Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1938, Síða 7

Freyr - 01.09.1938, Síða 7
F R E Y R 133 hólmi vorið 1879, ákvað amtsráðið að koma á fót skóla þeim, er það nefndi „búnaðarkennslustofnun Vesturamtsins“ og skyldi hann standa fyrst um sinn í Ól- afsdal, og ég tókst á hendur kennslu og aðra umsjón. Hét þá amtið að útvega mér 1000 kr. styrk til undirbúnings. Að fengnu samþykki landshöfðingja gjörði ég nauðsynlegan undirbúning og kennsla byrjaði vorið 1880“. Reglugj. segir, að tilgangur skólans sé, „að kenna ungum mönnum verkalega og bóklega þau störf, er snerta jarðrækt, auka þekkingu þeirra og áhuga á fram- förum í landbúnaði og venja þá við verk- legan dugnað“. Kennslutíminn skyldi vera 2 ár og sá sem fyr fer, án gildra orsaka, borgar aft- ur þann styrk, sem greiddur hefir verið með honum. Fyrstu tvö árin var þessi styrkur 200 kr. með hverjum sveini fyrra árið og 100 kr. hið síðara, en var úr því 250 kr. og 150 kr. Árslaun Torfa voru fyrstu árin 650 kr., en voru svo hækkuð upp í 800 kr. og meiri laun fékk hann aldrei. [Lærisveinar skyldu taka þátt í öllum heimilisstörfum, þó með þessum undan- tekningum: Kennarinn má eigi hafa þá til ferðalaga lengur en svarar viku á sumri og aðra á vetri hvern, ekki við torfristu lengur en viku á sumri hvern, nema þau tilheyri jarðabótum eða öðru, sem er sérlega eftirbreytnisvert og piltar vinna fúslega. Ekki mátti ætla þeim skepnuhirðingu á sumri, en innanhúss skepnuhirðingu mátti ætla þeim frá veturnóttum til 14. maí, þó eigi meiri en svaraði hálfu verki fullorðins manns. Við heyvinnu skyldu þeir ekki vinna lengur en 3 vikur á sumri, og ekki mátti lána þá út af heimilinu, nema til jarðabótastarfa undir leiðbein- ingum kennarans, Frá veturnóttum til sumarmála skyldi tímanum einkum var- ið til bókiðna og eigi minna en 30 stund- ir á viku. Nem. skyldu fááskólanum fæði, þjónustu, ljós, skóklæði, sokka og vetl- inga til slits. Verklega kennslan skyldi einkum fólgin í plægingu, þúfnasléttun, vatnsveitingum, framræslu, matjurta- rækt, ræktun sáðjurta til fóðurs, að hirða áburð, gera girðingar, sprengja grjót, að- stoða við smíðar, land- og hallamæling- ar. Bóklegar námsgreinir voru í fyrstu: efnafræði, jarðræktarfræði, grasafræði, um áburð, um vatnaveitingar, um bún reikninga og dráttlist. Eftir 2 fyrstu ár- in var bætt við húsdýrafræði og eðlis- fræði. Á sumrum var vinnutími frá kl. 7 að morgni til 9 að kvöldi vor og haust, en til kl. 10 um sláttinn — með venjulegum matmálshvíldum. Á vetrum unnu piltar fyrst 5 en síðan 2—4 stundir um miðjan daginn við hirðingu stórgripa, grjótvinnu og smíðar, sumir í smiðju með Torfa en aðrir við amboð, aktýgi, herfi, hestarek- ur, ristuspaða og kerrur, að öðru en járn- smíðinni, sem vitanlega fór fram í smiðj- unni — allt undir leiðbeiningum og eftir fyrirsögn Torfa.] Það má virðast undarlegt, að Torfi skyldi flytja frá Varmalæk — góðri jörð í ágætu landbúnaðarhéraði — að Ólafs- dal, afskekktum stað og lítilli jörð, þegar hann kom þangað. En hann vildi ekki vera í þjóðbraut, vegna gestagangs, sem því fylgdi — því gestrisni þeirra hjóna var framúrskarandi og lagði mikil aukastörf á húsfreyjuna, sem brátt þurfti að annast vaxandi barnahóp. Og ekki er ólíklegt að Torfa hafi langað til að sýna, að jafnvel rírar kotjarðir mátti gera að stórbýlis kostajörðum. Þegar búnaðarskólarnir voru að rísa upp, voru þær raddri uppi, að ekki ætti að setja þá á kostajarðir, því að þá gætu þeir

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.