Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Qupperneq 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Qupperneq 10
56 TÍMARIT V.F.Í. 1945 er smíðaður hjá Westinghouse. I stöðini er ennfremur rafgeymir fyrir liðaverndun og varalýsingu. Útliggjandi háspennustrengir eru 4 talsins, þrír með 67 m/m- vírum en sá fjórði með 53,4 m/m2 vír- um. Gert er ráð fyrir að tengja megi við aðalspenni- stöðina núverandi háspennustreng að díselaflstöð bæjarins. Er það 25 m/m-, 10 kV jarðstrengur, sem nú liggur niður í miðjan bæinn að spennistöð nr. 1 við Norðurgötu, en hann á að grafa upp á parti og nota til samtengingar við Skeiðfossvirkjunina, og reka hann með 6000 voltum. Núverandi 10 kV spenn- ar verða teknir niður og tengdir um og notaðir í kerfinu annars staðar. Notendaspennistöðvarnar eru 8 talsins, sjö þeirra eru 300 kVA að stærð en sú áttunda 600 kVA fyrir ríkisverksmiðjurnar SRN og SR 30. Af þessum 8 spennistöðvum eru 5 notaðar til almennrar raforku- notkunar en 3 fyrir síldarverksmiðjurnar. Bæjar- verksmiðjan Rauðka notar nú til að byrja með einn spennir, 300 kVA, en bæta má þar við öðrum spenni jafnstórum. Síldarverksmiðjur ríkisins nota sam- tals 900 kVA í uppsettu afli spenna. Eru spennar þessir tengdir við einn og sama sérstreng í aðal- spennistöðinni og má þar mæla í honum inn og útgangandi orku, því gert er ráð fyrir því, eins og áður var sagt, að Siglufjarðarbær geti fengið raf- orku einnig frá ríkisverksmiðjunum ef með þarf. Spennistöðvar þessar eru keyptar hjá Moloney El. Co., í Bandaríkjunum. Eru þær af utanhússgerð, samanbyggður 6 kV olíurofi, háspennuvör, spennir og lágspennustrengskápur, allt á einum steinsteypu- stöpli. I lágspennustrengskápum eru sjálfvirkir loft- rofar fyrir 6 fráfarandi greinum fyrir 200 ampére og 1 grein fyrir 350 ampere. Er ætlast til að lágspennustrengir þessir verði tengdir við loftlínukerfið núverandi á viðeigandi stöðum, en að stærri notendur fái straum sinn beint úr spennistöðvunum. Enn um snjóát. Eftir Dr. Ólaf Daníelsson. í öðru hefti árg. 1945 af þessu tímariti birtist grein eftir herra Bjarna Jósefsson og er henni stefnt cil mín. Hún er skrifuð út af grein, sem ég hafði skrifað fyrir nokkru um snjóát sauðf jár. Þessi grein hans er hvorki stílistisk né að öðru til prýði, en herra Bjarni Jósefsson er akademiskur borgari og meðlimur félags þess, sem gefur tímaritið út, svo að ég vík að henni nokkrum orðum, einkum af því að í henni er upplýsing, sem mér kemur ákaflega vel, þó að grein- arhöfundur hafi sjálfsagt ekki til þess ætlazt, eftir tóninum í greininni að dæma. Ég skal strax segja til þess, hver þessi upplýsing er, hún er sú, að sauð- kindin þurfi í fullri innistöðu 1,833 kg af vatni á sólarhring, auk þess sem hún fær í fóðrinu. Ég hafði sjálfur gizkað á 1 kg, en hafði eiginlega lítið fyrir mér í því, fannst það jafnvel heldur lágt og hafði getið þess í handriti mínu að greininni, en strikað það út aftur. Ég véfengi ekki grundvöll þann, sem reikningurinn í grein herra Bjarna Jósefssonar er byggður á, tel víst, að hann sé tekinn eftir útlendri reynslu, og má þá að sjálfsögðu taka hann hér upp, að minnsta kosti sem „fyrstu approximatiön". Ég geri því hér ráð fyrir, að vatnsþörf kindarinnar sé 1,8 kg á sólarhring, auk þess sem hún fær í fóðrinu, sem hlýtur að vera nokkurn veginn rétt, svo framar- lega sem rétt er farið með tölur í grein herra Bjarna Jósefssonar*), og hlutfallið 7:3 (þ. e. vatn á móti þurefni) er þaö sama aö vetri til sem aö sumri til, en það verður talið svo í þessari grein. Ég er hræddur um, að þeir sem þetta kunna að lesa, hafi ekki fyrir sér grein mína í 5. hefti árg. 1944, svo að ég rek hér inntak hennar í jaðalatriðum. Þar er fyrst bent á tvö fakta: 1. Að snjór sé miklu rúmfrekari en vatn það, sem úr honum verður þegar hann bráðnar (sbr. orðin „það verður svo lítið vatn úr einni lúku af snjó“). 2. Að til þess að bræða 1 kg af snjó þurfti 80 kgkal. hitamagn. I þriðja lagi sanna ég með því að láta sem ég hafi tvær kindur í húsi og gefi annari snjó (0 gráðu heit- an), en hinni vatn (g gráðu heitt) og reikna ceteris paribus, að hitatap það, sem af snjóátinu leiðir, se *) Égf verð að gera ráð fyrir þessu, þó að ég hafi fulla ástæðu til þess að fara varlega með staðhæfingar herra Bjarna Jósefssonar. Ég get þess svona til dæmis, að í grem sinni segir hann að grasið, sem kindunum er beitt á að vetr- inum sé frosið og setur upphrópunarmerki aftan við orðið, líklega til þess að gefa í skyn að þetta hafi hann sjálfm fundið út, sem mun satt vera. Aldrei hef ég heyrt það. Ó. D-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.