Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Side 12
58
TlMARIT V.F.I. 1945
ina til þess. En ef svo er, hlýtur skepnan í fullri inni-
stöðu að vera kvalin af þorsta, svo að full misþyrm-
ing verður úr, ef innistaðan er löng. Og ég vil ganga
lengra í þessu efni, ég álít að það sé alls ekki hægt
að fóðra skepnuna með snjógjöf í stað vatns, þó að
hún aldrei nema fengi 18 lítra af snjó, sem hún alls
ekki fær, því að hún mundi þrátt fyrir þorstann alls
ekki torga þessum 18 lítrum vegna kuldans. Þetta
væri sannanlegt eða afsannanlegt með því að fóðra
kindur í húsi nokkra daga, láta þær fá vigtaðan,
nægilega mikinn snjó og mæla það, sem bráðnar og
borið er út aftur. Ætti þannig að vera hægt að sjá,
hve mikið þær hefðu étið. Þó kemur hér margt til
greina, sem engum er treystandi til þess að gera
nema þeim einum, sem kunna að gera fýsisk experi-
ment og eru slíku vanir. Ekki veit ég um marga menn
hér á landi, sem það mundu gera tryggilega, en þeir
eru þó til. En ef það sannast, sem ég er viss um, að
skepnan étur ekki 18 lítra af snjó né neitt nálægt því,
þá þýðir það, að hún mundi kveljast af þorsta, þó aö
hún vœri úti, ef hún næði ekki til nægilegs vatns, og
það meina ég að hún geri, ég get kveðið fastar að
orði nú heldur en í fyrri grein minni, vegna þessara
tveggja upplýsinga, sem ég hef fengið um rúmtak
snjóarins og um vatnsþörf sauðkindarinnar, en þar
sem nýjar upplýsingar styrkja málstaðinn, er sann-
leikurinn á ferðinni.
Almenningur er víst alveg ruglaður í þessu snjó-
spursmáli, heldur kannske að úr einum lítra af snjó
verði álíka mikið af vatni, eða hugsar kannske alls
ekki málið, en úr einum snjólítra verður aðeins deci-
lítri af vatni. Reykvíkingar vita hvað decilítri er síð-
an mjólkurskömmtunin hófst í haust —- ætli hún sé
annars ekki fyrir bí þessi mjólkurskömmtun, ég
fæ alltaf nóg útálát á hræringinn minn — en þá ættu
menntamennirnir að leiðbeina, ég er nú að bera mig
að því, en allt of seint, þetta er svo langt fyrir utan
minn verkahring, að öðrum hefði verið það miklu
nær.
Ég get þess að lokum, að ég svara helzt engum
skætingi eða slettum um þetta mál, ég gæti það kann-
ske eins og hver annar, ef það þykir fínna, en ég er
hér alls ekki að skemmta skrattanum, síður en svo,
ég hef ekki veitzt að nokkrum maiini að fyrra bragði
og á engan skæting skilið, heldur heíur mér hér
gengið gott eitt til. Fyrri grein mín var meira að
segja skrifuð fyrir tilmæli annars manns, herra Sig-
urðar Þórðarsonar alþingismanns, við höfðum átt
tal um þetta mál — og reyndar mörg fleiri.
Mœling á vatnsrennsli við Gvendarbrunna.
Eftir Steinþór Sigurðsson og Jón E. Vestdal.
1. Inngangur.
Undanfarin ár hefur mjög borið á vatnsskorti í
Reykjavík. Var lengi búizt við, að hans mundi síður
gæta eftir að Hitaveita Reykjavíkur tæki til starfa,
en sú varð þó ekki raunin. Hefur verið talið nauð-
synlegt að auka vatnsrennslið til Reykjavíkur um
290 1/sek.
Allmikill vafi lék á því, hvort afgangsvatnsmagn
í Gvendarbrunnum eða nágrenni þeirra mundi verða
nægilegt til þessarar aukningar. Ágizkanir manna
um þetta atriði voru svo frábrugðnar hver annarri,
að sumir töldu það vera innan við 100 1/sek., en
aðrir um eða yfir 500 1/sek. Var að sjálfsögðu ekki
hægt að byggja neinar ákveðnar áætlanir, fyrr en
mæling hefði fengizt á vatnsmagni því, sem fyrir
hendi væri á þessum stað, en staðhættir allir í ná-
grenni Gvendarbrunna eru með þeim hætti, að erfitt
er að koma við venjulegum mælingaraðferðum. Var
því leitað til Atvinnudeildar Háskólans um fram-
kvæmd mælinganna.
Gvendarbrunnar eru allmargar uppsprettur, sem
koma undan hraunrönd skammt ofan við Elliðavatn.
Vatnið í vatnsveitu Reykjavíkur er tekið úr efstu
uppsprettunum, og er vatninu úr þeim safnað saman
í smálón, en úr því rennur vatnið sjálfkrafa í vatns-
veitupípurnar og alla leið til Reykjavíkur. Land er
mjög flatt fyrsta spölinn, og hefur því lítil breyting
á hæð vatnsborðsins í lóninu mikil áhrif á vatns-
rennslið í pípunum. Var því fyrir allmörgum árum
reynt að hækka vatnsborðið með þvi að hlaða stíflu-
garða fyrir frárennsli lónsins til Elliðavatns, en er
vatnsrennslið til bæjarins jókst ekki nægilega fyrir
þessar aðgerðir, var fyrir nokkrum árum gerður all-
vandaður stíflugarður um 150 m neðar, og var búizt
við. betri árangri af honum, þar sem botn þar virtist
vera þéttari. Ofan við garð þennan, við hraunjaðar-