Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Page 11
TÍMARIT V.F.Í. 1945
57
að kaloríutali s(80 + g), þar sem s þýðir vatns-
þörf kindar í kílógrömmum, auk þess sem hún fær
í fóðrinu á sólarhring**). 1 fjórða og síðasta lagi
set ég fram þá skoðun mína, að sauðkindin þoli ekki
svo mikið hitatap sem af snjóátinu leiðir og éti því
miklu minna af snjónum heldur en hún þarf til þess
að fullhægja vatnsþörfinni og líði því af vatnsskorti,
þorsta. Ég vil biðja háttvirta lesendur að hafa þessi
4 höfuðatriði föst í huga, og þá sem ekki treysta
sér til þess, vil ég biðja að leggja aftur heftið og
hætta lestrinum, því að þeir hafa þá hvorki gagn né
gaman af að lesa þessa grein. Væri þeim betra að
taka sér kvæðabók í hönd eða fara í kirkju, og svo
hefði herra Bjami Jósefsson átt að gera, ég held að
hann minnist ekki á neitt þessara aðalatriða.
Um fyrsta atriðið, vatnið, sem verður úr snjónum,
hef ég fengið nýjar upplýsingar síðan ég skrifaði mína
fyrri grein, mér er sagt (eftir norskum verkfræðinga-
töblum), að nýfallinn snjór sé 12 sinnum meiri að fyr-
irferð en vatn það, sem úr honum verður þegar hann
bráðnar. Snjór hefur náttúrlega ýmsan consistenz eft-
ir því hve gamall hann er, hvernig viðrað hefur und-
anfarið o. s. frv., en almennt mun vera talið, að ótroð-
inn snjór sé 10 sinnum meiri að fyrirferð heldur en
vatn það, sem úr honum verður þegar hann bráðnar,
og verður þessu fylgt hér. Ég gat þess áðan, að sam-
kvæmt reikningnum í grein herra Bjarna Jósefssonar
er vatnsþörf kindar 1,8 kg á sólarhring, eða 1,8 lítr-
ar, sem er það sama. Til þess að fullnægja þessari
þörf með því að éta snjó þarf hún að éta 18 lítra!
Fer nú lesandann ekki að ráma í, á hverju skoðun
mín i þessu máli er byggð? Herra Bjarni Jósefsson
aatti að spæna upp í sig einn lítra af snjó og vita,
hvort hann langar í aðra sautján. Vill hann ekki
hka gefa kúnum snjó? Þá held ég að þær græddu
sig nú!
Ég kem þá að uppbótarreikningi herra Bjarna
Jósefssonar, ég hef reyndar sterka tilhneigingu til
þess að fullyrða, að hann sé alls ekki eftir herra
Bjarna Jósefsson, ég hef farið yfir of marga reikn-
ioga um dagana til þess að finna ekki, hvað feitt er
a stykkinu í því efni, þó að slíkt sé erfitt að sanna,
eg er viss um að það dettur ekki meteórsteinn niður
a Landakotskirkjuturn klukkan 7 í fyrramálið, en ég
treysti mér ekki til þess að sanna það. Það skyldi þá
helst vera til sönnunar þessu, sem ég nefndi, að herra
Ujarni Jósefsson heldur sjálfur, að reikningurinn sé
skakkur, um það hef ég pósitífa vitneskju, sem hon-
um er sjálfum kunnug og mörgum fleirum. Ennfrem-
or virðist hann vera bara prunkinn yfir því, að energi-
*) Þetta er — eins og reyndar er sjálfsagt -— alveg sama
'Sern önnur reikningslínan í grein B. J., að öðru en því, að
Þar er temperatúr snjóarins talinn -=-8°, en 0° í minni grein,
en Þetta getur hvorttveggja, verið og er svo að segja sama,
hvort talið er. Þar sem hann fær 165 kal. mundi ég fá 155
ltah með þvi að telja s=l,8 og g=6 eins og þar er gert.
