Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Síða 6
52
TÍMARIT V.F.Í. 1945
4. línurit. Safnlínur vatnsnotkunar. Ársálagsstuðull 0,37.
Við samanburð á vatnsrennslinu. samkvæmt 5.
línuriti og vatnsnotkuninni samkvæmt 4. línuriti,
finnst nú með þekktum aðferðum rúmtak vatnsgeymis
þess, sem nauðsynlegur er. Þess skal getið að notað-
ur hefir verið öryggisstuðullinn 1,20 við útreikninga
á rúmtaki vatnsgeymisins, þar sem það er fundið af
mismuni á mánaðarmeðaltölum vatnsrennslis og
vatnsnotkunar. Svo sem vænta mátti varð mest þörf
fyrir vatnsgeymirinn veturinn 1935—36. Er rúmtak
vatnsgeymisins sýnt á 6. línuriti fyrir mismunandi
mesta álag stöðvarinnar með ársálagsstuðli 0,37.
Verður það mest í lok aprílmánaðar 1936, en þá hef j-
ast leysingar er fylla vatnsgeymirinn á skömmum
tíma. Er þá gert ráð fyrir mesta afli 3390 kW., árs-
álagsstuðli 0,37 eða um 11 millj. kWh. ársorku-
vinnslu.
6. línurit. Nauðsynlegt rúmtak vatnsgeymis. Ársálagsstuðull
£ 3 +
7. línurit. Nauðsynlegt rúmtak vatnsgeymis við breytilegt álag.