Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 14

Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 14
76 F R E Y R tv.eggja gert, mundi kjötið stórbatna, eða m. ö. o. varan verða svo góð, sem hún gæti orðið. Eg hefi nú undanfarin nær 20 ár verið við slátrun á Sauðárkróki, ýmist sem sláturhússtjóri, kjötmatsmaður eða vigt- armaður, og því haft tíma og tækifæri til að athuga þetta, og gert ýmsar tilraunir í þá átt sjálfur, og alltaf hefir mér fund- izt, að kjötið af geldingunum væri stór- um betri og verðmeiri vara, en af hrút- lömbunum, hvort sem þeir ganga á góð- um eða rírum högum. Eg hefi heyrt þessu mótmælt þannig, að á lélegum afrétti batni hrútarnir ekkert, þó þeir séu gelt- ir, og á þeim góðu, séu hrútarnir feitir og þungir, þó þeir séu ekki geltir. Einn- ig að töluvert verðmæti sé í eistum að frysta þau að haustinu, og svo sé þetta bölvað staut og vandi. Við skulum athuga þessar helztu mót- bárur. Fyrir 4 árum fékk eg 2 tvævetlur tvílembdar, og áttu þær 4 hrúta. Lömb- in voru nálega jöfn að þyngd undir hvorri á, og svo gehi eg sinn hrútinn undir hvorri. Eg gerði það með hinni nýju töng (Burdissó), sem er farið að nota til þess og er afbragðs verkfæri. Um haustið voru 3 kropparnir 12 y% kg., en einn (annar geldingurinn) 13 kg. En báðir geldingarnir fóru í bezta flokkinn, X-ið, en bræður þeirra í þriðja flokk. Þetta sýnir, að einmitt með þessu var hægt að gera góða vöru úr lélegri, með því að gelda hrútana. livað hinu viðvíkur, þá er það að vísu satt, að betri lömb eru vanalega þar, sem landið er gott, og oft hefir mér dottið í hug, þegar dalabænd- ur eru að koma með hrúta sína, sem vega 20 kg. og þar yfir, að þetta séu fallegir kroppar, feitir og þungir. En þegar farið er að athuga þá, eru þeir miður fallegir í vextinum, svírinn óhemju sver og útlimir stórir, svo að þetta er Uk- ara að sé af veturgamalli kind, heldur en af lambi. Ekki mundi eg geta ímynd- að mér fallegri kroppa, ef þessir þjórar hefðu verið geltir að vorinu, svo miklum breytingum mundu þeir hafa tekið við þá aðgerð, hvað vöxtinn snertir. Og nú skal eg nefna eitt dæmi. Síðastliðið vor báru nokkrar ær hjá mér fyrir mál. Ein átti 2 hrúta. Þegar þeir voru 6 vikna, gelti eg annan hrútinn. Þá voru þeir jafnstórir að sjá og jafnþungir, gelding- urinn aðeins léttari. í haust kom sú gamla með þá báða. Hrúturinn var hrotti stór á velli, en geldingurinn aftur á móti ekki eins stór, en samsvaraði sér miklu bet- ur, þéttur og kökkóttur og dró lagðinn. Eg slátraði þeim báðum. Hrútsskrokkur- inn vóg 18 kg., en geldingurinn 19, og er það einn sá fallegasti lambskroppur, sem eg hefi séð, beinasmár með réttum hlutföllum og sá hvergi í hann fyrir fitu. Þannig gætu stóru hrútarnir orðið, ef þeir væru geltir. Það sýndist eins og þessi kroppur væri af einhverju sérstöku holdakyni, svo ólíkur var hann hinum. Það hittist einmitt svo á, að við gátum sýnt þeim enska, sem þá var hjá okkur, nokkra geldingskroppa. Þarna sagði hann að kæmi kjötið, sem hann hefði ahtaf verið að leita að. Hvað því viðvíkur, að þetta sé staut eða fyrirhöfn, er það vitanlega satt, en hún er svo lítil móts við hagnaðinn, að það er ekki samanberandi, auk þess má athuga í þessu sambandi, að við fáum ekkert fyrirhafnarlaust. Um vandann við að gelda með töng er það að segja, að það er minni vandi en að marka lamb- ið, og eg gæti hugsað langtum sársauka- minna. Eg hefi ekki enn heyrt þann fjár- eiganda nefndan, sem hafi ekki getað markað lömbin sín sjálfur, og þá ætti hann að geta þetta. Það er ekki nema gott um það að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.