Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1938, Síða 4

Freyr - 01.09.1938, Síða 4
ÍSO F R E Y R II. verðlaun fyrir sína ritgerð — en I. verðl. hlaut Þórar- inn prófastur Böðvarsson, þá í Vatnsfirði. — I stuttu máli svarar Torfi spurningunni með þessum einkunnarorðum. „Láttu skynsemina stýra öllum heimilisháttum, það styrkir sál og líkama, veitir gleði og ánægju og lengir líf þitt; en leyfðu ekki vananum að draga hana undir ánauðarok sitt, það sljófgar sálina, veikir líkamann, bakar sorg og bágindi, og tekur af þér lífið á miðri leið,‘. Þessi orð ein — og svo rit- gjörðin öll t— sýna, að hér er óvenjulegur unglingur á ferð, og þau kynni fá Húnvetning- ar af Torfa á þessum árum, að hjá þeim vaknar hugur á að koma upp í sýslunni fyr- irmyndarbúi og fá Torfa til að veita því forstöðu. Verð- ur það þá að ráði að Torfi fari til Skotlands, til þess að búa sig und- ir bússtjórnina, en fyrst þurfti hann að búa sig undir Skotlandsferðina. Hann fer því til Reykjavíkur, sumarið 1865 og er þar næsta vetur, fær tilsögn í ensku hjá Oddi Gíslasyni, síðar presti, í dráttlist hjá Sig. Guðmundssyni, mál- ara og í reikningi hjá Halldóri kennara Guðmundssyni. v— Kvað Halldór hafa látið svo um mælt, að aldrei hefði hann kennt skilningsbetri unglingi né kapp- samari við nám. Með þenna undirbúning fer svo Torfi til Skotlands vorið 1866 og var þar þá í 3 misseri, en alls mun hann hafa ver- ið um 5 misseri í Skotlandi. Ekki gekk hann þar í neinn skóla, heldur vann á búi og við smíðar. Á þessum misserum skrifar hann, fyrir áeggjan Jóns Sigurðs- sonar, Bréf (3) frá Skotlandi, er birtust í Nýjum félagsritum 1867. Um þessi bréf hefir Björn ritstjóri Jónsson haft þau orð:---------„og er margt óþarfara við pappír og prentsvertu gert nú um stund- ir, en að prenta þá grein upp í heilu líki“. Mér virðist að út úr bréfunum megi í rauninni lesa stefnuskrá Torfa, þá sem hann helgaði alla sína miklu starfskrafta upp frá því, til hárrar elli — með fullri trúmennsku, framúrskarandi dugnaði og ofurkappi, sem hann beitti við sjálfan sig — svo að hann hefði með fyllsta rétti Torfi Bjarnason.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.