Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Side 17
TÍMARIT V.F.I. 1945
63
Jón Skúlasou er fæddur í Keflavík 22. ágúst 1916, og eru
foreldrar han Skúli Högnason, trésmíðameistari þar, og
kona hans Guðrún Jónsdóttir.
Tók hann stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1937 og stundaði síðan nám
við verkfræðiháskólann IKaup-
mannahöfn, unz hann lauk
prófi í janúar 1943 í rafmagns-
fræði. Að loknu námi starfaði
hann fyrst hjá Laur. Knudsen
A/S um háifs árs skeið, hjá
Titan A/S í eitt ár, en síðan
sem aðstoðarverkfræðingur við
verkfræðiháskólann í Stokk-
hólmi að akústiskum rannsókn-
um, þar til hann hvarf heim
að stríði loknu sumarið 1945.
Hann var skipaður verkfræð-
’hgur hjá Landsíma íslands 1. ágúst 1945.
iYIarteiiiii Björnsson er fædd-
ur 28. febr. 1913 að Orrastöð-
um í Húnaþingi, og eru foreldr-
ar hans Björn Eysteinsson,
bóndi, og kona hans Kristbjörg
Pétursdóttir. — Tók hann
stúdentspróf frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1936 og
stundaði síðan nám í bygginga-
verkfræði við verkfræðiháskól-
ann í Kaupmannahöfn, unz
hann lauk prófi í jan. 1944.
Hann er' nú ráðinn aðstoðar-
verkfræðingur hjá bæjarverk-
fræðingnum í Reykjavík.
I’étur Sigur,jónsson er fæddur 30. júlí 1918, og eru foreldr-
ar hans Sigurjón Pétursson, framkv.stj., og kona hans Sigur-
björg Ásbjörnsdóttir. Tók hann
stúdentspróf frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1936 og
stundaði síðan nám við verk-
fræðiháskólann í Dresden, unz
hann lauk prófi sem Dipl.Ing.
1940. Að því loknu sótti hann
skóla fyrir ullariðnað í Cottbus
og lauk prófi frá honum 1943.
Réðst hann þá í vefnaðarverk-
smiðju Gebriider Fritsch í
Grossenhain og starfaði þar í
hálft ár. Fór hann þá til Dan-
merkur og starfaði í Den
Kongelige Militærklædefabrik
í Kokkedal frá 1943—-1945. Nú
er hann verksmiðjustj. klæða-
' erksmiðjunnar Álafoss. Eftir Pétur hafa birzt ritgerðir um
hnímalíseringu á seliulósatrefjum með etylenímíni.
Helgi Bergs er fæddur 9.
júní 1920, og eru foreldrar hans
Helgi Bergs, framkvæmda-
stjóri, og kona hans Elin
Bergs. Tók hann stúdentspróf
frá Menntaskóianum í Reykja-
vík 1938 og stundaði síðan nám
í efnaverkfræði við verkfræði-
háskólann í Kaupmannahöfn,
unz hann lauk prófi 1943.
Réðst hann þá til Afdeling for
teknisk Hygiene við háskól-
ann og starfaði þar til 1. júlí
1945. Hann er nú ráðinn verk-
fræðingur hjá Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga. —
Helgi er kvæntur Lis Eriksen. Er hún ættuð frá Hróarskeldu,
fædd 9. okt. 1917.
Ingólfur Ágústsson er fæddur í Reykjavik 2. júli 1917, og
eru foreldrar hans Ágúst Guðmundsson, yfirvélstjóri í Elliða-
árstöðinni, og kona hans Sig-
ríður Pálsdóttir. Tók hann
stúdentspróf frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1936. Vann
hann síðan hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og Almánna
Svenska Elektriska A/B í
Váster&s, unz hann hóf nám í
rafmagnsfræði við verkfræði1
háskólann i Stokkhólmi haust-
ið 1938, Lauk hann prófi frá
þeim skóla i febrúar 1945. Á
þeim árum, sem hann var við
nám, vann hann oft hjá ASEA
um stundar sakir, m. a. mest-
allt skólaárið 1941—1942 og
1944 - 45. Hann var ráðinn til Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá
15. júlí 1945.
Páll Sigurðsson er fæddur á
Vifilsstöðum 24. okt. 1917, og
eru foreldrar hans Sigurður
Magnússon, yfirlæknir, og kona
hans Sigríður Jónsdóttir. Tók
hann próf frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1935 og stund-
aði nám í rafmagnsverkfræði
við verkfræðiháskólann iKaup-
mannahöfn frá haustinu 1936,
unz hann lauk prófi í janúar
1943. Hann var ráðinn verk-
fræðingur hjá Rafmagnseftir-
liti ríkisins 10. sept 1945.
Ragnar Thorarensen er fæddur á Siglufirði 5. febr, 1921,
og eru foreldrar hans Hinrik Thorarensen, læknir, og kona
hans Svanlaug Thorarensen. Tók hann stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Akureyri 1940 og stundaði síðan nám við
University of Califomia, Berkeley, unz hann lauk baclierlors-
prófi i okt. 1943. Að því búnu stundaði hann nám við Stan-
ford University, California, og lauk masters-prófi frá þeim
skóla 12. janúar 1945. Hann réðist til Rafmagnseftirlits
ríkisins 15. ágúst 1945. Ragnar kvæntist 9. des. 1942 Con-
stance W. Allen, dóttur Hugh Allen, skrifstofustjóra hjá
Goodyear-verksmiðjunum í Akron, Ohio.