Freyr - 01.01.1939, Síða 20
14
F R E Y R
hvern einstakling nákvæmlega og hagar
Mrðingu sinni og fóðrun eftir þörfum
hvers einstaks dýrs. Loðdýrin eru yfir-
leitt vitur dýr. Það borgar sig, að gera
þau að vinum sínum.
Fengitíminn. Sá tími, sem nú er fram-
undan, er afar afdrifaríkur um alla af-
komu ársins. Það er á tímanum, sem nú
fer í hönd, að grundvöllur afkomunnar
er lagður. Um leið og unnið er að því,
að fá sem bezta yrðlinga, ber samtímis
að virma að því, að fá þá sem flesta. Til
þess, að.það geti tekizt, þurfa dýrin að
vera í verulega góðu ásigkomulagi. Þau
þurfa einmitt nú að hafa í sér fólgið há-
mark þess lífsþiróttar, sem þeim er eigin-
legur. Til þess, að svo megi verða, þarf
meðferð og hirðing undanfarið að hafa
verið góð. Yrðlingar þurfa að hafa náð
fullum þroska. Það munu þeir hafa gert,
ef þeir hafa verið vel hraustir, vel hirt-
ir og fóðraðir eftir fóðurtöflum þeim,
sem ég gaf upp í „Frey“ síðastliðið sum-
ar. Fullorðnar tæfur og refi hefi ég ráð-
lagt að fóðra heldur spart að sumrinu og
fram á haust, að minnsta kosti fita þau
ekki svo, að þau verði löt og dauf. Hins
ber vandlega að gæta, að fæðan sé allt
af rétt samsett, hæfilega fjölbreytt og
holl, svo kraftur dýranna og vellíðan öll
sé ávallt í hinu bezta lagi. Hafi dýrin
verið fóðruð þannig að sumrinu og fram
á haustið, þá hafa þau getað tekið hæg-
fara en góðum bata fram að þessu, og
ættu því að vera mjög vel búin undir
fengitímann. Reynslan hefir aftur á móti
ótvírætt sýnt, að mjög spikaðir rdfir eru
Úaufir og oft ófrjóvir, og spikaðar tæf-
ur eiga enga eða fáa yrðiinga. Á hitt ber
líka að líta, að horuð og kraftlítil dýr
eru að jafnaði lítt hæf til tímgunar.
Ég vil vaþa við því að breyta nokkurn
tíma snögglega um fóður, ef mögulegt
er að komast hjá því. Yfirleitt er bezt
að gefa dýrunum allan ársins hring
blandað fóður, svipað því, sem ég gat um
í ,,Frey“ síðastliðið sumar.
Sú fóðurblanda, sem ég álít vera
Íhepípilega um feng|i og meðgÖngutúm-
ann fyrir siifur- og blárefi er t. d.:
Kjöt og kjötmeti 200 gr.
Refakex (eða grautur 60 gr.) 40 —
Fiskimjöl1 (eða nýr fiskur 100 gr.) 60 —
Grænmeti
Grænkál
Skarfakál
Gulrófur
Kartöflur
20 —
Nýmjólk 75 —
Möluð eða barin bein 20 —
Hveitikímmjöl (spírað hveiti) 7 —
Þorskalýsi 3 —
C-vitamintöflur, 1 tafla fyrir 10 dýr
annan hvorn dag.
Þessa skammta vil ég kalla meðalfóður
handa einu dýri yfir sólarhringinn. En
þess ber vandlega að gæta, að það er
afarbreytilegt, hvað hin einstöku dýr
þurfa og eiga að réttu lagi að fá mikið
að éta um þennan tíma árs, og reyndar
allt árið. Það er óhætt að segja, að það,
minnsta kosti á vissum tímum ársins, sé
svo mikill munur á því, að sum dýr séu
jafnvel alin af 200 gr. dagfóðri eins og
önnur af 600 gr. Slíkt verður aldrei hægt
að gera upp með tölum, sem gildi í öll-
um tilfellum. Það verður að vera komið
undir glöggskyggni hirðisins að finna,
hvað hverju einstöku dýúi hæfir. Um
fengi- og gottímann er það sérstaklega
áríðandi að hafa nýslátrað og gott kjöt.
Hrossakjöt og kýrkjöt er sennilega bezt,
en nýslátrað ærkjöt, af fullfrískum ám,
er líka ágætis kjötfóður. Vambir og
1 1 staS fiskimjöls eða fisks má nota kjötmeti.