Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 10

Freyr - 01.11.1931, Blaðsíða 10
110 P R E Y R jarðepli geta sprottið þar, en misfellasamt mun þar verða, og því meiri ástæða til að leggja stund á rófna- og grænkáls- rækt. í Húnavatnssýslu vantar 1239 tnr. af jarðeplum. Þeir þurfa að þrefalda jarð- eplarækt sína, eða tilsvarandi af öðrum garðávöxtum. I SkagafjarSarsýslu er líkt ástatt. Þörfin hlutfallslega lík og möguleikarnir hinir sömu. Á báðum stöðunum eru til laugar, þar sem hægt væri að stunda garðyrkju með góðum árangri, ef rétt væri á haldið. Þar sem líkt er ástatt og í þessum sýslum gæti komið til mála félagsgarð- yrkja við laugarnar í stærri stíl. Mark- miðið ætti þá eigi einungis að vera að rækta jarðepli heldur og ýmsar aðrar garðjurtir. Við laugarnar er einkar hent- ugt að hafa gróðrarskála og vermireiti. Mætti þar sá síðari hluta vetrar fjölda garðjurta, er síðar væru flutt og gróð- ursett víðsvegar um héruðin. Á þennan hátt væri hægt að tryggja góða sprettu á fjölda garðjurta. Auk þess er í gróðr- arskálum hægt að rækta ýms suðræn aldini, t. d. hina heilnæmu ,,Tómata“, og ef nægilega mikið væri ræktað af þeim, myndi á þann hátt mega spara kaup á öðrum ávöxtum að mestu. Siglufjörður. Þar lítur út fyrir að ekk- ert sé ræktað af jarðeplum. Veðrátta er þar hráslagaleg, svo vel þarf að hlúa að jarðeplum ef þau eiga að vera þar ár- viss. Hyggjum vér hentugra fyrir Sigl- firðinga að leggja meiri stund á ræktun harðgerðari garðjurta, t. d. rófur og grænkál. Eyjafjarðarsýsla. Þar er víða vel fall- ið til jarðeplaræktar, enda verið stunduð þar meira en í flestum öðrum héruðum norðanlands. En nú er svo komið að 2/3 hlutar hinnar áætluðu notkunar virðist vera aðkeypt. Valda þar um nokkur þorp, er myndast hafa í héraðinu (Ólafsfjörð- ur, Dalvík, Hrísey og Hjalteyri) og sem hlutfallslega lítið rækta af jarðeplum, þótt í flestum þeirra séu skilyrði allgóð til jarðeplaræktunar. Vér efumst eigi um að Eyfirðingar geti vel ræktað öll þau jarðepli sem þeir þarfnast, og meira til. Þá er Akureyri. Hún var fyrrum brautryðjandi jarðeplaræktarinnar á Norðurlandi. Garðar þar hafa verið betur ræktaðir en víðast hvar annarsstaðar á landi hér, enda uppskera oft og tíðum á- gæt, langt yfir meðallag það sem al- ment er talið. I hlutfalli við fólksfjölgun hefir jarðeplarækt á Akureyri hnignað mjög, enda hafa sumir garðar farið þar í auðn, t. d. eru garðar þeir, er Hans VVilhelm Lever setti þar á stofn 1807, og sem í meira en hálfa öld hafa verið í á- gætri rækt, nú komnir í auðn. Samkvæmt hagskýrslunum virðast Ak- ureyrarbúar nú kaupa meira en 3/4 af sínum jarðeplum, eða alls 1833 tnr. Hins- vegar var sú tíð, að Akureyrarjarðepli voru seld víða. Vér efumst eigi um að skjót breyting geti orðið á þessu. Akur- eyrarbúar eiga að vera og geta orðið for- göngumenn jarðeplaræktunarinnar á Norðurlandi, líkt og áður. Tíðarfar og jarðvegur og aðrar ástæður er að þessu lúta, hafa eigi tekið breytingum. Þingeyjarsýslur. I þeim eru mismun- andi skilyrði til jarðeplaræktar. Vöntun- in þar um 2/3 til að fullnægja hinni reiknuðu áætlun. Vér efumst eigi um að hægt verði að auka jarðeplaræktunina í Þingeyjarsýslum, svo að þær yrða sjálfbjarga, enda eru þar stór jarðhita- svæði, þar sem reka mætti garðyrkju í stórum stíl. Norður-Múlasýslu vantar eigi nema 1/g til þess að jarðeplaþörfinni sé fullnægt,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.