Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1939, Page 13

Freyr - 01.01.1939, Page 13
F R E Y R 7 litbrigði má fá með smekkleg'ri sam- kembingu sauðarlitanna. Til saman- burðar voru nokkur sýnishorn af norsk- um og færeyzkum ullariðnaði, og þau sönnuðu það — og það er ekki sagt þeim til hnjóðs, heldur okkur til áminn- ingar — að við sækjum algerlega að óþörfu ýmsan ullariðnað til annara landa, sem íslenzkar hendur eru full- færar að vinna svo, að vel megi við una. Enn er þess að geta um sýningar, að Loðdýraræktarfélag íslands hélt 8 refa- sýningar, bæði á silfurrefum og bláref- um. Alls voru sýndir 651 silfurrefir og 75 blárefir og verðlaun hlutu 533 silfur- refir en 53 blárefir. Dómarar á þessum sýningum voru Ole Aurdal — vanur dómari frá Noregi — og H. J. HóIith járn ríkisráðunautur í loðdýrarækt. MæSiveiki o. fl. Þessi illvíga veiki, sauSfjár- sem nú í 4—5 ár hefir sjukdomar. yerið að breiðast út um landið, heldur enn áfram að teygja klær sínar út fyrir þær varnarlínur, sem settw ar hafa verið með girðingum, er ætlað var að gætu hindrað útbreiðslu hennar, og efalaust hafa þær ráðstafanir tafið fyrir útbreiðslunnl, þótt ekki hafi þær reynst fullöruggar. Eru nú takmörk veikinnar að austan norðanlands við Héraðsvötn, en sunnanlands við Þjórsá. Á Vestfjörðum hefir verið sett varnar- girðing milli Steingrímsfjarðar og Þorskafjarðar, einnig yfir Snæfellsnes og Reykjanes, en ekki hafa þessar girð- ingar veitt fullkomna vörn gegn út- breiðslu veikinnar. Jafnhliða girðingum, og annari vörzlu á jaðarsvæðunum, er og reynt að stemma stigu fyrir út- breiðslu með niðurskurði. Þar, sem veik- in hefir lengst verið er hún nú í rénun — búin að drepa það af fénu, sem veikast var fyrir — og á nýjum svæð-j um er hún talin vægari nú en áður. Af þessum ástæðum má nú telja víst, að horfið verði frá því ráði, sem átti tölu- vert fylgi í fyrra, að grípa til allsherj- ar niðurskurðar á sýktu svæðunum. Rétt er að benda á, að Guðmundur læknir Gíslason, sem vinnur með pró- fessor Dungal að rannsóknum á veik- inni, hefir skrifað ítarlega grein um hana í Búnaðarritið, sem nú er nýkom- ið út, en hún mun þó á miðju s.l. ári hafa verið send bændum í sérprenti, svo þeir hafa fengið tækifæri til að kynna sér ritgerðina, og hafa fengið af henni gleggri hugmynd en áður um útbreiðslu og háttu veikinnar. Hafi mæðiveikin borist hingað með karakúlfénu, — og flestir munu nú telja það fullvíst — þá má nú segja um þann innfluttning, að þar væri ekki „ein bár- an stök“, því að nú er komin hér upp önnur, áður óþekkt fjárpest hér á landi, sem ekki virðist geta Ieikið vafi á, að borist hafi hingað með karakúlfénu. Pest sú, sem hér er um að ræða er nokkurskonar uppdráttarveiki og kall- ast á ensku Johnes disease. Ásgeir Ein- arsson fann hana á Austurlandi í haust, og nú er vitað að hún er í Vallahreppi og í Breiðdal í S.-Múlasýslu í Vopnafirði, í Hjaltadal og í Gnúpverjahreppi, og má í öllum þessum sveitum rekja hana til bæja, sem karakúlhrútar hafa verið á. Með serumrannsókn má finna hvort fé er með þessa veiki. Er nú verið að rannsaka það og sýkt fé verður skorið niður. I S.-Þingeyjarsýslu hefir orðið vart við nokkurskonar kýlaveiki í sauð- fé á nokkrum stöðum — og mun vera óþekkt hér áður. Jar'Sabætur, byggingar o. fl. Jarðabótastyrkur sá, er útborgaður var s..l ár, fyrir jarðabætur mældar 1937, nam um 537,5 þús. kr. samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna, en jarða-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.