dreypi er gefið og bam fæðist spontant eftir fimmtán mín. Er þetta eðlileg eða óeðlileg fæðing? Að lokum er það frumbyrjan sem kemur inn á deild með 7 í út- víkkun og allt er eðlilegt. Hún hefur verið í baði heima og leið þar ótrúlega vel. Á deildinni geng- ur allur framgangur fæðingarinnar vel. Hún þarfnast engrar deyfingar og engu inngripi er beitt. Barn fæðist „spontant og sprungulaust"! En konan vildi vera meira í vatni þar sem henni leið vel og á deildinni er engin aðstaða til þess!! Má kalla þetta eðlilega fæðingu? þegar jafnvægi móðurinnar er rask- að vegna þess að aðstæður sem hún sjálf kýs eru ekki fyrir hendi! Ut frá hverju er gengið þegar ljósmæður eru að tala um eðlileg- ar fæðingar? Upplifun ljósmæðr- anna? Læknanna? Eða kvennanna? Sem vakning til framtíðar eins og yfirskrift þessa þings er þá verða ljósmæður að skilgreina eðlilega fæðingu ekki síst fyrir ljósmæður framtíðarinnar, því breytingar og byltingar í fæðinga- þjónustunni eiga ömgglega eftir að þróast og ljósmæður framtíðar- innar eiga rétt á að vita hvernig ljósmæður við aldamótin 2000 skilgreindu eðlilega fæðingu ! Eftirfarandi skilgreiningar koma frá ýmsum kennslubókum í fæð- ingafræðum ásamt frá WHO /) Eðlileg fœðing er þegar fœð- ingin byrjar sjálfkrafa án hvatn- ingar, heldur áfram með eðlilegum framgangi og lýkur með einu eða fleiri lifandi barni sem móðirin sjálf hefur komið frá sér. Bœði móðir og barn erufrísk eftirfœð- inguna. (Lœrebok I Obstetrikk, Bergsjö, Martin,Maltau,Nesheim. '87) 2) Fœðing telst eðlileg efhún hefst sjálfkrafa eftir 37. viku meðgöngu. Astand móður og barns er eðlilegt og sýnir engin merki um afbrigði- leika og framgangur fœðingarinn- ar er innan eðlilegra marka. (The Art And Science of Midwi- fery,Siverton, '93) ljósmæðrablaðið 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.