Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 14

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 14
8 F R E Y R bætur á þjóð- og kirkjujörðum námu til afgjaldsgreiðslu 30,5 þús. kr. Skýrsl- ur um jarðabætur mældar 1938 eru ekki fullgerðar, en líkur benda til, að þær hafi verið svipaðar og hið fyrra árið, og verður þá styrkurinn hærri, vegna aukastyrks, sem nú verður veitt- ur fyrir jarðabætur bænda á mæðiveiki- svæðunum. Tekjur Verkfærakaupasjóðs urðu 60 þús. kr. og styrkveitingar úr sjóðnum námu kr. 57284.50. 1 Til endurbygginga í sveitum — og að langmestu leyti til endurbyggingar í- búðarhúsa — hafa lán og styrkir s.l. ár numið þessum fjárhæðum, í þúsundum króna: 1937 1938 Úr Byggingarsjóði 208 356 — Ræktunarsjóði 157 194 — Endurbyggingarsjóði 50 120 Samtals 415 670 Fjárveitingar Endurbyggingarsjóðs er styrkur, hitt eru lán. Teiknistofa landbúnaðarins telur að þessar fjárhæðir nemi sem næst hálfum byggingarkostnaðinum, og ættu þá byggingarnar allar að hafa kostað um 800 + 1300 þús. kr. Síðara árið voru það um 200 íbúðarhús, sem nutu þessara fjárveitinga og byggingarkostnaður hef- ir verið að meðaltali (fyrir steinhús og það eru þau flest) um 8000 kr. Það sem á milli ber um heildarupphæðina, sam- kvæmt þessu, stafar af því, að sum húsin eru ekki fullgerð og fjárveitingum til þeirra þá heldur ekki lokið. Síðan Ný- býlasjóður tók til starfa 1936 og til síð- ustu áramóta hefir úr honum verið veitt lán og styrkur til 200 nýbýla, alls um 830 þús. kr., þar af lán kr. 400 þús., hitt styrkur. Hefir sennilega aldrei ver- ið meira byggt í sveitum en nú, síðustu árin. Loðdýralánadeild Búnaðarbankans, sem tók til starfa haustið 1937, hafði nú um áramótin veitt 41 lán, alls kr. 103970. Af jarðræktarframkvæmdum má nefna sérstaklega, framræslu og áveitu í Safamýri og framræzlu Arnarbælisfora í Ölfusi. Þessum framkvæmdum er ekki lokið, en að þeim fullgerðum má vænta mikils árangurs og góðs, og búast má við að á þessum stöðvum rísi upp ný- býli, þegar verkin koma í gagnið til fulls. — 1 notum sérstakra styrkveitinga, til að koma upp gróðurhúsum við jarðhita á mæðiveikisvæðinu, hafa verið reist nokkur gróðurhús á árinu. Samkvæmt skýrslu Búreikningsskrif- stofunnar, um niðurstöður búreikninga árið 1936, hafa búin (39 tals) skilað 5,86% í rentu af fjármunum landbún-i aðarins. Mun mörgum bóndanum þykja sú niðurstaða með ólíkindum. Verður síðar vikið að þessu sérstaklega hér í blað- inu. Unnsteinn Ólafsson, kandidat í garð- yrkjufræðum, var á árinu skipaður skóla- stjóri garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölf- usi, sem tekur til starfa nú á öndverðu ári — og dr. Halldór Pálsson tók til fulls við starfi sínu sem sauðfjárrækt^ arráðunautur. Af bókum, varðandí landbúnað — auk þeirra sem um hefir verið getið hér í blaðinu áður — hafa blaðinu bor- ist þessar bækur: Búnaðarritið 52. árg.,: Járningar, eftir Theódór Arnbjörnsson, Bændaförin, eftir Ragnar Ásgeirsson, Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands, 35. árg.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.