Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 11
F R E Y R
73
notkun þess. Yfirleitt er það jafnan svo
með rannsóknastörf, að ný verkefni
koma fram, jafnóðum og leyst er úr þeim
eldri. Hér liggur því áreiðanlega fyr-
ir margra ára starf.
Þessi erindi mín urðu fleiri,
Niðurlag. en gg, hafgi ætlað í fyrstu,
— ef til vill urðu þau of mörg. —- Til-
gangur minn með þeim hefir
fyrst og fremst verið sá, að reyna að
vekja skilning á þeirri staðreynd, að ís-
lenzkum búnaði er þess full þörf að
gerðar verði, á næstu árum, fóðurrann-
sóknir hér á landi, og ég hefi í síðara
hluta þessa erindis bent á þau verkefni,
sem ég tel einna mesta þörf á að taka
til meðferðar nú sem stendur. í öðru
lagi vildi ég 'vekja eftirtekt manna á
þeim fáu fóðurrannsóknum, sem gerðar
hafa verið hér á landi hingað til.
Að síðustu vil ég taka það fram. að
mér er 1 júft að veita bændum leiðbeining-
ar um þau efni, sem eg hefi rætt hér, að
svo miklu leyti, sem mér er unt. Ég tek
á móti fyrirspurnum um fóður og fóðr-
un, og mun svara þeim eins vel og ég
get og ástæður leyfa.
Bændtír, geídíð hrát-
íömbín í vor.
i.
Fyrir nokkrum árum skrifaði Björn
Pálsson, bróðir minn, greinar í Tímann,
þar sem hann hvatti bændur til þess að
gelda hrútlömbin að vorinu. Færði hann
skýr rök fyrir nauðsyn þess. Einnig hefir
Páll Zophóníasson skrifað nokkrum sinn-
um um sama efni. Þessi skrif hafa borið
nokkurn árangur, en þó of lítinn. í sum-
um sveitum hafa bændur gelt nokkuð af
hrútlömbunum undanfarin ár, en þorri
þeirra hefir enn ekki gert það. Slíkt má
ekki viðgangast lengur.
Dilkakjötið íslenzka er útlitsljótt og
þolir mjög illa samkeppni við dilkakjöt
frá helztu sauðfjárræktarlöndum heims-
ins, eins og Nýja-Sjálandi og Argentínu.
Við verðum þó að keppa við þessi lönd á
Lundúnamarkaðinum.
íslenzkir dilkakroppar eru yfirleitt of
leggjalangir, beinaberir, vöðvarýrir og
magrir. Einkum vantar á, að þeir séu vel
þaktir fitulagi, sem gerir þá útlitsbetri
og ver þá frá því að þorna upp við
geymslu og matreiðslu.
Góður dilkskrokkur á að vera leggja-
stuttur, beinasmár, holdþéttur og all-
ur þakinn hóflega þykku fitulagi. Eink-
um er nauðsynlegt að bak og læri séu
holdmikil og vel þakin fitu, af því að það
eru verðmestu hlutar kroppsins. Aftur á
móti á framhlutinn að vera tiltölulega
léttari og gerir minna til, þótt þar sé um
útlitsgalla að ræða, því að hann er ætíð
mun verðlægri og minna eftirsóttur. Kjöt-
kaupmaðurinn vill fá sem mest af þunga
kroppsins í afturhlutanum.
Kjöt af hrútlömbum er í alla staði út-
litsverra og lakari vara, en kjöt af geld-
ingslömbum. Þetta er viðurkennd stað-
reynd um allan heim. Sést það bezt á því,
að öll hrútlömb, sem ætluð eru til slátr-
unar í sauðfjárræktarlöndum heimsins
eru gelt.
Kvendýr allra húsdýrategunda eru
beinasmærri og feitlagnari en karldýr
sömu tegunda. Gelt karldýr líkjast
meira kvendýrum að vexti og þroska en
hvötum karldýrum. Nýfædd eru karl-
dýrin lítt frábrugðin kvendýrum, en með
uppvextinum verða kynin smám saman
ólíkari hvort öðru, unz þau ná fullum