Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1938, Síða 16

Freyr - 01.09.1938, Síða 16
142 F R E Y R mikla iðnaðarsýning. „Vi kan“ skoðuð af þátttakendum námskeiðsins. 26. júní var sunnudagur, voru þá skoð- aðar gamlar norskar byggingar á safn- inu á Bygdö, sömuleiðis gömlu víkinga- skipin, sem fundist hafa í gömlum kon- ungagröfum, ,,Fram“, skip Friðþjófs Nan- sen o. fl. — Þá var skoðaður búgarður norsku krónprinshjónanna „Skaugum". Þar sá ég það fínasta fjós, sem ég hefi séð, veggir allir og stoðir lagðir hvítum postulínsflísum til % vegghæðar og í sjálfu fjósinu postulínshandlaugar með heitu og köldu vatni fyrir starfsfólkið að þvo sér úr. Hreinlæti virtist vera á mjög háu stigi og gripirnir hinir fallegustu. Annað, sem vakti sérstaka eftirtekt mína var að garðyrkjumaðurinn á staðnum hafði ræktað kartöflur í vermireit, hituð- um með rafmagni, fengið þær sölu- hæfar í apríl og selt nokkuð af þeim fyrir 4 kr. kílóið. Þá var heimsóttur Statens smábruker- lærerskole í Asker. Þessi skóli er eins- konar landbúnaðarháskóli fyrir þá, sem gerast vilja kennarar á hinum svökölluðu smábændaskólum í Noregi og fyrir þá, sem gerast vilja leiðbeinendur fyrir smá- bændur. Skólinn liggur í frjósömu hér- ali á Foldinni skammt frá Óslo. Nokkur landbúnaður tilheyrir skólan- um, þó ekki allstór. Er þar rekin all- fjölbreytt jarðrækt og búfjárrækt. Þar er allstórt silfurrefabú. Virtist mér silf- urrefabúið vekja einna mesta athygli gestanna. Á þessum skóla voru nú fjór- ir Islendingar. Áður en farið var frá Sem gaf skólinn öllum gestum mjög myndar- legan miðdegisverð. Mánudaginn 27. júní lögðu allir þátt- takendur af stað til Rjúkan, í heimsókn til Norsk Hydro, er tók á móti gestunum með sérstakri alúð og rausn. Var farið með bílum frá Oslo og kostaði Norsk Hydro alla ferðina þaðan til Rjúkan, og til Notodden daginn eftir. í Rjúkan sýndi Nielsen forstjóri hinar stórkostlegu verksmiðjur, sem framleiða köfnunarefnisáburð úr loftinu. Raf- magnsstöðvarnar í Rjúkan framleiða um 400.000 hestöfl. Það væri fullkomin á- stæða til þess að rita sjerstaka og langa grein um Rjúkan, því þar hlýtur hver maður, sem sér þau stórkostlegu mann- virki og verksmiðjur, að stansa í undrun frammi fyrir teknik nútímans og óhemju- legum mætti náttúruaflanna. I Rjúkan var öllum veittur beini svo skörulegur að vart er hugsanlegt að hægt sé að gera það myndarlegar. Eftir að hafa skoðáð verksmiðjur Norsk Hydro eins vel og tími vanst til, komu þátttakendur að kveldi þess 28. júní til Skien, bær á Foldinni, með um 20 þúsund manns. Borðuðum við þar í myndarlegu samsæti um kveldið og gist- um þar um nóttina, allt í boði bæjar- stjórnar. Morguninn eftir fórum við það- an og skoðuðum hvalasafnið í Sande- fjord og hinar stórkostlegu verksmiðjur „Nordisk Aluminiumindustri“ í Holme- strand. Gaf verksmiðjustjórnin mat- veizlu fyrir þátttakendur námskeiðsins og veitti af hinni mestu rausn og gest- risni. Framh. H. J. H. Búnaðarfélag Mýrarhrepps. 50 ára. Sunnud. 19. júní 1988 minntist Bún- aðarfélag Mýrahrepps í Vestur-ísafjarð- arsýslu 50 ára afmælis síns með sam- komu í héraðsskólanum á Núpi. Samkomuna sóttu um 60 búnaðarfé- lagsmenn og konur þeirra og 14 boðs- gestir.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.