Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Qupperneq 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Qupperneq 16
62 TÍMARIT V.F.I. 1945 I»orvaldur Hlíðdal er fæddur í Reykjavík 23. maí 1918, og eru foreldrar hans Guðmundur J. Hlíðdal, póst- og símamála- stjóri, og kona hans Karólína Hlíðdal. Tók hann stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1937 og stundaði síðan raf- magnsverkfræðinám við háskól- ann í Cambridge, unz hann tók bachelors-próf þar sumarið 1940, en að því búnu hélt hann námi áfram við Rensselaer Poly- technic Institute í Troy, New York og tók masters-próf (M. E. E.) frá þeim skóla sumarið 1942. Siðan vann hann í tvö ár hjá International Telephone & Telegraph Corp., New York, en var skipaður verkfræðingur hjá landsímanum 1. jan. 1945. — Þorvaldur kvæntist Fríðu Taylor 15. april 1944. Er hún fædd 4. júní 1914, ættuð frá Pittsburgh, Pennsylvaníu. Svavar Hermannsson er fæddur á Glitstöðum í Norðurár- dal, Mýrasýslu 19. janúar ist 5. apríl 1945 Ursulu Funk. 18. febrúar 1923. 1914, og eru foreldrar hans Hermann Þórðarson, bóndi þar, og kona hans Ragnheiður Gísladóttir. Tók hann stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936 og stundaði fyrst nám í eitt ár við Háskóla íslands i læknisfræði, en síðan efnafræði við verkfræðiháskól- ann í Dresden, unz hann lauk Diplom-Ingenieur-prófi þaðan 1942. Að loknu námi réðist hann til Glasforschungsinstitut í Berlín og starfaði þar til 15. apríl 1945. Hann var ráðinn starfsmaður hjá Atvinnudeild Háskólans 1. júlí 1945 og starf- ar þar enn. — Svavar kvænt- Er hún ættuð frá Berlín, fædd Röngvaldur Þorkelsson er fæddur á Akureyri 23. sept. 1916, og eru foreldrar hans dr. phil. Þorkell Þorkelsson, veður- stofustjóri, og kona hans Rann- veig Einarsdóttir. Tók hann stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1936 og stund- aði síðan nám i byggingaverk- fræði við verkfræðiháskólann í Kaupmannahöfn, unz hann lauk prófi þaðan 1942. Að námi loknu starfaði hann við ýmis verkfræðistörf í Danmörku, m. a. við Teknisk Central, en gerðist verkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur sumarið 1945. Kristján Tryggvi Jóhannsson er fæddur í Reykjavík 11 Erna f. Hoff. Er hún ættuð okt. 1917, og eru foreldrar hans Jóhann F. Kristjánsson, húsameiotari þar, og kona hans Mathilde Viktoria f. Gröndahl. Tók hann stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavik 1938 og vann síðan í rúmt ár í síldarverksmiðjunni á Hjalt- eyri og í Landssmiðjunni í Reykjavik. Haustið 1939 inn- ritaðist hann í vélfræðideil'i verkfræðiháskólans í Þránd- heimi og stundaði þar nám, unz hann lauk prófi frá skól- anum 1944. Hann réðst til Hitaveitu Reykjavíkur 1. júlí 1945. — Tryggvi er kvæntur frá Þrándheimi. Rögnvaldur Þorláksson er fæddur i Reykjavík 26. apríl 1916, og eru foreldrar hans Þorlákur Ófeigsson, bygginga- meistari, og Guðný Sveinsdóttir. Tók hann stúdentspróf frá Menntaskólanum i Reykjavík 1936 og stundaði nám í bygg- ingaverkfræði við verkfræði- háskólann í Þrándheimi árin 1937—1943. Réðst hann þá sem aðstoðarverkfræðingur til há- skólans í Þrándheimi og starf- aði þar, unz hann hélt til Is- lands, og kom hann þangað í byrjun júlí 1945. Hann er nú ráðinn verkfræðingur hjá Sig- urði Thoroddsen, yngra. — Rögnvaldur kvæntist 30. okt. 1943 Thora Krogstad. Er hún ættuð frá Þrándheimi, fædd 9. júlí 1915. Stefán Bjamason er fæddur á Húsavík 5. júlí 1914, og eru foreldrar hans Bjarni Benediktsson, póstafgreiðslumaður þar og kona hans Þórdís Ásgeirsdóttir. Tók hann stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1934 og stundaði síð- an nám, fyrst við Háskóla ls- lands veturinn 1934—35, en síðan við verkfræðiháskólann í Dresden, unz hann lauk prófi frá þeim skóla í rafmagns- verkfræði árið 1940. Að loknu námi starfaði han fyrst tvö ár hjá Siemens & Halske i Berlín við framleiðslu sjálf- virkra símstöðva, en árin 1942 —45 í Danmörku við fram- leiðslu á móttöku- og sendi- tækjum, og 1. ágúst 1945 var hann skipaður verkfræðingur hjá Landssíma Islands. —" Stefán kvæntist 1. nóv. 1941 Else Schmidt. Er hún ættuð frá. Hermsdorf í Risafjöllum, fædd 5. des. 1920.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.