Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Qupperneq 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Qupperneq 13
TÍMARIT V.P.Í. 1946 43 vefnaðarpjötlu voru f jórar slíkar ræmur prófaðar og tekið meðaltal af niðurstöðunum. Árangurinn af rannsóknum þessum hefur verið settur upp í línurit, og birtast myndir af þessum línuritum hér með, ein mynd fyrir hvert hinna rann- sökuðu efna. Af 1. mynd, sem sýnir togþol vefnaðar- ins við misjafnlega mikið kalsíumoxydinnihald, er augljóst, að kalsíumoxydið hefur haft lítil áhrif á baðmullarvefnaðinn, og sízt til hins verra. Svipuðu máli er að gegna um magnesíumoxyd (sjá 2. mynd). Dálítið önnur áhrif eru af alúminíumoxydi (sjá 3. mynd), og fer togþol vefnaðarins heldur minnkandi með auknu alúminíuminnihaldi, en litlu munar þó. Allt önnur áhrif eru af kalsíumklórídinu. Á 4. mynd sést greinilega, hvernig togþol vefnaðarins breytist með auknu innihaldi af saltinu. Þegar vefnaðurinn er steiningarefnafrír, er togþol hans 13,0 kg/cm, en minnkar snögglega af hinu minnsta kalsíumklóríd- innihaldi, sem sett var í vefnaðinn við þessar tilraun- ir, er 8,4 kg/cm, þegar vefnaðurinn inniheldur 0,4% af saltinu, 6,8 kg/cm, þegar hann inniheldur 0,7%, kemst niður í 5,5 kg/cm, þegar vefnaðurinn inniheld- ur 0,9% af kalsíumklórídi, en breytist lítið upp frá því, þótt saltinnihaldið aukist, enda er nokkur styrk- ur að þornuðu línolíulaginu. Minnst verður togþolið, 5. mynd. þegar vefnaðurinn inniheldur 4% af kalsíumklórídi, er þá komið niður í 4,4 kg/cm. Svipuð áhrif eru af magnesíumklórídi, nema hvað áhrifanna af því gætir miklu fyrr en af kalsíum- klórídi (sjá 5. mynd), er togþolið komið niður í 5,1 kg/cm, þegar vefnaðurinn inniheldur 0,3% af magne- síumklórídi, og 3,9 kg/cm, þegar hann inniheldur 0,4% af saltinu, en breytist lítið upp frá því, þótt saltinnihaldið aukist, enda er þá harla lítið orðið eftir af hinum upprunalega styrkleika baðmullar- vefnaðarins. Af alúminíumklórídi eru áhrifin lík því, sem þau 6. mynd. eru af kalsíumklórídi (sjá 6. mynd), þó minnkar tog- þolið ekki eins snögglega og af kalsíumklórídinu. Hins vegar minnkar togþolið af völdum alúminíum- klóríds enn meira, og kemst það niður í 3,1 kg/cm, þegar vefnaðurinn inniheldur 3,4% af því, og niður í 2,9 kg/cm, þegar hann inniheldur 5,2% af alúminíum- klórídi, og er það minnsta togþol, sem mælt var við þessar tilraunir. Áhrifin af alúminíumsúlfati eru mjög svipuð því, sem þau eru af magnesíumklórídi (sjá 7. mynd), en áhrifin af zinkklórídi (sjá 8. mynd) eru mjög lík því, sem þau eru af kalsíumklórídi. Af niðurstöðum þessara rannsókna er augljóst, að enginn eða aðeins sáralítill skaði hlýzt af því, þótt baðmullarvefnaður sá, sem notaður er til framleiðslu á olíubornum sjóklæðum, sé með steiningu, sem inni- heldur kalsíumoxyd, magnesíumoxyd og alúminíum- oxyd. Innihaldi steiningin hins vegar kalsíumklóríd, magnesíumklóríd, alúminíumklóríd, alúminíumsúlfat eða zinkklóríd, má búast við skemmdum í hinum olíubornu sjóklæðum. Við því má búast, þótt það hafi ekki verið rannsakað hér, að áhrifin af hinu litla magni þessara efna, er minnst var notað við rannsóknirnar og lítt var farið að gæta, er togþolið var rejuit eftir tveggja og hálfs mánaðar geymslu,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.