Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 18
80
F R E Y R
Reynið að setja kartöflurnar
grunnt.
Tilraunir hafa sýnt það, í ýmsum
löndum, að útsæðiskartöflur eru almennt
settar of djúpt, einkanlega þó ef um
bráðþroska afbrigði er að ræða. Þegar
grunnt er sett spíra kartöflurnar fyr g
ná fyr fullum þroska. Þótt grunnt sé sett
leita ræturnar niður í moldina, en það er
um að gera að hún sé djúpt og vel unnin.
Þótt ráðlegt sé, samkvæmt framansögðu
að setja grunnt, þá má ekki álykta, að
þá sé ekki þörf á að hlúa upp að kart-
öflunum, þegar þær eru komnar upp,
þess er einmitt meiri þörf ef grunnt er
sett. Erlendar tilraunir hafa sýnt, að
uppskeran varð allt að því 20% minni
ef sett var í 12—13 sm. dýpi en þegar
aðeins var sett 6—8 sm.
Óvíst er, hvort hér á við sama dýpi
sem annars staðar, í hlýrra loftslagi, en
ástæða er til að þreifa fyrir sér um þetta
atriði í kartöfluræktinni, fyrst og frem'st
í tilraunastöðvunum, em það getur líka
hver og einn, sem stundar kartöflurækt,
gert athuganir um þetta í sínum kart-
öflugarði, aðeins með því að setja
grynnra í eina röð en aðra og athuga
hver áhrif það hefir á þroskunartíma,
uppskerumagn, stærð kartaflnanna o. s.
frv.
borðinu. Fer þá oft svo, að mold fýkur
af þeim, en þær liggja berar eftir og
grænka af völdum birtunnar og verða
óhæfar til neytzlu og sem verzlunarvara.
En í veg fyrir þetta má einnig koma með
bættri aðhlúningu.
Meira gras
heitir hugyekja um áburð og áhurðarhirðingu eft-
ir Árna G. Eylands ráðunaut, gefin út af Áburð-
areinkasölu ríkisins, á þessu ári.
Bæklingur þessi er rösklega 5 arkir að stærð í
Búnaðarrits broti og hinn vandaðasti að efni og
frágangi. Efnið er um hirðingu búfjáráburðar og
um byggingu haughúsa og fora, en forir kailar
höfundur það, sem venja er orðin að kalla hinum
óþjálu nöfnum þvaggryfjur eða safnþrór. Einnig
er rætt um hvenær, hvernig og hversu mikið skuii
bera á o. fl.
Undanfarin ár hefir höf. gefið út smábæklinga
— mjög gagniega og greinargóða — um notkun
tilbúins áburðar, og hafa einhverjir ef til vill í-
myndað sér, að þar að lyti allur hans áburöar-
áhugi. En með þessu riti er sýnt, að honum er
ekki síður áhugamál, að fræða bændur um þýð-
ingu, meðferð (hirðingu) og notkun búíjáráburð-
arms, enda eiga þeir fyrst og fremst að hugsa
um að gera sér sem mest úr sínum heimafengna
áburði, tii þess að geta sparað áburðarkaupin.
Þá í'yrst, er menn hat'a lært að fara með búí'jár-
áburomn á bezta hátt, sýnir sig réttiiega, hver
hm raunveruiega þörf er til áburðarkaupa, til að
haida ræktaoa iandmu í sæmiiegri rækt, en nú
vantar mikið á, að svo sé, eins og bezt sýnir sig
á því, að enn gefa túnin ekki af sér nema milli
35 og 40 hestburði af ha. En í öllu sæmilegu ár-
ferði ættu þau að gefa af sér miklum mun meira
en þetta. Er í þessu sambandi vel þess vert fyrir
bændur að athuga, hvort þeir hafa ekki, á undan-
förnum árum, lagt ofmikið kapp á að færa túnin
út, en of lítið hugsað um, að rækta vel.
Bændur ættu vel að kynna sér rit þetta og færa
sér vel í nyt ráðleggingar þessar og leiðbeiningar.
Ef þeir gera það, fá þeir áreiðanlega meira gras
af túnum sinum — og spara sér þó áburðarkaup.
í ritinu eru 34 myndir. Því verður útbýtt
ókeypis, á kostnað Áburðareinkasölunnar, með
leyfi landbúnaðarráðherra.
R. Á.
ísafoldarprentsmiSja h.f.