Freyr - 01.12.1911, Page 13
FRE YR.
verður eftir, sem skiljanlegt er, þar sem hvert
strá sem ljárinn klippir, færist aftur'af greiðunni,
á strigavoðina.
Má búast við að langt verði þess að bíða
að sérstakar rakstrarvélar komi, sem raka svo
vel, jafnóslétta jörð og Deeringsláttuvélin slær.
Þessi Ijárakstrarvél rakar í stóra flekki og
strjála, sem flýtir mikið fyrir samantekningu
þurheys, einkum ef þá er hafður hestur fyrir
heyýtu.
30. sept. 1911.
Guðm. Sigurðsson plægingam.
Hellnahól.
Gaddavírsherfið,
Sjá Búnaðarrit 23. ár, bls. 269—271. Kafli úr bréfi
til E. H. frá Daniel Jónssyni á Eiði.
. . . Þessi dráttur á að skrifa yður kemur
af því, að mér reyndist herfið svo illa í fyrra,
að eg gat ekki annað en kvartað um vonbrygði
ef eg segði nokkuð og kom mór til hugar að
þér munduð hafa orðið helzt til fljótur að mæla
með því. Nú get eg, sem betur fer, minst á
það við yður og alla án þess að kvarta. I
vor hefi eg herfað með því alt tún initt, nema
þar sem enn er ósléttað og er vel ánægður
með hvernig það vinnur, jafn einfalt og ódýrt
verkfæri. Það bæði flýtir fyrir ávinslunni og
áburðurinn hverfur því nær allur ofan í rótina.
í fyrra var það að herfinu hjá mér, að gadd-
arnir í vírnum voru of gisnir — 6 þuml. bil á
milli — og annað það, að torfan ofan á var
ekki í einu lagi, heldur í þremur lengjum sem
eg lagði hverja við aðra. í vor fékk eg mér
vir með þéttari göddum, 3 þuml. millibili og
hafði torfuna i einu lagi. Öðru breytti eg ekki.
Vonandi verður þetta verkfæri að góðum not-
um framvegis við túnræktina. Ætti að útbreið-
13£
ast sem fyrst. Ef þér finnið Stefán B. Jóns-
son bið eg yður að færa honum þakklæti mitt.
fyrir uppfundninguna.11 . . .
Í5
Fallega af sér vikið.
Skinfaxi, mánaðarrit Ungmennafélags ís-
lands, skýrir frá því, að fyrv. bankastjóri
Tryggvi Guunarsson hafi gefið ungmennafélag-
mu landspildu í Öndverðarneslandi í Arnessýslu.
Landspilda þessi er 140‘/2 vallardagslátta að'
stærð, ágætlega fallin til skógræktar, og er hún að
miklum mun vaxin skógarkjarri. Meðal birkisins
eiu 2 falleg reyniviðartré. Land þetta liggur
að Álftavatni og Soginu við brúna. Staðurinn
hinn fallegasti.
Ætlast gefandinn til, að ungmennafélagið
rækti og prýði land þetta einkum með trjá-
gróðri, svo það geti orðið félaginu til ánægjn
og öðrum til fyrirmyndar.
Það er tekið fram í gjafabréfinu að Ung-
mennafélagið megi ekki selja né veðsetja land-
spildu þessa. En skyldi svo fara að félagið
upphefjist eða þreytist á að rækta blettinn, á-
skilur gefandinn, að hann verði landssjóðseign
og notaður til skógræktar.
Svona rausnarleg hugulsemi er sjaldgæf
og því gleðilegri. Vonandi verður þessi fallega
gjöf landinu til hamingju á margan hátt.
Um búnaðarástandið hér á landi
skrifar Alfred Kristensen í Einarsnesi grein
í danska timaritið „Atlanten".
Hann byrjar með því að tala um strjál-
bygðina og erfiðar saragöngur, vondar vetrar-
ferðir o. s. frv., er valdi þeim hvikulleika i
fyrirætlunum og framkvæmdum, er ekki þekk-
ist í öðrum löndum. Að þetta tálmi reglubundn-