Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 18

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 18
118 FRE YR ið og jarðvegurinn magur lyngmóa-jarð- vegur, eða á óræstri mýri, þar sem vot- lendisgróður er blandaður túngróðrinum. A örfáum stöðum liggja túnin á holtum, er ber nokkuð hátt. Um flest þessi tún er það sameiginlegt að jarðvegur er magur, ofþornar í þurkum, ofblotuar í rigninga- tíð — vegna ónógrar framræslu — og er mjög háður holklaka. í nálægu umhverfi túnanna er víðast samskonar jarðvegur. Hinsvegar eru stór mýrasvæði í Flóanum er hafa góðan jarðveg til túnyrkju. Og þó að þau liggi oftast langt frá bæjunum, þá er það að sjálfsögðu ekki gild ástæða fyr- ir því að þeim er ekki breytt í tún. En til þess að gera þessar mýrar að túni, þyrfti stórbrotið skurðakerfi; mikið stór- feldara en það sem áveitufélagið lét gera, og um leið tiltölulega dýrara, því flesta skurðina hefði orðið að gera dýpri með túnrækt fyrir augum. En djúpa skurði er víðast erfitt að gera í Flóanum, því hraun liggur undir honum öllum, og er víða grunt á því. Verði Flóanum síðarmeir breytt í tún — og á því leikur naumast vafi — þá geta flestir þeir skurðir, er gerðir hafa verið, komið að fullum notum, eftir að hafa verið dýpkaðir við túnræktar hæfi. Þá hefur skurðakerfi Fióaáveitunnar, sum- staðar, beint skapað möguleika fyrir tún- græðslu, þar sem engir voru áður. Eg hika ekki við að segja, að Flóaáveitan hefur búið í haginn fyrir túnræktina, í stað þess að mynda við hana „andstæða stefnu“. Ýmsir munu segja, að hinn dýri að- færsluskurður, svo og allar stíflur og flóð- garðar, verði þá að litlu liði, — þar hafi þó peningum verið á glæ kastað. Eg er og verð á annari skoðun, á meðan allar 8 a n n a n i r vantar. Eg þekki ekkert graslendi hér á landi, sem er eins hætt við ofþornun í langvar- andi þurkum, eins og einmitt Flóann. Er orsökin sú, að grunt er á hrauninu, svo það verkar að nokkru leyti sem lokræsi. Síðan áveitan tók til starfa, hefur hún tvívegis komið í veg fyrir algjöran gras- brest í Flóanum. Og þó að rotnaður túnjarðvegur sé ekki eins viðkvæmur fyrir þurki eins og lítið rotnuð mýrjörð, þá trúi eg því ekki að óreyndu að túnrækt í Flóanum nálgist full- komnun og verði örugg, nema að völ sé á vatni til vökvunar. En rætist þessi spá, þá kemur aðfærsluskurðurinn og í góðar þarfir. Vatnsmagn það sem Flóaáveitan fær (pr. hektara og sekúndu) er heldur ekki meira en hæfílegt til túnvökvunar, samk. erlendri reynslu. Það eru þá ef til vill aðeins flóðgarð- arnir sem yrðu óþarfir á þeim tíma. En margur Flóa-bóndinn hefir látið svo um mælt við mig, að flóðgarðarnir séu þegar búnir að borga sig, sumir þeirra hafl jafn- vel borgað sig upp á fyrsta ári. Á. Gr. E. drepur á „áveitu-oftrú“, í sam- bandi við Flóaáveituna. Þar kemst hann að vissu leyti réttilega að orði. Þegar eg tók til starfa hjá áveitufélaginu árið 1922, þá varð eg sannarlega var við oftrú á væntanl. árangri áveitunnar, hjá einstök- um mönnurn á áveitusvæðinu. Þeir bjugg- ust sem sé við líku grasi og á Safamýri. Frá þeirra sjónarmiði var þetta eðlilegt; þeir höfðu ekki þekkingu til að sjá að- stöðumuninn. Hinsvegar vil eg fullyrða að árangur áveitunnar fylli allar sanngjarn- ar kröfur viðvíkjandi grassprettunni, með tilliti til allrar aðstöðu. Og eg verð að segja, að hún hefir heldur yflrfyllt þær vonir sem eg hafði gert mér. „Ekki er það heldur neitt sérlega merki- legt að verkfræðingar skyldu verða til þess að styðja framkvæmd málsins, og að þeir rákust á „óbilgjarnar klappir áður en lauk“, kemst Á G. E. ennfremur að orði.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.