Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 21
TÍMARIT V.Í.F. 1946 51 hætti er um þetta atriði komið fram, verður ekki annað ráðið en það, að varnaraðili hafi valið pípunni stæði þannig, að kleift sé að tryggja hana gegn frosti í samræmi við kröfur verkfræðinganna, er fyllt hefði verið að henni, eins og varnaraðili lagði til. Eins og fyrr getur, varð jarðhrun nokkurt úr bakk- anum neðan við þrýstivatnspípuna í maí og ágúst 1946, og sprungur mynduðust á tveimur stöðum. Og var talið, að pípunni stafaði hætta af þessum og síð- ari samskonar atburðum, ef því yrði að skipta. Sókn- araðili telur varnaraðilja hafa átt að sjá þenna mögu- leika fyrir og hafa átt að haga lagningu pípunnar og umbúnaði svo, að engin spjöll gætu orðið. Sóknarað- ili telur regnvatn og leysingar hafa valdið spjöllum þessum, og hefði það átt að vera hverjum meðal- greindum alþýðumanni fyrirsjáanlegt, að svo gæti farið, ekki sízt í Fljótum, sem sé mjög mikil snjóa og regnsveit. Og með því að varnaraðili hafi ekki gert nægilegar ráðstafanir til að tryggja pípuna gegn áhrifum regns og leysingavatns, þá beri hann fjár- hagslega ábyrgð á spjöllunum. Pípan sé ekki óhult, þar sem hún var sett, og beri varnaraðilja því að færa hana þangað, sem henni sé óhætt með tryggileg- um umbúnaði, eða að minnsta kosti að búa svo um hana, þar sem hún nú er, að henni verði óhætt, ef gerðardómurinn annars telur þess kost. Eins og áður getur, hafði pípan legið tvo vetur og sumarið milli þeirra, þar sem hún var sett og með engum öðrum eða tryggari umbúnaði en var, þegar spjöllin urðu sumarið 1946, án þess að nokkur hætta kæmi í ljós, og höfðu þó sérstaklega miklir vatna- vextir orðið á svæðinu austan Skagafjarðar vorið 1945. Það sumar var stífla orkuversins hækkuð, sem einnig er áður vikið að, en það er fyrst í vorleysing- um í maí 1946, er vatnsborð uppistöðunnar bak við stífluna nær fullri hæð, að jarðhrun verður neðan við pípuna af völdum vatns. Vatnið er aðallega talið koma um bakkann á mótum fasts bergs og lausari jarðlaga. Hefur jarðfræðingur athugað landsvæðið og telur lík- legt, að vatn þetta síist milli jarðlaganna fram um jarðlögin undir pípunni, og að því, er virðist, og vegna hins aukna þrýstings, sem varð, er vatnsborð uppistöðunnar náði fyrst fullri hæð. Verkfræðingarn- ir, sem skoðuðu mannvirkin sumarið 1946, hafa og talið það mögulegt, að vatnslekinn úr bakkanum geti stafað af þessum sökum, en vissa er ekki um það fengin. En hvernig sem þessu er varið, þá er hitt víst, að þá tvo vetur og eitt sumar, sem pípan lá í seti sínu, áður en jarðhrun varð, orkaði regnvatn og leysinga eitt saman henni ekki til hættu. Enginn þeirra manna, sem með framkvæmd verksins fylgd- ust, þar á meðal bæjarstjóri Siglufjarðarkaupstaðar og aðrir forráðamenn kaupstaðarins, sem að sjálf- sögðu hafa skyldu sinni samkvæmt fylgzt með verk- inu, hafa ekki svo kunnugt sé, innt að því, að pípan mundi ótrygg sakir áhrifa regnvatns og leysinga, og eru þessir menn þó sízt ókunnugri veðurfari í Fljót- um en starfsmenn varnaraðilja voru. Og ef spjöllin eru vatnsleka um jarðlögin að kenna, þá hefur hann engum aðilja þessara verið fyrirsjáanlegur. Hverjar svo sem orsakir jarðhrunsins hafa verið, þá sýnist enginn hafa gert ráð fyrir því. Það verður því eigi talið varnaraðilja til ábyrgðar þótt hann gerði eigi, áður en hann hætti verki við Skeiðsfoss, þær ráðstaf- anir (grjótlögn og varnargarð með fram ánni) á kostnað sóknariðilja, sem að áliti verkfræðings Siglu- fjarðarkaupstaðar nú eru taldar nauðsynlegar, og eru að líkindum nægilegar til að fyrirbyggja spjöll á pípunni af jarðhruni. Samkvæmt framanskráðu ber að sýkna varnarað- ilja af öllum kröfum sóknaraðilja í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að hvor aðili beri kostnað þann, sem hann hefur haft vegna flutnings málsins. Kostn- að af gerðardómi, þóknun gerðardómsmanna og út- lagðan kostnað, samtals kr. 34 980,70, greiði máls- aðiljar principaliter in solidmn, en varnaraðili á end- urheimtu á sóknaraðilja á því, er hann (varnaraðili) kynni að greiða af þessari f járhæð. Úrskurður: Varnaraðili, Höjgaard & Schultz A/S, á að vera sýkn af kröfum sóknaraðilja, Siglufjarðarkaupstað- ar, í máli þessu. Hvor aðili ber sinn kostnað af flutn- ingi málsins. Gerðardómskostnað, kr. 34 980,70, greiði málsaðiljar principaliter in solidum, en varnaraðili á endurheimtu á sóknaraðilja á því, er varnaraðili kynni að greiða af þessari fjárhæð. Einar Arnórsson. Árni Pálsson. Gústaf E. Pálsson.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.