Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Síða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Síða 13
TÍMARIT V.F.Í. 1945 59 inn, hefur myndazt tjörn sú, sem sjá má á með- fylgjandi uppdrætti, og er hún um 2 ha að flatarmáli. Með ströndum tjarnarinnar að austanverðu kemur fram vatn undan hraunjaðrinum, auk þess sem af- gangsvatn úr lóni því, sem áður getur, rennur í tjörnina. Aðrennsli þetta er mestmegnis undir yfir- borði vatnsins, en frárennslið er allt neðanjarðar, lík- lega mestmegnis undir og í gegnum stíflugarðinn. Hvergi er hægt að koma að straummælingu á öllu vatnsmagninu. Mæling, sem byggðist á dælingu vatns úr tjörninni, yrði óábyggileg, þar sem lækkun vatns- borðsins í tjörninni myndi hafa í för með sér lækkun vatnsborðsins í hrauninu umhverfis og einnig breyt- ing á aðrennslinu fyrst í stað, og gæti liðið langur tími, unz jafnvægi kæmist á. Hvorugri þessari mælingaraðferð verður því komið að við Gvendarbrunnana nema með ærnum tilkostn- aði, og varð ekki hjá því komizt að nota aðferð til mælingarinnar, sem er þessum mjög frábrugðin. Var æskilegast, að mælingin færi fram á vatninu án breyt- inga á ytri aðstæðum, en slíka mælingu má fram- kvæma með því að blanda tilteknu magni af auðmæl- anlegu efni í vatnið. 2. Mæling á vatnsrennslinu. Af auðmælanlegum ódýrum efnum er matarsalt tiltækilegast hér á landi. Ef blandað er í rennandi vatn a g af matarsalti á hverri sekúndu og vatns- vennslið er x 1/sek., eykst matarsaltsinnihald vatns- ins um a/x g pr. 1, þegar fullkomin blöndun hefur átt sér stað. Ef stríður er straumur og botninn er ósléttur, má vænta þess, að fullkomin blöndun verði 3- skömmum tíma, en þar sem hægur er straumur, niá búast við, að langur tími líði, unz fullkomin blöndun hefur átt sér stað og jafnvægi er komið á. I tjörninni hjá Gvendarbrunnum er mjög hægur straumur og botn hennar rennisléttur. Dýpt hennar er víðast hvar 130—150 cm. Ætlunin var að mæla magn þess vatns, sem rennur í ofanverða tjörnina, °g var þess vegna lögð slanga þvert yfir vatnið eins og sýnt er á uppdrættinum (þverskurður I). Á hæð- inni milli víkanna tveggja var komið fyrir matar- saltsupplausn (um 20%), og hún látin streyma sem jafnast út í vatnið um 5 stúta, sem voru á slöngunni. Stútarnir voru hafðir við yfirborð vatnsins, svo að matarsaltsupplausnin blandaðist vatninu sem bezt. Um 40 m undan straumi voru síðan tekin sýnishorn af vatninu til rannsóknar, úr yfirborði og við botn á tíu stöðum þvert yfir tjörnina (sbr. uppdrátt, þverskurð- ur II). Liðu um 3 klst. frá því að saltupplauSnin fór að renna í vatnið, unz hennar fór að gæta, þar sem sýnishornin voru tekin, en ekki var komið jafnvægi á fyrr en að 8 klst. liðnum. Þegar mæling fór fram, var allhvasst og öldugangur á vatninu, svo að pæk- illinri blandaðist vatninu vel, og var saltmagnið jafnt við yfirborðið og botninn. Sama rennsli af saltpækli var haldið við í rúman sólarhring og jafnframt gerðar reglulegar mælingar á matarsaltsinnihaldi vatnsins. Það hélzt nokkurn veginn jafnt síðustu 16 klst. Þegar þessari mælingu var lokið, var til saman- burðar gerð önnur mæling með auknu saltmagni og loks var fylgzt með því, hve fljótt vatnið endurnýj- aðist í tjörninni. Bar öllum þessum mælingum sæmi- lega vel saman, og reyndist vatnsrennslið vera um 600 1/sek. Má áætla, að skekkja á mælingunni fari ekki fram úr 10%. 3. Mæling á vatnsrennsli í suðurvíkinni. Margt benti til þess, að mestur hluti áðurnefndra 600 1/sek. af vatni kæmi upp í suðurvík lónsins (sbr. uppdrátt), og þótti því af ýmsum ástæðum rétt að mæla vatnsrennslið í því sérstaklega. Var aðferðin sú sama og áður, saltpækill var látinn renna í vatnið á þremur stöðum, þar sem mest virtist koma upp af vatni (P,, P2 og P:, á uppdrættinum). Var reynt að hafa pækilrennslið sem jafnast, en ýmis vandkvæði voru á því með þeim útbúnaði, sem fyrir hendi var. Meðalrennslið á pækli á þeim tíma, sem mælingin náði til, var 300 1/klst., og innihélt pækillinn 112,5 g Cl’ /1000 ccm. Vatnssýnishorn þau, sem mælingin byggist á, voru tekin við þverskurð III (sbr. uppdrátt). Voru þau tekin á fjórum stöðum og á hverjum stað þrjú sýnis- horn í mismunandi dýpi, eitt við yfirborðið, annað um 60 cm frá botni og hið þriðja um 20 cm frábotni. Voru þessi sýnishorn tekin á 1—2 klst. fresti. Við rannsókn þeirra kom í ljós, að matarsaltsinnihald þeirra var mjög misjafnt, var saltinnihaldið yfirleitt hæst við botninn, en fór svo minnkandi eftir því sem ofar dró, og minnkaði það mest næst botninum. Var logn, er mælingin fór fram, og hefur pækillinn fyrir það blandast vatninu verr en ella. En þar sem sýnishorn- in af vatninu voru tekin á tólf mismunandi stöðum úr einum þverskurði, Sem ekki er mjög stór, og þau

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.