Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Side 14
60
TÍMARIT V.F.Í. 1945
voru þar að auki fjöldamörg (á annað hundrað),
má reikna meðalsaltinnihald vatns þess, er rann í
gegnum þverskurðinn, með nægilegri nákvæmni. Sam-
kvæmt þeim útreikningum reyndist vatnið að inni-
halda að meðaltali 18,8 mg Cl’ /1000 ccm meira en
venjulega. En hér að ofan var frá því skýrt, að í
vatnið hafi runnið á klst. 300 1 af pækli, sem innihélt
112,5 g Cl’ /1000 ccm. Hafa þá runnið í vatnið 33750
g Cl’ á hverri klst., eða 9400 mg Cl’ /sek. Vatns-
magnið, sem rennur fram, er því 9400 : 18,8 = 500
1/sek. Fæst því nóg vatn til aukningar vatnsveitu
Reykjavíkur úr suðurvíkinni einni.
Mælingaraðferð sú, sem hér var frá skýrt, er yfir-
leitt mjög handhæg og nákvæm. Hægt er að koma
henni víðast hvar við, og tekur hún öðrum aðferðum
um margt fram, fyrst og fremst þó það, að hægt er
að koma henni við, þar sem aðrar aðferðir bregðast.
Ymsar athuganir og fréttir.
Rafmagnsfræðingamót Norðurlanda.
Stuttorð skýrsla trá formanni íslenzku undirbúningsnefndar-
innar, Guðmundi Hliðdal, póst- og simamálastjóra.
Síðasta „rafmagnsfræðingamót Norðurlanda", hið 5. í röð-
inni, var haldið í Kaupmannahöfn sumarið 1937. Bauð þá Is-
land til næsta móts, er halda skyldi í Reykjavík sumarið 1940.
Var þá af V. F. 1. kosin undirbúningsnefnd á Islandi og áttu
í henni sæti þeir:
Guðmundur Hlíðdal, formaður.
Jakob Gíslason, varaformaður.
Gunnlaugur Briem, ritari.
Steingrímur Jónsson og
Finnbogi Þorvaldsson, þáverandi formaður V. F. 1.
Árið 1939 var mótið í Reykjavík að miklu leyti undirbúið
og skip tekið á leigu, sem flytja skyldi þátttakendur til móts-
ins frá hinum Norðurlöndunum. Þegar svo heimsstyrjöldin
skall á, féllu allar fyrirætlanir um mótið niður.
Nú að stríðinu loknu, — eða síðla í september 1945, — fór
undirritaður á póstráðstefnu Norðurlanda í Stokkhólmi og
síðan til Danmerkur og Noregs. Áður en ég lagði af stað í
þessa ferð var haldinn fundur í „íslenzku undirbúningsnefnd-
inni“. Á þeim fundi mættu — auk hinna áðurkjömu nefndar-
manna — þeir Dr. ing. Jón Vestdal, núverandi formaður
V. F. 1., og verkfræðingur Ólafur Tryggvason, núverandi for-
maður rafmagnsverkfræðingadeildar V. F. 1. Á þeim fundi til-
kynnti ég væntanlega utanför mína, og voru fundarmenn sam-
mála um, að ég skyldi í þessari ferð minni hafa samband
við hinar tilsvarandi nefndir hinna Norðurlandanna, og að
vegna hins breytta viðhorfs skyldi núverandi afstaða Islands
til þessa máls túlkuð hér um bil á þessa leið:
„Island vill gjarna halda við boð sitt til næsta raffræð-
ingamóts á Islandi, en með tilliti til hinna breyttu kring-
umstæðna telur íslenzka undirbúningsnefndin ekki
sennilegt, að hægt verði að halda raffræðingamót Norð-
urlanda á Islandi fyrr en í allra fyrsta lagi sumarið 1947
eða öllu heldur sumarið 1948. En fari svo, að fram
kæmu óskir annars staðar frá um að halda norrænt raf-
fræðingamót annars staðar fyrr, þá myndi Island ekkert
hafa við það að athuga.“
Nokkru áður en ég lagði af stað til Svíþjóðar, ritaði ég
undirbúningsnefndum allra hinna Norðurlandannasvohljóðandi
bréf:
„Som formand i den islandske Komité for det 6.
Nordiske Elektroteknikermöte, som i sin tid tænktes
avholdt i Island sommeren 1940, tillader jeg mig her-
ved at henvende mig til Dem for orientering, om der
fra svensk (d., n„ f.) side ansees at være stemning
for at man allerede nu indleder en orienterende diskus-
sion angaaende næste Nordiske Elektroteknikermöte.
Da jeg dagene 25.—30. september kommer til at möde
i en Nordisk postkonference i Stockholm, vilde det være
mig kært, om jeg forinden min avrejse herfra eller ved
min ankomst til Stockholm omkring den 20. d. m. kunne
höre fra Dem — per luftpost — for at man i tilfælde
eventuelt ved denne lejlighet kunde faa ordnet et fælles
möte af representanter for de nordiske landes komitéer.
Under mit ophold i Stockholm kan breve til mig
adresseres c/o Islándska Legationen, Stockholm.“
Þegar ég svo kom til Stokkhólms, lágu þar fyrir bréf frá
undirbúningsnefndum allra landanna. Tjáðu nefndimar örðugt,
eins og á stæði, að koma til fundar í Stokkhólmi, m. a. vegna
gjaldeyrisvandkvæða o. fl„ en óskuðu að ræða málið við mig,
er ég kæmi. Hafði ég síðan fund með nefndunum í Svíþjóð,
Danmörku og Noregi og með formanni finnsku nefndarinnar
(próf B. Wuolle), sem ég hitti á fundi sænska Ingeniörsveten-
skapsakademísins rétt áður en ég hélt heimleiðis frá Stokk-
hólmi. Tjáði ég þeim framangreinda afstöðu Islands og benti
á núverandi örðugleika, bæði að því, er snerti gjaldeyri, gisti-
hús og hina miklu dýrtíð á Islandi, svo og vandkvæði á hent-
ugum skipakosti. Höfðu allar nefndirnar mikinn áhuga fyrir
málinu, en létu í ljós þá skoðun, að sem stæði væri ekki
hægt að ákveða nokkuð um næsta raffræðingamót og óskuðu
að bíða átekta og halda fast við þá hugmynd, að næsta mót
yrði háð á Islandi strax og kringumstæður leyfðu.
1 Danmörku átti ég tal við herra Andersen, forstjóra
D. F. D. S„ sem á sínum tíma hafði verið samið við um
skip til hins fyrirhugaða móts á Islandi 1940, og tjáði hann
mér, að fyrst um sinn væri ógerlegt að segja nokkuð um það,
hvenær hægt yrði að fá hentugt farþegaskip til slíkrar farar.
14. nóvember 1945.
Guðmundur Hlíðdal.
( *
Hátíðasamkoma Ingeniörvetenskapsakademien
24. okt. 1945.
Skýrsla Guðmundar Hlíðdals, póst- og símamálastjóra.
Meðan ég var á póstmálaráðstefnu Norðurlanda í Stokk-
hólmi um mánaðamótin september—október s. 1„ fór próf-