Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1939, Page 22

Freyr - 01.01.1939, Page 22
16 F R E Y R tvær til þrjár saman með einum ref í hlaupagarða — löng búr — helzt 10—12 m. ef til eru. Hlaupa þær þá af sér mesta spikið og verður það oft til þess að þær beiða. Síðastliðinn vetur reyndi ég allmikið ýms meðöl á tæfum, sem ekki virtust ætla að ganga. Meðöl þessi eru ný fram- leiðsla, svokölluð ,,hormonpreparöt“. — Þeim er sprautað inn í lærvöðva dýrs- ins. Reynsla mín af þessu varð sú, að flest allar tæfur, sem sprautaðar voru (um 90%) gengu og urðu með fóstri, en aðeins um 10% af þeim fæddu lifandi yrðlinga. Hinar létu allar fóstrinu. Það virtist því vera svo, að eitthvað vantaði af' efnum til þess að tæfurnar gætu full- gengið með fóstrið og fætt lifandi unga. Að svipaðri niðurstöðu komust sænsk- ir dýralæknar, sem reyndu þessi sömu meðöl á silfurtæfum. Það er því að svo komnu ekki hægt að ráðleggja að noca þessi meðöl, þó vonandi verði ekki mörg ár að bíða eftir því, að orsökin til þess að tæfurnar létu fóstrinu, verði fundin. Hið eina meðal, sem ég get ráðlagt að nota handa tæfum, sem ekki virðast ætla að ganga, er E-vitamin olía. — Er þá sprautað inn í lærvöðvann 2 grömmum af olíunni, tvisvar sinnum á viku fresti. Nota má til þess vanalega bólusetning- arsprautu, og er þá nálinni stungið 2—3 cm. beint inn 1 lærvöðvann innanverðan. Gæta verður þess, að sprauta ekki í æð og nálin þarf að vera soðin og liggja í soðna vatninu þangað til hún er notuð. H. J. H. JarSræktarmenn, sem kaupið Frey, at- hugið það, að ykkur er þægilegast að greiða blaðið með ávísun -—- nú fyrir vorið — á jarðabótastyrk. Búnaðarþing hefir verið hvatt til fundar í Reykjavík 4. febrúar þ. á. Með jarðræktarlögunum nýju urðu breytingar á skipun Búnaðarþings og full- trúatölu. Verða nú fulltrúarnir 25 og sam- kvæmt tilnefningu búnaðarsambandanna og kosningum s. 1. sumar, eiga nú sæti á Búnaðarþingi eftirtaldir fulltrúar: Fyrir Búnaðarsamband Suðurlands: 1. Guðjón Jónsson, bóndi, Asi. 2. Guðmundui' Ei'lendsson, bóndi, Núpi. 3. Páll Stefánsson, bóndi, Ásólfsstöðum. 4. Þórarinn Helgason, bóndi, Þykkvabæ. 5. Þorsteinn Sigurðsson, bóndif Vatnsleysu. Fyrir Búnaðarsamband Kjalarnesþings: 6. Magnús Þorláksson, bóndi, Blikastöðum. 7. Pálmi Einarsson, ráðunautur, Reykjavík. Fyrir Búnaðarsamband Borgarfjarðar: 8. Jón Hannesson, bóndi, Deildartungu. 9. Kristján Guðmundsson, bóndi, Indriðastöðum. Fyrir Búnaðarsamb. Dala og Snsefellsness: 10. Guðbjartur Kristjánsson, bóndi, Hjarðarfelli. 11. Magnús Friðriksson, fyrrv. bóndi, Stykkish. Fyrir Búnaðarsamband Vestfjarða: 12. Gunnar Þórðarson, bóndi, Grænumýrartungu. 13. Kristinn Guðlaugsson, bóndi, Núpi. 14. Páll Pálsson, bóndi, Þúfum. Fyrir Búnaðarsamband Húnvetninga: 15. Hafsteinn Pétursson, bóndi, Gunnsteinsst. 16. Jakob H. Líndal, bóndi, Lækjamóti. Fyrir Búnaðarsamband Skagfirðinga: 17. Jón Sigurðsson, bóndi, Reynistað. 18. Ki'istján Kai'lsson, skólastjóri, Hólum. Fyrir Búnaðarsamband Eyfirðinga: 19. Holmgeir Þorsteinsson, bóndi, Hrafnagili. 20. Olafur Jónsson, framkv.stj., Akureyri. Fyrir Búnaðarsamband Þingeyinga: 21. Helgi Kristjánsson, bóndi, Leirhöfn. 22. Sigurður Jónsson, bóndi, Ai-narvatni. Fyrir Búnaðarsamband Austwrlands: 23. Björn Hallsson, bóndi, Rangá. 24. Sigurður Jónsson, bóndi, Stafafelli. 25. Sveinn Jónsson, bóndi, Egilsstöðum. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.