tap skepnunnar sé nær því helmingi meira eftir hans
reikningi heldur en mínum. Reikningurinn stang-
ast við definition Bjarna á öskusprócentunni. Bjarni
segir öskuna 8% af heyinu, en þar sem engin aska
verður úr vatni því, sem í heyinu er, virðist eðlilegra
að definera öskuprócentuna af þurefninu og svo hef-
ur reiknandinn tekið það (sbr. fyrstu reikningslínu
í grein Bjarna), mér sýnist því að Bjarni sjálfur
hafi ekki skilið reikninginn meira en svo, aumingja
Bjarni, það má segja um hann það sem einu sinni
var sagt í blöðunum um alheiminn, að hann væri ,,á
miskunnarlausri för um blaðsíður grísks harmleiks,“
ég fer rétt með orðin. „It takes all sorts to make a
world,“ segja þeir ensku, ég hef séð það í bók.
Um uppbótarreikninginn sjálfan er það að segja,
að hann kemur mér lítið við nema um vatnsþörf sauð-
kindarinnar, sem áður hefur verið minnzt á. Ég kemst
víst ekki hjá að cítera fyrri grein mína um síðasta
atriði hennar. Þar stendur svo: „Ég er reyndar viss
um, að Surtla (sú kindin, sem snjóinn étur) torgar
ekki 1 kg af snjó (hvað þá heldur 1,8 kg eins og nú
er komið á daginn), en þá hlýtur hún bara að líða
af vatnsskorti. Ég gæti trúað, að hún torgaði ekki
nema litlum hluta þess sem hún þarf.“ En ef svo er,
sem mig þá grunaði, en nú er viss um, að kindin fái
ekki nema lítinn hluta þess vatns, sem hún þarf, þá
þarf að bæta henni vatnsskortinn, en það verður ekki
gert með lýsisgjöf. Að vísu er lýsisgjöfin að sjálf-
sögðu ekki nema góð, vegna þess að kindin étur þó
alltaf eitthvað af snjónum og tapar þá energi sem
því svarar, og þá energi getur lýsið bætt upp, en
vatnsþörfinni er ekki þar með fullnægt. Annars veit
ég ekki til þess að þetta sé gert, og er þetta því alveg
utan við allt, sem í minni grein segir.
Ég hef sjálfur varla séð sauðkind að vetri til síðan
ég var 12 ára og þekki því ekki til fjárhirðingar á
vetrum. En ég hef spurt gamlan vin minn, sem í æsku
sinni hirti 40 kindur í húsi og bar þeim oft snjó eins
og tíðkaðist, hve mikið hann hefði borið í húsið.
Hann taldist heldur undan að svara, sagði að slíkt
hefði nú ekki verið mælt, tók þó til svona 4—5 var-
rekur stórar. Þetta getur nú naumast orðið meira en
svona hátt í tunnu, fari það. Ég ímynda mér, að það
sé ekkert fjarri lagi að gera ráð fyrir, að kindurnar
fái svona 80 lítra, 2 lítra hver, því að eitthvað bráðn-
ar, en lítið verður úr þessum 2 lítrum, ef kindin þarf
18 lítra á sólarhring (þ. e.: 1,8 kg af vatni). 1 hús
með 40 kindum þyrfti að bera ca. 800 lítra af snjó á
sólarhring, því að nokkuð bráðnar niður, reikmð þið
bara og sjáið, ef Vio af snjónum bráðnar, þá eru eftir
720 lítrar af snjó, en það er einmitt 720:40 = 18 lítr.
á hverja kind, en úr því verður 1,8 lítrar af vatni eða
1,8 kg, sem er það sama, þegar það er bráðnað innan
í skepnunni. Þetta mundi vera um 50 varrekur af
snjó með sama reikningi og áðan, ég held að þetta
komi ekki til mála, hvorki 50 varrekur né neitt í átt-