Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1939, Page 9

Freyr - 01.01.1939, Page 9
F R E Y R 3 allra, sem skepnur hafa undir höndum. Ef þess er gætt, fer saman mannúðleg meðferð á skepnunum og að þær færa björg í bú. Hér hefir eingöngu verið minnst á glöggskyggni og þekkingu Theodórs á hestum, en svo var einnig um aðrar bú- fjártegundir. Theodór hafði sérlega glöggt auga fyrir sauðfé, og gætti þar sömu þekk- ingar og skilnings og áður hefir verið lýst gagnvart hrossunum. Annað aðalstarf Theodórs hjá Búnaðar- félagi Islands, var eftirlit með starfi fóð- urbirgðafélaga. Heimildarlögin um stofn- un fóðurbirgðafélaga eru frá 1919, eða þau voru sett um sama leyti og Theodór kemur að Búnaðarfélaginu. Hann hefir því manna mest mótað þann félagsskap. Hann var kröfuharður til bænda um það, að sá félagsskapur væri ekki nafnið tómt, hann krafðist þess að skýrsluhald væri í bezta lagi, og öllum reglum framfylgt til hins ýtrasta. Þetta varð til þess að fé- lagsskapur þessi útbreiddist hægar, en ef slakað hefði verið á kröfunum. — Ýmsir óskuðu, að það væri gert, en Theodór hélt hinu fast fram og taldi nóg til af alls kon- ar hálfdauðum félagsskap. En Theodór trúði því, að með stofnun fóðurbirgðafé- laga mætti, betur en á annan hátt, fyrir- byggja fóðurskort og horfelli. Þess vegna þótti honum hægt ganga að fá bændur til þess að fylkja sér þar saman til starfa. Síðustu árin sá hann fyrst verulega miða áfram í þessu efni. 1 árslok 1938 voru stofnuð fast að 70 félög, eða því nær í þriðja hverjum hreppi. Sá árangur hefir náðst fyrir hyggindi og þrotlausa baráttu Theodórs Arnbjörnssonar, og það er sér- staklega ánægjulegt, að Theodór skyldi auðnast að ná sigri á þessu sviði, áður en hann féll frá. Hann fylgdi þróun þessa félagsskapar af miklum áhuga. Með bréfa- skriftum, og á annan hátt, var hann í stöð- ugu samabandi við eftirlitsmennina og leiðbeindi þeim og ráðlagi. Þá gegndi Theodór gjaldkerastörfum hjá félaginu nokkur síðustu árin. Það starf rækti hann með afbrigðum vel. Öll bók- færsla var ávallt í fullri reglu og þess gætt að allt væri rétt. Við störfuðum sam- an á skrifstofu félagsins meira en þrjú árin síðustu. Varð mér samstarfið við hann og maðurinn sjálfur þess kærari, því lengur sem við kynntumst. Theodór var prýðilega að sér í íslenzkri sögu og bókmenntum. Notaði hann tóm- stundir sínar til þess að kynna sér hitt og annað, varðandi þau efni. Ég vissi, að nú í vetur vann hann að mjög merkileg- um athugunum í sambandi við jarðabók Árna Magnússonar. Hefði Theodór sómt sér hið bezta sem fræðimaður og kennari í íslenzkum söguvísindum. Theodór Arnbjörnsson var á ýmsa lund óvenju heilsteyptur og mikilhæfur maður. Hæfileikar hans voru miklir og hann hafði tamið skapgerð sína svo af bar. Hann var skapmikill og lítt fyrir það gefinn að láta hlut sinn, ef á hann var leitað, en þess varð sjaldan vart, að hann skipti skapi, svo hafði hann þjálfað lund sína og stælt vilja- þrek sitt. Theodór hafði yndi af því að rniðla öðrum. Hann hafði yndi af því að hafa gesti á heimili sínu. Hefir hvergi verið tekið með meiri hlýju og innileik á móti mér, en á heimili þeirra hjóna. En Theodór var veitull víðar en sem gfest- gjafi. Hann hafði yndi af því að greiða götu annara, þótt honum væru ekki vanda- bundnir. Grunur minn er sá, að það sé ekki svo lítið, sem Theodór lét af hendi ralcna til manna, er voru í þrengingum, en það var gert á þann yfirlætislausa, en fagra hátt, að láta eigi hina vinstri hönd vita, hvað sú hægri gerði. Þeim hjónum varð eigi barna auðið, en tvö börn tóku

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.