Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 6

Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 6
68 F R E Y R ^ * Síðastliðinn vetur gerði ég kvarðanir" nokhrar rannsóknir á melt- á meltan- anlegum næringarefnum í legum nær- heyi, og fylgdi þar starfsað- ingarefnum ferð prófessor Edin. Ég ætla í heyi. mor ag jýga gtarfshátt- unum við þessar rannsóknir, og mun ekki heldur reyna að gefa fræðilegar. skýr- ingar á aðferð prófessor Edin, eða melt- anieika-ákvörðunum yfirleitt. Það yrði langt mál, og líklega að margra dómi nokkuð torskilið og leiðinlegt á köflum. Þessar rannsóknir mínar eru líka á fyrsta byrjunarstigi, og mun ég því að svo stöddu vera stuttorður um þær, og aðeins geta um viðfangsefnin og þær niðurstöður, sem ég tel mestu máli skifta. Rannsóknirnar voru þrjár, NýræktartaSa þar a£ yoru tvær gerðar með slegm um nýræjítartöðu af 10 ára miojan ju!i. gömlu sáðtúni á Vífilsstöð- um. Ræktunarlandið var upphaflega blaut mýri, hin svonefnda Vetrarmýri á Vífilsstöðum. Slétturnar höfðu ein- göngu fengið tilbúinn áburð, og var á- burðarmagnið h. u. b. 300 kg. Nitrop- hoska á iha. Borið var á eftir miðjan maí, og gras spratt seint á Vífilsstöðum þetta ár. Það hey, sem fyrst var rann- sakað var slegið 15.—16. júlí. Það fékk ágætan þurrk og var hirt 19.—20. s. m. Heyið var því grænt og verkunin í allra bezta lagi. Klemenz Kristjánsson til- raunastjóri á Sámsstöðum gerði gróður- athuganir á þessu heyi, og reyndust að- algrastegundir þar vera: vallarfoxgras, sveifgrös, háliðagras og língrös. Saman- lagt námu þessar grastegundir h. u. b. % hlutum heysins. — Rannsóknin leiddi í ljós að 49% meltust af eggjahvítu- efnum heysins, jafnmikið af feitinni og h. u. b. 71% af öðrum köfnunarefnis- lausum samböndum. Til samanburðar vil ég nefna tölur úr Fóðurfræði Hcdl- dórs Vilhjdlmssonar skólastjóra, um meltanleg næringarefni í „meðaltöðu“, en þær eru á þessa leið. Meltanlegt af eggjahvítuefnum 47% eða nálægt 4% lægra en samkvæmt rannsókninni, af feiti 58% eða nálægt 16% hærra, önnur köfnunarefnislaus sambönd 63% eða h. u. b. 11% lægra en mín rannsókn sýndi. Það sést á þessu að rannsóknin, sem hér var gerð, sýnir betri niðurstöðu fyrir eggjahvítuefnin, en þó einkum fyrir hin köfnunarlausu sambönd að feitinni und- anskilinni — betri niðurstöðu en hægt var að gera ráð fyrir að órannsökuðu máli, en tölurnar í fóðurfræðinni eru byggðar á niðurstöðum erlendra rann- sókna. Þó að feitin reyndist allmikið tormeltari en fóðurfræðin gefur upp, skiftir það í raun og veru ekki miklu máli, vegna þess að í iheyi er yfirleitt mjög lítið af feiti. — Pepsín-saltsýru- rannsókn var einnig gerð á eggjahvítu- efnum nýræktartöðunnar og sýndi hún 54% meltanlegt, en dýratilraunin að- eins 49% eins og fyr var getið, enda er viðurkennt að (hin fyrnefnda gefur að jafnaði hærri niðurstöður um gras og hey. — Samkvæmt rannsókninni ætti ekki að þurfa meira en tæplega 1,8 kg. af nýræktartöðunni, sem hér var um að ræða, í hverja fóðureiningu, en ef reikn- að er út frá hinni venjulegu efnagrein- ingu með hliðsjón af hinum erlendu töl- um í fóðurfræðinni, verður niðurstaðan að rúmlega 2 kg. þurfi í fóðureininguna. Rannsóknin leiðir því í ljós að heyið í þessu tilfelli var allmikið betra en hægt var að búast við, ef miðað er við hinar erlendu tölur, enda sjaldgæft að erlent hey reynist að hafa svo hátt fóðurgildi að minna en 2 kg. þurfi í fóðureining- una.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.