Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 7

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 7
P R E Y R 107 þarf að velja á skýldum stöðum. Áburð þarf þar að nota meiri en alment tíðkast. Útsæði þarf að láta spíra. Varnir gegn næturfrostum þarf að viðhafa og öll hirð- ing að vera sem nákvæmust. Sé alls þessa gætt o. fl. mun mega rækta jarðepli á landi hér víðast hvar. Einstaklingar á Melrakkasléttu, í Ólafs- firði og á Langanesi hafa ræktað jarðepli. Hinsvegar er það vitanlegt, að þar sem mestir erfiðleikar eru með jarðeplarækt er arðmeira að rækta annað grænmeti, sem betur þolir hráslagalega veðráttu, t. d. gulrófur, grænkál o. fl. Þessar j urtir geta þrifist á hverju bygðu bóli. Um notkun þeirra verður hinsvegar eigi meira fjölyrt. En hvernig getum vér tvöfaldað jarð- eplaframleiðsluna á 2 árum? Jú, búnað- arféiög, sveúa- og bæjarfélög þurfa að taka þetta á stefnuskrá sína og styðja einstaklinga til framkvæmda. Á næsta ári þarf að auka jarðeplaræktina að mikl- um mun og undirbúa nægilega stórt land, svo að á öðru ári verði hægt að afla helmingi ireiri jarðepla en nú tíðk- ast. í sveitum landsins, þar sem jarð- eplarækt er nú stunduð, er auðvelt að auka hana u.m helming á 2 árum. Aistað- ar er nægilegt land, og grasrótarmold er góður jarðvegur fyrir jarðepli. Útsæðis geta menn aflað sjálfir, er. það sem eigi verður komist hjá að kaupa, er tilbúinn áburður, sem mun kosta um kr. 1,50 fyrir hverja tunnu sem ræktuð er. En þetta er ekki nægilegt. Á hverju býli þarf að vera garður sem gefi nægi- iegt af jarðeplum og öðru grænmeti til heimilisnotkunar. Að sjá um framkvæmd á þessu mun búnaðarfélögum sveitanna auðvelt og þarf eigi meira um það að ræða. Þá eru bæimir. Þar er minna land til umráða, og þótt til sé, eigi auðvelt fyrir einstaklinga að ná í það. Hér eru því tveir vegir fyrir höndum: kaupa jarð- epli frá héruðum, sem vel liggja til jarð- eplaræktar, eða sjálfir að sjá fyrir landi til þeirra hluta, og gefa einstaklingum kost á að rækta það. Nú er atvinnuleysi og menn ganga auðum höndum í bæjunum, svo tugum og hundruðum skiftir. Væri eigi ástæða til að nota þessar kringumstæður til að að- hafast eitthvað, sem hefði þýðingu í bráð og lengd. Erlendis eru hinir svonefndu smágarð- ar, eða félagsgarðar (Kolonihaver) að myndast nær sagt við alla bæi. Eftir alda- mótin kom þessi hugmynd einnig til framkvæmda hér í Reykjavík. Hún hefir lifað en litlum framförum tekið. Er nú eigi tími til að fara að færa þetta út í stærri stíl og víðar. iSmágörðunum er þannig fyrir komið, að annað tveggja félag eða bæjarstjórn sér fyrir landssvæði sem vel sé fallið til garðyrkju. Svæðið er girt, undirbúið með framræslu og vegum og skift í smáreiti, sem einstaklingar geta fengið til leigu, og sem eru svo stórir, að fjölskylda getur þar ræktað þær matjurtir sem hún þarfnast, og auk þess haft þar lítil skýli, sem vera má í á sumrum í frístundum og um helgar. Væri nú eigi réttmætt fyrir bæjar- stjórnir að athuga hvort gerlegt væri að koma upp þessum görðum. Leyfa at- vinnulitlum eða atvinnulausum mönnum að eyða þar frístundum sínum. Til styrkt- ar þessu myndi atvinnubótastyrknum best varið. Til þess að gera sér nánari grein fyrir hvernig ástatt er með jarðeplaræktina í ýmsum héruðum landsins, hefir eftirfar- andi skýrsla verið samin. Hún sýnir upp- skeruna í hinum ýmsu héruðum árið 1929, og manntalið 1930, en það eru þeir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.