Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1939, Síða 11

Freyr - 01.01.1939, Síða 11
F R E Y R 5 sumarsins vel í meðallagi, því að hey- gæðin bæta það upp, sem sumstaðar kann að skorta á heyjamagnið (einkum ( á nyrstu oddum landsins). — Fyrir garðræktina var sumarið óhag- stætt, einkum norðanlands og austan. Voryrkjan )byrjaði snemma, eins og þegar er sagt, en vegna vorkuldanna, sem síðar komu, eru talin dæmi til þess, að útsæði hafi verið tekið upp aftur. Þar við bættist, að í næturfrostum um 20. ágúst, gjörféll kartöflugras víða norðanlands og austan, svo og í upp- sveitum sunnanlands. Mild haustveðr- átta bætti nokkuð upp kalt vor og sum- ar framan af, þar sem grasið var þá ekki fallið, og í lágsveitum sunnanlands, og á Vesturlandi víða, er talið að upp- skera hafi orðið í meðallagi. Eftir því sem nú verður ráðið um kartöfluuppskeruna, af þeim skýrslum sem komnar eru, þykir mega gera ráð fyrir, að hún hafi orðið um 60 þús. tn. Hefir hún raunar aldrei orðið meiri, nema árið 1936 — þá 75 þús. tn. — en nú var áreiðanlega stofnað til meiri kartöfluræktar en þá. Uppskera af gul- rófum mun hafa orðið í meðallagi, en í gulrófnaræktinni er enginn vöxtur, frá ári til árs, svo teljandi sé. Ræktun græn- metis fer vaxandi almennt í landinu og verður fjölbreyttari, en engar skýrslur liggja fyrir um afraksturinn. Við jarðhita, bæði úti á bersvæði og í gróðurhúsum, fer garðrækt hraðvax- andi, mest sem sjálfstæður atvinnu- rekstur, og telja þeir, sem því máli eru kunnugastir, að verðmæti þessarar fram- . leiðslu hafi á s.l. ári numið um 400 þús. kr. Af tómötum nam framleiðslan um 40 tonnum. Allmiklir kvillar voru í görðum s.l. sumar, og vísast um það til greinar Ing- ólfs Davíðssonar hér í blaðinu í vetur. Sauðfé gekk vel fram , ,°1. og fékk snemma vorgróð- burjararuroir. ur eins og áður er sagt. Vegna veðráttufarsins var gróður í vexti langt fram á sumar, einkum til fjalla, og því hafði sauðfé nýgræðing mikinn hluta sumarsins og varð óvenju- lega vænt til frálags, svo sem sjá má síðar af grein P. Z. hér í blaðinu. Bæði þar og áður hér í blaðinu hefir verið bent á atriði, er helzt má ætla að valdi væn- leika fjárins og vísast hér til þess. Til sölu, innanlands og utan, var slátrað um 352,6 þús. dilkum og um 20 þús. af fullorðnu fé. Kjötmagnið af þessu fé varð nálega 5500 tonn, þar af var saltað fyrir erlendan markað í 7000 tn. og fryst 2200'—2300 tonn. Verð á saltkjöti, útfluttu, var um 110 kr. norskar tunnan, en það er um 10% hærra en 1937. Hinsvegar lækkaði verð á ísl. freðkjöti á brezkum mark- aði um sem næst 10% ofan í ca. 90 aura á kgr., en á Norðurlandamarkaði seldist nokkru betur. Saltkjötið seldist svo að segja allt fyrir áramót, en þá var um helmingur óseldur af freðkjöt- inu, sem sérstaklega var ætlað til út- flutnings. Á innlendum markaði lagði kjötverð- lagsnefnd sama verð á kjöt sem 1937 og vísast um það til 1. tölublaðs Freys 1938. Ull, sem fram var boðin á erl. mark-i aði seldist öll, en verðið var um 12% lægra en árið áður, eða um kr. 2,50—2,70 kg. á fyrsta flokks ull. Gærur seldust einn- ig, en veriðið — sem 1937 var um kr. 1,80 á kg. — var nú ekki nema um kr. 1,55. Verðlag á mjólk og mjólkurafurðum á innlendum markaði, hefir haldist ó- breytt, en mjólkurframleiðslan hefir aukist til muna. Árið 1937 tóku mjólk- urbúin alls á móti 15,57 millj. 1. mjólk- ft.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.