Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1938, Qupperneq 13

Freyr - 01.09.1938, Qupperneq 13
F R E Y R 139 félagsstjóri í Salthólmavík. Auk sinn'a barna ólu þau Ólafsdalshjónin upp 10 fósturbörn — 4 aS öllu, 6 að nokkru leyti. Torfi dó 24. júní 1915, nærri 77 ára, en Guðlaug, sem var 7 árum yngri en hann dó 20. maí í fyrra, komin á tíræðis- aldur. Hún bjó í Ólafsdal til dauðadags með yngsta syni þeirra hjóna, Markúsi. ★ Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við hjónin í Ólafsdal, og hún á eftir að heiðra minningu þeirra eins og verðugt er. Hver þjóð vex af því, að heiðra minn- ingu þeirra ágætis sona og dætra, sem hún er svo lánsöm að eignast. Og hjónin í Ólafsdal voru sannarlega í þeim hóp, meðal okkar íslendinga! Saga Torfa hefir verið sögð í stórum dráttum í Andvara, af einum nemenda hans, Grímúlfi Ólafssyni, en það er eft- ir að skrifa þá sögu, sem Þórhallur Bjarnason gerir ráð fyrir, þegar hann segir: „Þegar Torfi er fallinn í valinn, verður sögð saga hans, sem um leið verður bún- aðarframfarasaga landsins um 30 ára skeið. Maklegt lof fær hann þá, í minn- ingu þjóðarinnar. Verður honum þá, er frá líður, eigi til ámælis, að hann var trúarsterka barnið, sem eigi mundi eftir sjálfum sér“. Ég vil bæta því við, að þegar sú saga hefir verið skráð, með sannindum, og ,,hægri höndinni“ hans gefið það sem henni ber, þá fyrst sér þjóðin Torfa í Ól- afsdal í fullri og réttri stærð.* Metúsalem Stefánsson. * Erindi þetta flutti é" í útvarpi — eins og sjá má af upphafi þess — 28. ág;úst s. 1. Gert hefi ég; á því lítilsháttar orSahreytingar 02: það sem í t ] er sett var ekki í útvarpserindinu, en mér þótti rétt a<5 taka það með, af því að mörgum fer að fymast — og hinir yngri vita ekki — hvemig haga skyldi kennslu í búnaðarskólunum gömlu og í Ólafsdal sérstaklega. Höf. Halldór Pálsson sauðf járræktarráðunautur, doktor í landbúnaðarvísindum. Freyr hefir áður skýrt frá námi Hall- dórs Pálssonar í landbúnaðardeild há- skólans í Edinborg og með hve miklum ágætum hann lauk þar prófi fyrir tveim- ur árum, og að því búnu vann hann verð- laun í samkeppnisprófi, en verðlaunin voru 150 pund^terling á ári í tvö ár, til framhaldsnáms í landbúnaðajrvísindum við einhvern háskóla. Nú hefir Halldór Iokið því námi, og hlotið doktorsnafnbót við háskólann í Edinborg, fyrir ritgerð mikla, er hann hefir samið um rannsóknir þær, er fram- haldsnám hans einkum beindist að. Rit- gerðin heitir á ensku: „MEAT QUALITY, IN THE SHEEP, WITH SPECIAL REFERENCE TO SCOTTISH BREEDS AND CROSSES“. Þ. e. Gæði kindakjöts, einkum skozkra fjárkynja og kynblendinga. Fyrra árið, sem Halldór var við fram- haldsnámið dvaldi hann mest við bú- fjárræktarstofnun háskólans í Edinborg (The Animal Breeding Institut), en einn- ið dvaldi hann þá um tíma við lífeðlis- fræði- og fóðurrannsóknardeildir land- búnaðardeildar háskólans í Cambridge og þar dvaldi hann allan s.l. vetur. Voru fullkomnari vinnuskilyrði fyrir hann þar en í Edinborg. — Bæði þessi ár hefir hann gegnt að nokkru leyti ráðunauts- starfi í sauðfjárrækt hjá Búnaðarfélagi íslands, og tók hjá því fasta ráðningu sem fjárræktarráðunautur 10. nóvember 1937. Heim kom hann í byrjun ágúst- mánaðar, og hafði þá verið um þrjár vik- ur á ferð um Danmörku, Noreg og Sví- þjóð, og einkum heimsótt þar skóla og tilraunastöðvar, sérstaklega í Svíþjóð.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.