Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Síða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Síða 9
TÍMARIT V.F.I. 1945 55 fullum vindþrýstingi með mestu áraun, er nemur 80% af slitþoli vírsins á 150 metra stólpabili. Eðlisþyngd íssins reiknuð 910 kg. á teningsmeter. Þessi strenging er nokkru meiri en áður hefir verið á háspennulín- um hér. Stólparnir eru frá 35 fet upp í 55 fet á lengd eftir landslagi, og er gildleiki þeirra valinn eftir stólpa- bili og áraun þeirri, sem getið var um áður. Á Siglufjarðarskarði liggur línan um 600 metra yfir sjó. Skarðið hefir frá öndverðu verið talið einn af örðugri fjallvegum hér á landi, og þótti því sýni- legt, að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir á þeim stað. Vindar eru þarna feikna harðir, ísing allmikil og hætta af snjóflóðum og grjótskriðum. Með tilliti til þessara aðstæðna var þegar í upphafi gert ráð fyrir að nota bæði loftlínu og jarðstreng yfir skarðið, og væri jarðstrengurinn notaður til vara og einungis tengdur við línuna með þar til gerðum loftlínurofum, ef línan bilaði á Skarðinu. Þegar til kom reyndist okleyft að fá útflutningsleyfi frá Bandaríkjunum fyrir hvoru tveggja, jarðstreng og eirslegnum stál- vír, og var þá álitið heppilegra að láta jarðstrenginn bíða betri tíma. Til þess að forðast snjóflóð og grjóthrun, var tekið það ráð, að sleppa stólpum, þar sem þeim gat verið hætta búin. Verða þarna því allöng stólpabil yfir háskarðið, eða 560 metrar Sigluf jarðarmegin, en 508 ^uetrar Fljótamegin. Hæðarmismunur stólpa á lengra stólpabilinu er um 170 metrar. Á svo löngum stólpa- bilum er alltaf nokkur hætta á samslætti víra og þá serstaklega á stað sem þessum, þar sem mjög er mis- vinda, og vindar standa upp á við með fjallshlíðinni. Varð því það að ráði, að hafa stólpana þrjá á sjálfu Skarðinu, einn fyrir hvern vír með 25 til 30 metra ttnllibili, og fékkst þá sæmilega langt bil á milli víra á 'niðju stólpahafi. Stólparnir á Skarðinu eru gjörðir sem sinkaðir járngrindastólpar og fyrir að standast einhliða tog frá vírunum. Sitt hvoru megin við þá eru burðar- stólpar einnig úr stálgrindum, sem ber alla þrjá vír- ana. Þola þeir áraun frá sliti á einum víranna. Næstu stólpar við burðastólpa þessa eru endastólpar Skarð- iinunnar. Eru þeir útreiknaðir fyrir einhliða tog allra v*ranna með því álagi frá ís og vindi, sem áður var getið um. Stálgrindastólpalínan nær yfir 1,5 km. af hnustæðinu og hafa verið strengdir á hana 19 þátta no. 8 AWG margþátta koparslegnir stálvírar. Er brot- styrkur vírsins talinn 17000 kg. Þverflötur hans er 158 fermillimetrar, þar af er eirflöturinn 30% eða ^7,4 m/m2. Vírinn er strengdur þannig að mesta araun hans við áður umgetið álag frá ís og vindi, verður 8500 kg. Verður þá lóðréttur slaki á lengsta stólpabilinu um 25 metra við 0° C. Einangrarar línunnar eru keyptar hjá einangrara- firmanu Ohio Brass í Bandaríkjunum. Voru valdar tvær gerðir einangrara í línuna. Fyrri gerðin no. 25622 er notuð á láglendinu beggja megin skarðs- ins. Er yfirsláttaspennan hverrar skálar 80 kV þurr en 50 kV vot. Lekafjarlægðin er 30 cm. og brotstyrkur skálarinnar 4100 kg. Yfirsláttarspenna á burðar- staurum, en þar eru notaðar 2ja skála keðjur, er 145 kV þurr en 90 kV vot. Á hálendinu er notaður einangrari no. 35230, sér- staklega ætlaður þar sem þokur eru miklar og tiðar. Járngrindastólpar á Siglufjarðarskarði. Yfirsláttarspenna skálarinnar er 105 kV þurr en 60 kV vot. Lekafjarlægðin er 45 cm. og brotstyrkleiki 6800 kg. Yfirsláttarspenna 2ja skála keðju er 175 kV þurr, en 105 kV vot. I fastastólpum og hornstólpum eru notaðar 3 skálar í hverri keðju og eins við veg- þveranir á burðarstólpum. Þá eru í endamöstrunum á Skarðslínunni notaðar 2 keðjur samsíða tengdar á þar til gerðum okum, sem útbúnar eru með neista- hornum til hlífðar skálunum. Aöalspennistööin. Aðalspennistöðinni hefir verið valinn staður uppi í fjallshlíðinni, sem næst fyrir miðjum Siglufjarð- arbæ. Er spennunni þar breytt frá 20000 voltum nið- urí 6000 volt í 2000 kVA spenni. Spennir þessi er að öllu leyti eins og sá, sem er í hinum enda línunnar hjá Skeiðsfossi. Enginn olíurofi er fyrir honum en aftur á móti tein- rofar og vör. Eldingavör eru fest upp á sjálfan spennirinn. Búnaður þessi er utanhúss, en í spenni- stöðvarhúsinu er komið fyrir 6000 volta járnskápum með sjálfvirkum olíurofum fyrir útliggjandi strengi í notendaspennistöðvarnar. Allur þessi rafbúnaður

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.