Freyr - 01.02.1938, Síða 10
24
F R E Y R
mönnum vera ljóst, að því minna sem
Karakulblóðið er í ættföðurnum, því ó-
vissari verður árangur blöndunarinnar.
Hreinræktað Karakúlfé er aðallega
svart að lit, þó getur það einnig verið
mórautt og hvítt, og stundum flekkótt.
En þegar talað er um lit á Karakulfé,
þá er átt við lit lambanna, eins og hann
er á þeim nýfæddum, því þegar lömbin
fara að vaxa upp — og aðallega eftir að
kindin er ársgömul — fer liturinn að
lýsast, og lýsist því meira sem kindin eld-
ist, svo að mórauðar og svartar Karakul-
kindur verða gráar eða Ijósgráar að lit,
en aftur á móti dökkna hinar hvítu,
verða bláhvítar eða silfurgráar með aldr-
inum.
Svarti og mórauði liturinn eru líkir að
verðmæti, og verðhæstir, en hvítt og
flekkótt er venjulega verðlítið. Annars
ræður ekki liturinn einn verðmæti skinn-
anna, heldur miklu frekar gerð, vöxtur
og lega háranna. Þannig er verðmæti
skinnanna dæmt eftir gljáa háranna og
þéttleik, lengd og hvernig þau hringa
sig eða leggjast í lokka (krullur).
Að lýsa því hvernig skinnin eiga helzt
að vera, er naumast unt, svo að gagni
sé, og þarf mikla æfingu, til þess að
geta flokkað þau, en sérstaklega er þó
mikill vandi að meta skinnin á lömbun-
um nýfæddum, til þess að geta lógað
lambinu á réttu augnabliki, því á fáum
klukkustundum geta hárlokkarnir breyzt
til hins betra eða verra.
í Þýskalandi hefir reynslan sýnt, að 1.
liðs kynblendingum er bezt að slátra fá-
um klukkustundum eftir burðinn; en í
mörgum tilfellum verður þó að láta ein-
stök lömb lifa 1—3 daga, til þess að
hárlokkarnir fái hina réttu mynd.
Hér skal þess getið, að sú slúðursaga
gengur víða um lönd, að í heimkynnum
Karakulfjárins sé ánum slátrað nokkru
fyrir burðartímann, því þá fáist mun
verðmeiri lambskinn. Sumpart á ánum
jafnvel að vera misþyrmt á ýmsan hátt
eða gefin lyf, til þess að þær láti lömb-
unum fyrir burðinn. Allt er þetta hreinn
uppspuni, enda má mönnum vera það
ljóst, að ef ærnar væru drepnar niður,
þá yrði fjárstofninn ekki lengi að ganga
til þurðar. — En orsökin fyrir þessum
söguburði mun vera sá, að alltaf kemur
eitthvað, og í einstökum árum mikið, af
skinnum af ófullburða lömbum
á heimsmarkaðinn. Flest koma þessi
skinn frá heimkynnum Karakulfjárins í
Asíu. En eins og áður er getið, er féð þar
látið bjarga sér að mestu leyti sjálft, bæði
sumar og vetur, en af því leiðir, að í
flestum árum drepst eitthvað af fé, og í
einstökum árum verður beinn fjárfellir
í sumum héruðum í Turkestan.
Hinar sjálfdauðu ær eru þá að sjálf-
sögðu ristar á kviðinn og þau lambskinn
hirt, er verðmæti hafa. Og víst er um
það, að sum þessara skinna geta haft
mun meira verðmæti en skinn af full-
burða lömbum.
I menningarlöndunum, þar sem með-
ferð fjárins telst fullkomin, koma þann-
ig skinn einnig fyrir í smáum stíl, því allt-
af getur komið fyrir að ær drepist rétt
fyrir burðinn, eða láti lambinu af ein-
hverjum orsökum.
í skýrslu frá „Skipulagsnefnd at-
vinnumála", sem kom út í vetur, er þess
getið, að í Rogalandi hafi verið gerð til-
raun með að slátra ám fyrir burðartím-
ann, og að bezt hafi skinnin reynst af
lömbum, sem voru drepinn 14—17 dög-
um fyrir burðartímann. En þar sem verð-
hæstu skinnin seldust aðeins fyrir 25 n.
kr., þá virðist mér sá árangur ekki glæsi-
legur, endaþótt ærskrokkurinn, og jafn-
vel lambskrokkurinn, hafi selzt einhverju
verði, ef til vill sem refafóður. — Þessi