Freyr - 01.02.1938, Side 7
F R E Y R
21
ef mjólkin er orðin „óhrein“, þegar hún
kemur í brúsana. Þessvegna verður að
hafa alla sömu vandvirkni — á viðeig-
andi hátt — um hreinsun á öllu því, sem
mjólkin kemur í einhverja beina eða ó-
beina snertingu við, að því leyti, sem við
verður komið, svo sem t. d. mjólkursigti,
júgur og spenar — Og hendur mjalta-
manns.
Til þess að hreinsa júgur m. m. og
hendur, er ráðlegt að hafa bala, eða ann-
að hæfilegt ílát í fjósinu með klórskola-
vatni eins og áður hefir lýst verið, og er
talið hæfilegt að hafa sem svarar 2 lítr-
um fyrir hverja mjólkandi kú í fjósi.
Rétt áður en mjaltir byrja, eru klútar
til að þvo júgur, og kringum það, látnir
í balann og undnir upp úr klórvatninu í
hvert sinn sem mjaltafatan er tæmd (og
skal ekki vinda klútinn ofan í balann).
Mjaltamaðurinn dýfir þá um leið hönd-
unum í klórvatnið og hreinsar þær þann-
ig. Gæta skal hann þess, að hafa ekki
mjaltafötuna undir júgrinu meðan hann
þvær það, og sé kýrin beinlínis skítug að
neðan, verður að skifta um klút — og má
þá vitanlega ekki láta skítugan klútinn
ofan í balann. (Væri ef til vill bezt að þvo
fyrst sýnileg óhreinindi með sérstökum
klút).
í skýrslu rannsóknarstofunnar er ekki
sýnt hverju munar á gerlamergð í mjólk-
inni, út af fyrir sig, eftir því hvort kýrin
er þvegin neðan eins og hér er frá sagt
eða ekki, en um hendur mjaltamanns er
það að segja, að þegar hann skolaði þær
í dauðhreinsuðu vatni, eftir að hann hafði
mjólkað 3 kýr, án þess að þvo hendur sín-
ar í klórvatni, reyndust að vera 2600000
kím í 1 ccm. af dauðhreinsaða skolavatn-
™, en ef hann hafði þvegið sér í klór-
vatni, þá voru ekki nema 260 kím í 1 ccm.
af dauðhreinsaða vatninu, eftir að hann
hafði skolað hendurnar í því!
Þær hreinlætisaðferðir, sem hér hefir
verið sagt frá, hafa einnig verið reyndar
hjá bændum, undir eftirliti rannsóknar-
stofunnar, og enda þótt árangurinn hafi
eðlilega ekki orðið þar alveg jafnstór-
kostlegur, sem hjá rannsóknarstofunni
sjálfri, þá hefir hann þó orðið svo mikill,
að ekki þykir áhorfsmál að ráða bændum
til að viðhafa þessar aðferðir, og jafnvel
að heimta það af þeim, minsta kosti þeg-
ar þeir selja mjólk frá búum sínum.
Þess skal að lokum getið, að rannsókn-
arstofan telur að nota þurfi daglega 4—5
lítra af klórskolavatni fyrir hverja kú,
eða 60 lítra á dag, þar sem eru 12—15
kýr, og kosti klórkalkið 45 aura kíló-
grammið, verður kostnaðurinn aðeins 2
aurar á dag, ef daglega eru notaðir 60
lítrar. Stofnvökva má búa til t. d. af 1
kg. af klórkalki í senn og hann endist
mánuðum saman.
Sterisol B. gerir svipað gagn en er
margfalt dýrara, og er því eigi ástæða til
að gera sérstaklega grein fyrir árangri
af notkun þess.
Það sýnist vera eðlilegt hlutverk rann-
sóknarstofnunar atvinnuveganna, að
hafa klórkalk til sölu, (annars mun það
fást í lyfjabúðum) og leiðbeina mönnum
um alla meðferð þess og notkun, í því
augnamiði, sem hér hefir verið frá skýrt.
Og læknar landsins — ekki sízt þeir, sem
sérstaklega fást við berklavarnir — og
forstöðumenn mjólkurskipulagsins, ættu
að brýna fyrir mjólkurframleiðendum
þýðingu þessa máls, og hvetja þá og
styðja til réttra framkvæmda, með
glöggum og einföldum leiðbeiningum og
réttlátu mati á mjólkinni, eftir hreinlæti
á heimilunum.