Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Síða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Síða 8
54 TlMARIT V.F.I. 1945 orkuþörf Siglufjarðarbúa ásamt síldarversmiðjum ríkisins, án samstarfs við aðrar stöðvar jafnstórar Skeiðfossstöðinni eða henni stærri. I samstarfi við aðrar slíkar stöðvar væri Skeiðfossstöðin, vegna hinna ágætu miðlunarskilyrða, hentug sem toppstöð, og mætti þá virkja þar ennþá meira afl en að framan er sagt. Ekki þykir þó ástæða til þess að fara nánar út í þá útreikninga að svo stöddu, þar sem slíkt sam- starf liggur ekki fyrir nú. Aðeins skal þess getið, að við byggingu stíflunnar hefir verið gert ráð fyrir, að setja megi þar nýja þrýstivatnspípu fyrir 3. vél- ina, en tvær fyrstu vélarnar fá vatn sitt úr einni sameiginlegri pípu með 2,10 m þvermáli að innan- verðu. II. Lýsing á vélum, rafbúnaði og orkuveitu. Túrbínan er smíðuð hjá túrbínufirmanu James Leffel & Co., í Bandaríkjunum. Hún er einföld francistúrbína með láréttum ás, 2400 hestöfl að afli við 42 metra nettófallhæð og snýst 500 snúninga á mínútu. Henni fylgir flughjól, gangstillir og þrýsti- stillir fyrir þrýstivatnspípuna. Orkunýtni túrbínunnar við fullt álag er 82,8%, en mesta orkunýtni hennar er 88,1% við 80'7r af fullu afli. Vegna hinnar breytilegu fallhæðar, skal hér getið um afl og vatnsnotkun við 37 metra og 31 metra nettófallhæð. Við 37 metra er mesta afl 1900 hestöfl og til- svarandi vatnsnotkun 4,8 m3/sek:, við beztu orkunýtni 1575 hestöfl og tilsvarandi vatnsnotkun 3,74 m:i/sek. Við 31 metra er mesta afl 1380 hestöfl og tilsvar- andi vatnsnotkun 4,36 m:!/sek., við beztu orkunýtni 1150 hestöfl og til- svarandi vatnsnotkun 3,4 m:1/sek. Við fráslátt á fullu afli vélar helst þrýstiaukinn í pípunni innan 20% og hraðaauki vélanna innan 30% . Rafallinn er smíðaður hjá Westinghouse, er hann 2000 kVA að stærð við cos rp = 0,8 og 6600 volta spennu. Rafbúnaður stöðvarinnar er einnig smíðaður hjá Westinghouse. Er mælitækjum rafals og annara stöðvartækja komið fyrir í lokuðum járnskáp á vél- arsalsgólfi. Auk hinna venjulegu mælitækja, eru í stöðinni fjarmælitæki fyrir vatnsborð vatngeymis fjarstýritæki á túrbínuloku og botnloku í stíflunni. Spenna rafalsins er stillt sjálfvirkt með spennu- stilli, þannig að hún verði alltaf jöfn í bæjarkerfi Siglufjarðar og óháð breytingum á raunstuðlinum. í aflstöðinni er rafgeymir fyrir liðaverndun rafals og spennis og til varalýsingar. Þrír einfasa spennar, 25 kVA, frá 6000 í 220 volt sjá fyrir raforkunotkun innan stöðvar og í íbúðarhúsi vélavarðanna. í aflstöðinni er rafaflið áspennt frá 6000 upp í 20000 volt. Er spennirinn, sem einnig er 2000 kva að afli, loftkældur og olíufyltur, hafður úti. Er há- spennulínan tengd beint við hann í gegnum 20 kV olíurofa með tilheyrandi teinrofum. Ennfremur eru þar sett upp eldingavör. Háspennulínan er rekin með 20 þúsund volta spennu. Það voru gerðar allítarlegar rannsóknir á línu- stæðinu af rafmagnseftirlitinu. Voru tvær línur lengdar- og hallamældar milli Fljótár og Siglufjarð- arkaupstaðar. Lá önnur leiðin yfir hið fræga Siglu- fjarðarskarð, en hin sunnar um svo kallaða Botna- leið. Er sú leið um 3 km. styttri en hinsvegar mun torsóttari og fjær veginum, sem nú þegar hefir verið lagður upp á Skarð frá Siglufirði. Var því fyrri leið- in valin með nokkrum breytingum frá því, sem mælt hafði verið fyrir. Yfirlitsmynd af línustæðinu er á bls. 18 í tímariti V. F. I. 1945. Um útreikningsgrundvöll fyrir línunni er það að segja, að línunni hefir verið skift í tvo hluta og er gert ráð fyrir mismunandi miklum ísþunga á lág- lendi og hálendi. Hafa stólpar línunnar verið reikn- aðir út fyrir ís- og vind samtímis á vírum þannig: Á láglendi: ísþykkt l/>“ vindþrýstingur á víra og stólpa 125 kg/m-. og vindstuðull 50%. Á hálendi: ísþykkt %“ vindþrýstingur á víra og stólpa 125 kg/m-. og vindstuðull 50%. Á sjálfu háskarðinu hefir verið reiknað með 1“ ísþykkt og sama vindþrýstingi. I línuna hafa verið notaðir tvísettir gegndreyptir stólpar úr ameríska viðnum, southern yellow pine. Eru stólparnir tengdir saman í topp með tveimur plönkum úr sama viði. Eru þeir festir við stólpana og innbyrðis með sinkuðum járnbúnaði, sem jafn- framt heldur uppi hengieinangrurum línunnar. í rót- inni eru stólparnir festir saman með 6“ plönkum. Eru í öllum samsetningum milli stólpa og planka, svo og milli stólpanna innbyrðis, notaðir sinkhúðaðir boltar með timburbindurum. Eru timburbindarar þessir úr sléttum sundurskornum járnhring, sem grópaður er að hálfu í báða samsetningarfletina. Komið hefir verið fyrir nokkrum fastastólpum, þar sem hentugt hefir þótt að strengja vírana. Eru þeir gerðir úr tveímur A-stólpum, sem festir eru saman á líkan hátt og burðarstólparnir í toppi og rót. Hornstólpar eru 14 að tölu á línunni. Eru þeir gerðir eins og fastastólparnir en að auki eru í þeim tvær skástoðir, sem sérstaklega er ætlað að taka á móti togi frá hornátaki víranna. Alls eru í línunni 188 stólpastæði. Er því meðalstólpabil um 120 metr- ar, en mesta stólpabil 150 metrar. 1 línuna eru notaðir 53,4 m/m-’ eirvírar og liggJa þeir í láréttum fleti með 2,0 metra millibili. Vírarnir hafa verið strengdir 6,3 kg/mm- íslausir við 0° C og samsvarar það 1,4 kg/m ísþunga við -f- 25° C ásamt

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.