Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Side 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Side 10
40 TlMARIT V.F.I. 1946 vöxtum. Jafn kostnaður fengist, ef kolaverð væri 10 $ per tonn. Með auknum rannsóknum má ætla, að hægt verði að lækka kostnað við kjarnorkustöðvarn- ar. Áætlun þessi byggist á mörgum óvissum atriðum. Skal sérstaklega bennt á vextina. 2. ASrir möguleikar. Það hefur mikið verið rætt og ritað um væntanlega framtíðarnotkun kjarnorkunnar í sprengjur eða til framleiðslu á raforku. En uppgötvanir þær, sem gerðar hafa verið í sambandi við þetta mál, munu að öllum líkindum hafa mikið víðtækari breytingar í för með sér. Víðtækasta þýðingu hefur án efa það, að opnaður hefur verið fyrir tæknina nýr heimur möguleika, sem áður var lokaður. Má segja, að hér sé að ræða um hliðstætt fyrirbæri við það, er uppgötvuð var notkun gufu eða vatnsafls, uppgötvun á hagnýtingu rafmagnsins eða grundvöllur að kemískum iðnaði. I raun réttri getur enginn nú séð fyrir þá möguleika, sem kunna að opnast. Það eru aðeins fá atriði, sem þegar hafa þýðingu eða sem þegar má leiða getum að. Þessi atriði eru helzt (ef aðallega er dvalið við verkfræðilega hluti) : a) framleiðsla nýrra frumefna eða aðgreining ísótópa, sem haft geta sérstaka þýðingu á ýmsum sviðum.- b) fundnar hafa verið nýjar aðferðir til efnagrein- ingar, eðlisfræðirannsókna og við aðgreiningu á ísótópum. c) fundnar hafa verið aðferðir til framleiðslu á miklu vacuúm í miklu ríkari mæli en áður var mögu- legt. d) nýjar gerðir af dælum, mælitækjum og lokum. e) nýting á diffusion í stórum stíl. f) bygging á fjarstýristækjum við ýmis konar iðnað. g) nýjar aðferðir í teóretiskri og prakt. stærð- fræði, sem koma munu að gagni á ýmsum sviðum eðlisfræðinnar. h) áhrif ýmis konar geislunar á mannlegan líkama og dýr. i) nýjar aðferðir við málmvinnslu. j) ýms rafmagnstæki, svo sem nýjar gerðir af vacuumlömpum og kontróltækjum. Hið mikla magn af ýmsum geislamögnuðum efn- um, sem nú hefur fengist til umráða, opnar ýmsar leiðir á sviði læknavísinda og á sviði eðlis- og efna- fræði og er nú unnið af miklu kappi að rannsóknum á möguleikum þeim, sem opnast hafa og hagnýtri notkun þeirra. Má á næstunni búast við stórfelldum nýjungum eins og ávallt hefur orðið þegar uppgötv- aðar hafa verið nýjar leiðir. Heimildarrit: Henry D. Smyth: Atomic Energy for Military Purposea. Scientific Information transmitted to The United Nations Atomic Energy Commission, Vol. 1—4, New York 1946. Scientific and Technical Aspects of The Control of Atomic Energy; United Nations, Dep. of Publ. Information, New York 1946. Kemiskur fúi í olíubornum baðmullarvefnaði. Eftir Jón E. Vestdal. Þegar Islendingar lögðu niður skinnklæði sín um síðustu aldamót, fóru þeir að nota sem hlífðarfatnað í þeirra stað föt úr baðmullarvefnaði, sem hafði verið borinn línolíu eða annarri þornandi olíu, svo að hann var algerlega vatnsheldur. Lengi vel voru öll slík sjó- klæði flutt inn. En á milli heimsstyrjaldanna, þegar dálítið fór að vakna yfir íslenzkum iðnaði, var einnig hafizt handa með framleiðslu á hentugum sjóklæð- um. Voru framleidd sams konar sjóklæði og þá voru almennt í notkun, klæði saumuð úr sterkum vefnaði úr óbleiktri baðmull og síðan borin í þau soðin lín- olía, þar til þau voru orðin fullvatnsheld. Ekki leið á löngu, unz bera fór á skemmdum í sjóklæðunum. Lýstu þær sér í því, að fötunum var hætt við að rifna, þar sem mest reyndi á þau. Fyrst var haldið, að það kynni að stafa af því, að baðm- ullarvefnaðurinn, sem notaður var til framleiðslunn- ar, væri ekki nógu sterkur, og var því farið að nota þykkari og sterkari vefnað. Að vísu bar minna á skemmdum í sjóklæðum, sem framleidd voru úr slík- um vefnaði, en þó gætti skemmdanna enn nokkuð. En því eru auðvitað sett þröng takmörk, hve þykk- an vefnað er hægt að nota, sjóklæði úr þykkum vefn- aði eru næstum ónothæf, þau eru þung, stíf og óþjál, svo að þau hindra mjög allar hreyfingar. Þegar farið var að takmarka sem mest innflutning til íslands

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.