Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 15

Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 15
F R E Y R 117 Frá Sámsstöðum. 3. GRASF-RÆRÆKT. Eittiaf því nýja og nytsama fyrir ísl. jarðrækt er ræktun ísl. grasfræs. Þótt reynsla sé fyrir því að erlent fræ geti gefist vel hér á landi, þá jvirðist þó sú litla þekking, sem fengin er með ísl. grasfræ til túnræktar, benda fyllilega í sömu átt og í nágrannalöndum vorum, að heimaræktaða fræið verði notadrýgst. Síðan 1923 hafa verið á hverju ári gerð- ar grómagnstilraunir með ísl. grasfræ- tegundir. Yfirleitt má segja að ísl. gras- fræ hafi getað spírað sæmilega, en þó er þetta nokkrum vandkvæðum bundið, sérstaklega með vallarsveifgrasið. Tún- víngull hefir í flestum árum gefið fræ með góðum gróþrótti. Snarrótarpuntur þroskast í öllum árum og gefur venju- ast fyrir búreikninganámskeiðum o. s. frv. Allt þetta skal gert bændum að kostn- aðarlausu. Eru starfsmenn búreikninga- skrifstofunnar bundnir fullkominni þagn- arskyldu um einstakra manna hag, er þeir komast að vegna starfa síns. Búnaðarfélagið hefir falið undirrituð- um að annast búreikningaskrifstofuna fyrst .um sinn og verður hún starfrækt við Bændaskólann að Hvanneyri. Búreikningaskrifstofan mun gera sér far um að leiðbeina bændum við færslu búreikninga og stuðla að því, að þeir geti notfært niðurstöður reikninganna sér til stuðnings í búskapnum. Hún óskar eftir að komast í samband við sem flesta áhuga- sama bændur á þessu sviði, fá frá þeim reikninga og tillögur um þessi mál. Guðm. Jónsson, kennari á Hvanneyri. lega gott fræ. Sömuleiðis hásveifgras, háliðagras og blásveifgras. Þessar 6 grastegundir hafa verið reyndar til rækt- unar hér í stöðinni síðan 1927, er hún tók til starfa. Þremur af þeim hefir ver- ið sáð bæði til hreinræktunar og saman- burðar við erlent fræ sömu tegundar, og eins ísl. fræ af þeim notað í mismun- andi samsettar fræblöndur og saman- borið við fræblöndu þá, sem mest hefir verið notað hér á landi undanfarin ár, sem er fræblanda S. í. S. Skal nú fyrst vikið að því, tegundír hvermg fræið hefir reynst, þegar hverri tegund hefir verið sáð til hreinræktunar, samanborið við erlent fræ sömu tegundar. Síðan mun eg svo stuttlega minnast á hvað hver tegund hefir getað gefið af fræi og hve árviss fræræktin er. I samanburðartilraunum með háliða- gras ísl. og erlent hefir árangurinn orð- ið sem hér greinir: Ár Hestar heys af ha. í 2 sláttum ísl. ræktað há- Finskt Isl. háliðagras liðagras en ættað fræ frá Svalöf 1931 64.03 64.94 66.81 1932 78.07 71.17 70.73 1933 79.56 70.62 69.12 1934 89.97 86.70 85.00 1935 65.86 62.07 60.56 Meðalt. ’31-’35 75.50 71.10 70.44 Eins og sést á ofangreindu hefir ís- lenzka háliðafræið gefið rúmum 5 hest- um meir af ha. en finnskt fræ. (ísl. fræið er ættað af plöntum þeim, sem teknar voru í túnum í kring um Reykja- vík 1924). Tvær tilraunir hafa verið gerðar með innlenda fræstofna af túnvingul, skal önnur þeirra tilgreind hér:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.