Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1939, Page 18

Freyr - 01.01.1939, Page 18
12 F R E Y R kyn. Það er næstum yfirnáttúrlegt, hve mönnum hefir orðið ágengt í þessum efn- um. Ef gerður er samanburður á órækt- uðu fé og mest ræktaða holdafé heimsins, þá er munurinn svo mikill, að undrum sæt- ir, einkiun þó hve þungahlutföllin í skrokknum hafa breytzt. Seinþroskuðustu hlutar skrokksins, spjaldhryggur og malir ná svo margfalt meiri þroska hjá hinum ræktuðu fjárkynjum en hjá óræktaða fénu. Myndirnar, sem hér fykja, af nýbornu lambi, fullorðinni á og fullorðnum hrút af Mouflon-kyni og Suffolk-kyni, sýnir glöggt, hvernig byggingarhlutföll kindarinnar breytast með aldrinum. Nýfædda iambið er aðallega haus og fætur og skrokkurinn er mjög grunnur. 1 uppvextinum þroskast kroppurinn tiltölulega mun meira en út- limir og höfuð, skrokkurinn dýpkar og verður gildari. Það er auðséð á myndinni, að nýfædda Suffolk lambið (Suffolk féð er mikið ræktað bráðþroska holdafé) er þeg- ar komið á hlutfallslega mikið hærra þroskastig en nýfædda Mouflon lambið. (Mouflon féð er villt og alveg óræktað). Ef ærnar af þessum kynjum eru bornar saman, þá verður munurinn enn Ijósari. Mouflon ærin nær aldrei svipað því eins miklum þroska eins og Suffolk ærin. Hún er alltaf tiltölulega útlimalengri, skrokk- grynnri og rýrari aftur, einkum eru lærin þunn. Mouflon ærin hefir tiltölulega lítið betri byggingarhlutföll en nýfædda Suf- folk lambið, t. d. eru lærin á henni hlut- fallslega eins rýr og á Suffolk-lambinu. Þegar bornar eru saman myndirnar af hrútnum frá Hebridiseyjum, ánni af Cheviot kyninu og Southdown ánum, sést vel, hve þróunin hefir orðið mikil við rækt- unina. Hebridiseyja hrúturinn er af alveg óræktuðu villtu kyni, og sýnir glögglega öll ofannefnd einkenni óræktaðs fjár. Mynd 3. Hrútur af Soy-kyni (frá Hebridiseyjum). Mynd i. Ær oi/ Cheviot-kyni. Mynd 5. Þrjár ær af Southdown-kyni.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.