Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1938, Page 15

Freyr - 01.09.1938, Page 15
FRÉYR 141 orsritgerð hans verði gefin út á íslenzku í heild, en hinsvegar má búast við að hann birti hér, áður en langt um líður, það úr henni, sem mestu varðar fyrir framleiðendur, kjötmatsmenn og neyt- endur að vita. Halldór Pálsson er fyrsti íslendingur (nema ef vera skyldi í Ameríku), sem hlotið hefir doktorsnafnbót í búvísindum. Má nærri geta að honum standa nú margar leiðir opnar, eftir svo glæsilegan námsferil, sem hann á. En vonandi er að Búnaðarfélag Islands — og Rannsókn- arstofnun atvinnuveganna, — beri gæfu til að njóta hans vel og lengi fyrir ís- lenzkan landbúnað. Freyr býður hann velkominn til starfa og þykir ástæða til að minna um leið á það sérstaklega, hversu giftudrjúgt varð starf þess manns — Torfa Bjarnasonar —, sem fyrir rúml. 70 árum sótti undirbúning undir lífsstarf sitt í þjónustu landbúnaðarins til Skotlands. Verður ekki á betra kos- ið en að þvílík gifta megi fylgja starfi Halldórs Pálssonar fyrir ísl. landbúnað. Dr. phil. Halldór Pálsson er fæddur 26. apríl 1911, að Guðlaugsstöðum í Blöndudal, sonur Páls Hannessonar bónda þar (bróður Guðm. próf. Hannes- sonar) og konu hans Guðrúnar Björns- dóttur Eysteinssonar í Grímstungu. Hann byrjaði nám í menntaskólanum á Akur- eyri 1928 (þá gagnfr.skóla) og lauk gagnfræðaprófi vorið 1930. Hóf svo nám í máladeild sama skóla um haustið, en fór veturinn eftir suður, gekk í stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þar vorið 1933. Hann er alinn upp í sveit, við stórt og gott fjárbú og hefir jafnan unnið í sveit á sumrum, svo sem frekast hefir sam- rýmst bóknámi hans. Fé hefir hann átt frá barnsaldri — og á enn. Ferðaþættir. I. Fjórða landbúnaðarnámskeið „Norræna félagsins“ (Foreningen Norden). Þann 16. júní síðastliðinn fór undir- ritaður utan með e.s. Lyra, til þess að taka þátt í landbúnaðarnámskeiði Nor- ræna félagsins, sem haldið var í Noregi 25. júní til 2. júlí og fundi Norrænna bú- vísindamanna, sem haldinn var í Uppsöl- um í Svíþjóð 4.—8. júlí. Samtímis var að- alerindi mitt að kynnast nýungum í loðdýrarækt. I námskeiðinu í Noregi tóku þátt: 23 Danir, 30 Norðmenn, 28 Svíar, 1 Finni og 2 íslendingar: form. Búnaðarfélags Islands Magnús Þorláksson, Blikastöð- um og undirritaður. Námskeiðið hófst laugardaginn 25. júní í Oslo. Setti landbúnaðarráðherrann norski mótið, en strax á eftir flutti bún- aðarmálastjóri Norðmanna, 0. T. Bjanes, ágætan fyrrilestur um norskan landbún- að almennt. Vil ég benda þeim, sem á- huga hefðu fyrir því að kynna sér þetta efni, að útvega sér bók, er heitir Nor- wegian agriculture eftir 0. T. Bjanes, og gefur mjög skýrt ^firlit yfir norskan landbúnað. Seinna þenna sama dag var öllum þátttakendum sýnd mjólk- uryinnslustöðin í Oslo, en hún vinnur alla mjólkina fyrir höfuðstað Norðmanna á svipuðum grundvelli og mjólkurstöðin 1 Reykjavík gerir fyrir bæinn hér. — Mjólkurstöðin er að miklu leyti nýbyggð og hefir hinar fullkomnustu vélar og á- höld. Bændum er öllum, sem senda mjólk til stöðvarinnar, greitt sama verð fyrir samskonar mjólk að frádregnum flutn- ingskostnaði. Seinna sama dag var hin

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.