Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Síða 25

Freyr - 01.06.1936, Síða 25
F R E Y R 127 þungi af kjöti, sem selja má til Englands, og því ríður á að fá sem mest fyrir hvert kílógramm, svo sem mest fáist fyrir heild- ina. Meiri heildarþungi getur ekki bætt þetta upp, því að til Englands fer hann ekki, ef hann yfirleitt selst. 2. Það er nokkuð sitt á hvað, hvort hrúts- eða geldingsskrokkarnir hafa reynzt þyngri að haustinu. Sem heild er óhætt að segja, að munar í þyngdinni gæt- ir ekki, þegar lömbin eru orðin upp undir 4 mánaða gömul. Þó virðast geldingarnir heldur léttari þar, sem dregið hefir verið úr þeim, en þar, sem þeir hafa verið gelt- ir með töng, og mun því óhætt að fullyrða að fyrri geldingaaðferðina eigi ekki að hafa. Ennfremur virðast sumrungar og síðborin lömb verða heldur þyngri sem hrútar en geldingar, en munurinn er hverfandi lítill. í Miðdalsgröf voru 20 geldingar og 20 hrútar, allir bornir á venjulegum sauð- burði. Hrútarnir voru nýbornir 0,09 kg. þyngri, en að haustinu voru skrokkar hrútanna 16,33 kg., en geldinganna 16,11 og er það minni munur en ætla mátti að yrði eftir mismun lifandi-þungans að vor- inu. Á Valshamri voru samanburðar lömb- in 20, tíu af hvoru um sig, hrútum og geldingum. Þar höfðu geldingarnir að haustinu 14,45 kg. skrokk, en hrútarnir 14,35 kg., og voru þó hrútarnir þyngri nýbornir og mátti því búast við þeim þyngri að haustinu. Á Hrafnkelsstöðum voru geldingsskrokkarnir þyngri. Þessar rannsóknir virðast því benda á það, að munurinn á þyngd geldings- skrokka og hrútsskrokka að haustinu sé sama sem enginn, og hann eigi ekki að vera í vegi fyrir því, að menn geldi hrút- lömb sín til að fá af þeim útgengilegra og verðmeira kjöt. 3. Kjötprósentan virðist aðeins meiri hjá geldingunum en hrútunum, eða sem næst 40,5 hjá geldingunum móti 40,0 hjá hrútunum. Með kjötprósentu er hér átt við, hve mikill hluti lifandi þungans gef- ið upp í prósentu sé kjöt — þ. e. skrokk- þunginn á blóðvelli. Mismunurinn er mestur á Melum, þar sem geldingarnir hafa 41,3 %, en hrút- arnir 39,9 °fo; minnstur í Miðdalsgröf, þar sem hann virðist enginn vera. Gæru- þunginn má heita eins, en geldingarnir eru mörmeiri og munar það að meðaltali um 1,4 kg. 4. Geldingarnir fylgja mæðrum sínum betur í högunum og rekstrum. Villast því síður undan síðari hluta sumars og í fjár- ragi að haustinu, og leggja því líka minna af, þó að slátrun dragist fram á haustið. Af þessu hygg eg, að það sé óhætt að segja þeim, sem búa við freðkjötsmark- að, að þeir eigi í vor að gelda hrútlömb þau, sem þeir ætla að slátra að hausti. Með því hafa þeir engan skaða, hvað kjöt- þunga snertir, en stuðla að því, að kjötið að hausti seljist fyrir hærra verð í Eng- landi. Aftur þori eg ekki að segja hið sama við þá, sem selja kjöt sitt saltað eða nýtt á innlendum markaði eða í Noregi. Þar eru líkur til þess, að þeir tapi engu beint, en aftur eru vart líkur til þess, að þeir fái borgaða fyrirhöfnina, sem geldingunni er samfara. Og meðan ekki kemur gæða- mat á allt kjöt, en það þarf að koma sem fyrst, þá er hæpið og líklega nærri víst, að þeir, sem selja á innanlandsmarkaði, fá ekki hærra verð fyrir geldingsskrokk- ana en hrútsskrokkana. Eins og eg áður hefi sagt, þá eru þess- ar athuganir byggðar á fáum lömbum eða 134 í hvorum flokki. Allar ályktanir eru því hæpnar, þó eg hafi reynt að gera þær. Vegna þessa væri mér mjög kær-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.