Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1939, Page 15

Freyr - 01.01.1939, Page 15
F R E Y R 9 Sauðf jdriækt. Eftir dr. Halldór Pálsson. I. Islenzka sauðféð hefir haldist því nær óblandað öðrum fjárkynjum síðan landið byggðist. Það tilheyrir hinu Norður-Evróp- iska fjárkyni, sem enn er við líði í Rúss- landi, Finnlandi, Færeyjum, Shetlandseyj- um, Svíþjóð og Noregi, þótt sumsstaðar sé það mjög blandað öðrum fjárkynjum, t. d. í Noregi. Landnámsmennirnir hafa flutt féð með sér til Islands frá Noregi. Síðan hafa að vísu alloft verið fluttar kindur til landsins, en áhrifa þeirra gætir mjög lítið. Merinofé var flutt til landsins um 1760r og ef til vill oftar, til þess að bæta ullarfar fjárins. Er líklegt, að sú kynblöndun hafi ekki haft mikil varanleg áhrif, bæði vegna þess, að fjárkláðinn fluttist til landsins með þessu fé ög einnig þrífst Merinofé ekki nema í heitum, þurrviðrasömum lönd- um, enda sjást nú engin einkenni Merino- fjár hér á landi. Það er fullyrt, að Bogi Benediktsson á Staðarfelli hafi flutt inn nokkrar kindur til kynbóta. Allar líkur eru til þess, að þær hafi verið af Cheviot kyni. Páll Stefánsson frá Þverá telur líklegt, að þær hafi verið af Cheviot kyni, og þeir bræður, Hallgrímur og Jón Þorbergssynir telja, að þær muni hafa verið af Cheviot eða Leicesterkyni. Nokkurra áhrifa frá þessu fé gætir enn í því afbrigði, sem Kleifafé er kallað. Árið 1878 var fluttur hrútur frá Dan- mörku að Veðramóti í Skagafirði. Hann var af Oxford Down kyni, en hvort hann hefir verið hreinræktaður, veit enginn með vissu. Margir hrútar voru aldir upp undan þessum innflutta hrút og seldir um Skaga- fjörð, Húnavatnssýslur og víðar um Norðurland. Gafst það fé allvel um tíma, var afurðamikið en því miður ekki að sama skapi þolið. Frá þessum hrút er mó- kolótti liturinn á andliti og fótum kominn. Margir telja að áhrifa frá þessum hrút gæti vart lengur, nema þá helzt í þessum litareinkennum, en ég tel það ekki að öllu leyti rétt. Áhrifa frá honum verður að mínu áliti aðeins vart sumstaðar í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu á bygg- ingarlagi fjár, t. d. á kollótta og hnífil- hyrnda fénu frá Frostastöðum, sem nú er í Eyhildarholti, en af því fé eru nú sum- ir beztu einstaklingar í Skagafirði. En í Eyhildarholti hefir mókollótta litnum samt verið útrýmt. íslenzka féð hefir lítið verið ræktað, með tilliti til holda eða ullar, og stendur það nú að mörgu leyti að baki hinum ræktuðu fjárkynjum, einkum þeim brezku, en er samt ýmsum góðum kostum búið. I meira en þúsund ár hafa íslenzkir staðhættir verið að móta féð. Það hefir öld- um saman verið ræktað fyrst og fremst vegna mjólkurinnar. Holdafari og vaxtar- lagi hefir verið lítill gaumur gefinn. Það varð því mjólkurfé en ekki holdafé. Það hefir og oft átt við hin hörðustu lífskjör að búa. Harðgerðustu og þurftarminnstu einstaklingarnir hafa eðlilega lifað bezt af allar ofraunir. Þannig hefir náttúran ráð- ið miklu um úrvalið. En mjög þurftarlítið

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.