Freyr - 01.06.1936, Page 7
FEEYR
109
verklegt nám á skólabúinu í hans tíð ■—
flestir í 6 vikur. 1 þessum jarðabótum eru
um 24 ha. (= 75 dagsl.) í túnasléttum og
nýrækt.
1 búfjárræktinni lagði Halldór mesta al-
úð við nautgriparæktina, — enda er jörð-
in bezt til nautgriparæktar fallin — og
lagði mikla stund á að bæta kúakynið, og
varð vel ágengt framan af, t. d. frá 1913
—1923 hækkaði meðalkýrnytin úr 2163 kg.
upp í 3251 kg. eða um 1088 kg. En á síð-
ari árum virðist kenna úrkynjunar —
sennilega vegna of mikillar skyldleikarækt-
unar — í kúastofninum. Árið 1929—1930
var meðalnyt 40 fullmjólkandi kúa 2891
kg. mjólkur með 4.05% feiti, og ársfóðrið
(sumar og vetur) er talið 2435 fóðurein-
ingar. í Hvanneyrarfjósi hafa verið til
kýr, sem mjólkað hafa yfir 5000 kg. yfir
árið.
Framleiðsla mjólkur og mjólkurafurða
hefir löngum verið meiri en markaður var
fyrir á skólanum. Fyrir því hafði Hall-
dór fullkomið mjólkurbú heima, og fram-
leiddi þar mjólk og skyr, sem hvorttveggja
— og þó einkum „Hvanneyrarskyr“ var
orðlagt fyrir gæði. Þessar vörur og rjóma
seldi Halldór aðallega í Reykjavík og hafði
lengi sína eigin búð hér í bænum, enda
komu búhyggindi hans ekki síður fram í
verzlun með búsafurðirnar, en í framleiðsl-
unni sjálfri og bústjórn allri heima fyrir.
Mér er ekki kunnugt um, hversu stórt
búið var, sem Halldór tók við á Hvanneyri,
er hann kom þangað, en áreiðanlega hefir
það vaxið í höndum hans eins og annað, og
1935 var bústofninn:
76 nautgripir, þar af 56 mjólkandi kýr.
447 fjár, þar af 350 ær.
28 hross.
4 svín, og
36 fuglar (hæns, gæsir og endur).
Þótt Halldór stjórnaði sjálfur búi sínu
með þeim skörungsskap, sem honum var
laginn, þá hafði hann jafnan ráðsmann
sér til aðstoðar, valdi til þess nemendur
sína og var jafnan heppinn í valinu, enda
lagði hann áherzlu á, að hafa „valinn mann
í hverju rúmi“, eins og hraustir og drengi-
legir víkingar forðum daga.
Lengst (1907—1923) var ráðsmaður hjá
honum einn af nemendum hans frá Eið-
um, Einar Jónsson af Fljótsdalshéraði. —
Hann var jafnframt leikfimi- og smíða-
kennari. Síðan hafa verið á Hvanneyri 3
ráðsmenn, er einnig hafa kennt leikfimi
og smíðar (annað eða hvorttveggja).
Það orð lék á, að skólastjórinn á Hvann-
eyri væri vinnuharður, og víst er um það,
að það kom illa við skap hans, að sjá lin-
lega eða sviksamlega unnið, en þó var
hann hjúasæll, svo að margt fólk var hjá
honum mörg ár samfleytt, og að minnsta
kosti er enn á Hvanneyri þrennt af því
fólki, sem réðist til hans 1907, •— ráðs-
kona, mjólkurbússtýra og fjósamaður, —
enda var hann ætíð raungóður hjúum sín-
um, ef þau þurftu einhvers sérstaklega við.
Og vegna fullkomnustu verkfæra- og véla-
notkunar varð ýms vinna léttari og á-
nægjulegri þar en annars staðar. Það er
t. d. gaman að vinna að heyskap þar, sem
hirtir eru á dag 650 hestar, heyinu öllu
ekið heim óbundnu, vagnhlössin tekin í
heilu lagi við hlöðudyr með rafkrafti, lyft
upp undir hlöðumæni, flutt á rennibraut
inn eftir hlöðunni og sprett niður hvar sem
vera vill í hlöðunni. Eða þar, sem hafa
mátti í gangi samtímis „Fordson“-dráttar-
vél, með tilheyrandi jarðyrkjuverkfærum,
4 plóga, 12 herfi, hestareku, slóða („Orm
Stórólfsson“), 2 valta, 2 sáðvélar; 3 sláttu-
vélar, 4 rakstrarvélar, 2 snúningsvélar,
heybindingsvél o. s. frv. — Og 140 vænir
laxar veiðast á einum degi.
Við jarðræktina (jarðabæturnar) eins