Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 4

Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 4
66 FREYR isins, þar sem ungur maður er að berj- ast við dauðann, út í græn laufin — vor- loft og ilm trjánna leggur inn. Vor- fuglar syngja kvæðin sín í trjánum. Það getur ekki verið að dauðinn nái hér herfangi, þar sem allt bendir á lífið? Veikindabaráttan varð löng og hörð. En batinn kom, hægt og hljóðlega. Það tók að birta yfir hugum manna. Sóttkvínni var aflétt. Sjúklingar kom- ust á fætur. Allir fögnuðu. Ekki einasta á þessu heimili, heldur í allri sveitinni. Það var kominn júnímánuður. Ann- ríki vorsins var mikið, en meiri var þó fögnuðurinn yfir heilsu, sem var náð eft- ir heilsuleysi. Ekkert er meira virði, en heilsan, án hennar er lífið gleðisnautt. Bóndanum þarna og fólki hans fannst lífið aldrei hafa verið jafn unaðslegt, aldrei hafði verið jafn auðugt af fögn- uði og nú. Það voru áhrif þeirrar sælu, sem sigur lífsins veitir, er hér voru að verki. Og þessi bóndi hugsaði nú til sinna mörgu starfsbræðra, sem átt höfðu allt sitt undir mildi vorsins, eftir harðasta vetur. Skyldi nokkuð verða sagt frá því opin- berlega, hversu guð og náttúran breyttu nú ánægjulega við þá? Sennilega yrði það ekki langort. Aldrei hafði þó ilmur dalanna verið jafn unaðslega sætur og nú, þegar hin gróandi jörð kom undan klakahjúpi vetrar. Slíkum ilm og il vorsins hlutu allir að fagna, menn og málleysingjar. Vor eftir vetur. Allsnægtir eftir skort. Heilbrigði eftir sjúkdóma. Það voru óhrekjandi vitnisburðir um sigur lífsins eins og gróandi vorið. S. J.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.