Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 16
78
P R E Y R
sama stað fyrir tvo samliggjandi hreppa,
ef um hentugan stað væri að ræða.
Dálítill kostnaður mundi fylgja þessu,
en sérstaklega yrði það kaup og fæði
kennarans, áhöld og efni í þvottinn.
Findist mér að ríkissjóður ætti að
leggja fram helming kostnaðarins og
sýslufélögin jafnt á móti. Teldi ég því
fé vel varið, því að sem betur fer er vakn-
aður töluverður áhugi hjá fólki um ull-
arverkun og þá þarf að hjálpa þeim á-
huga til, en hagkvæmustu leiðina tel ég
þetta, og ekki veitir bóndanum af því
að innvinna sér þá aura, sem ullarþvott-
urinn veitir honum, því fæstir munu
kaupa sérstaklega þá vinnu, heldur
bjargast með það vinnuafl, sem heima
er.
Ullarþvottahús geta verið góð, að því
leyti, að vörugæði mundu verða meiri
a. m. k. miðað við það sem nú er, en þá
yrði það frádráttur á innlegginu, þótt ekki
væri nema 20 au. á kg., sem ég tel alls
ekki dýran þvott.
En að láta ullina óþvegna til kaup-
enda ætti enginn að gera, því að verðið
á óhreinni ull er alltaf of lágt, saman-
borið við hana þvegna. Hin leiðin, sem
stórum mundi bæta ullarverkunina, er
að gera meiri verðmun á fyrsta og öðr-
um flokki, allt að þriðjungsmun. Þá
mundu fleiri koma með meira af fyrsta
flokks ull. Þyrftu öll kaupfélög og
kaupmenn, að bindast föstum samtök-
um um að hafa sömu hlutföll um verð á
öllum ullarflokkum, m. k. á stórum
svæðum, svo að ekki gæti verið hægt að
hlaupa til og frá með ullarinnleggið,
með það fyrir augum, að fá hærra verð
fyrir lakari flokkana.
Að endingu vildi ég mælast til þess, að
hr. ullarmatsmaður Þorvaldur Árnason
vildi taka fyrra atriði þessara lína til at-
hugunar (n. 1. ullarþvottinn) og beita
sér fyrir framkvæmdum á því, annað-
hvort með því að reyna þessa leið, sem
ég hér legg til að sé farin í þessu máli, eða
ef hann sæi aðra hagfeldari og fram-
kvæmanlegri, því að eitthvað finnst mér
að þurfi að gera, frekar en verið hefir,
viðvíkjandi ullarverkuninni. Síðara at-
riðið þurfa ullarkaupendur, að sameina
sig um.
Gætu orðið framkvæmdir á þessu og
samvinna milli framleiðenda og kaup-
enda, þá væri með því unnið gott og
þarft þjóðþrifamál.
Þorst. Þorsteinsson.
Ásmundarstöðum.
II.
Tómas Jónsson, bóndi að Heiðabæ,
segir ritstjóranum að tvisvar á ung-
lingsárum sínum hafi tvö einstök
reifi verið þvegin sér og vegin óþveg-
in og þvegin, með þeim árangri, að reif-
in léttust um framt að I/3 eða um 30 %.
Bæði þessi reifi voru prýðilega þvegin og
töldust „príma“ vara, er náði hæzta
verði, sem þá var.
Eftir öðrum manni, úr Mosfellssveit,
segir hann, að sá hafi eitt sinn þvegið sér
og vandlega 18 pund af ull og fékk 12
pund hreina ull.
I fyrra vigtaði Tómas alla sína ull ó-
þvegna og þvegna, og léttist hún um ná-
kvæmlega 2/9 eða 22%. Af þeirri ull
voru 5/9 teknir í I. flokk, hitt í II. flokk.
Um sunnlenska ull almennt — þar sem
ekki eru moldarrof mikil og sandar —
telur Tómas að hún léttist alls ekki yfir
30% í þvotti.
Meðal kroppþungi dilka.
í 12. tölublaði Freys síðastl. árgangs,
er birt allfróðleg tafla um meðalkropp-
þunga dilka, er slátrað hefir verið þrjú