Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Side 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Side 22
52 TÍMARIT V.Í.F. 1946 Ýmsar athuganir og fréttir. Húsnæðissjóður VFÍ. Þótt húsnæðissjóður VFl sé orðinn allgamall, er hann ekki að sama skapi gildur, enda hafa verkf'ræðingar lengst af hvorki verið fjölmennir né aflögufærir um fjármuni, flestir hverjir. Hafa þeir þó ævinlega verið mjög áhugasamir um þenna sjóð sinn. En á síðustu árum hefur verkfræðingum fjölgað mjög, og jafnframt hefur afkoma þeirra batnað til mikilla muna. Er þess að vænta, að áhugi þeirra fyrir hús- næðismálum sínum sé nú hinn sami og fyrr, með þeim mis- mun þó, að nú er getan meiri og þeir fleiri, sem lagt geta hönd á plóginn. Á aðalfundi VFl 1946 var kosin nefnd til að athuga mögu- leikana fyrir eflingu húsnæðissjóðsins, og átti hún jafnframt að leita fyrir sér um það, hvort áhugi myndi vera fyrir hendi hjá öðrum akademískum félögum hér í bæ um einhvers kon- ar samvinnu í þessu efni. Skyldi formaður félagsins taka sæti í nefndinni, en auk hans voru kosnir Geir Zoéga, vegamála- stjóri, og sá, er þetta ritar. Nefndin hefur lítillega spurzt fyrir um það hjá nokkrum akademískum félögum hér í bæ, hvort þau kynnu að hafa áhuga fyrir samvinnu við VFl í þessu máli, og virðist áhugi vera fyrir hendi í þrem þessara félaga, önnur félög hafa þegar hentugt húsnæði til umráða eða fá það mjög bráðlega. Verður viðræðum því haldið áfraní við þessi þrjú félög, og væri ósk- andi, að þær beri góðan árangur. Væntanlega gefst tækifæri síðar til áð skýra nánar frá þessum viðræðum. En lítið verður aðhafzt með þeim hússjóði, sem VFl á nú. Er því brýn nauðsyn að efla hann sem mest, svo að hentugt tækifæri, sem kann að bjóðast, þurfi ekki að ganga úr greip- um félagsins í annað sinn. Ætti mönnum að vera það enn í fersku minni, að ekki vantaði nema fáar þúsundir króna í sjóði félagsins til þess að hægt væri að festa kaup á hús- eign á einkar hentugum stað við mjög vægu verði í stríðs- byrjun. Væri eignum félagsins nú öðruvisi háttað, ef svo hefði ekki verið ástatt þá. Hin árlegu skyldugjöld félagsmanna til húsnæðissjóðsins eru svo lág, að seint mun hann aukast verulega af þeim ein- um saman. En nokkrum sinnum hafa honum borizt stærri fjár- upphæðir frá einstökum félagsmönnum, og er það nú ætlun nefndar þeirrar, er áður getur, að leita til félagsmanna og annarra velunnara félagsins með tilmælum um það, að þeir láti eitthvað af hendi rakna. Var örlítið þreifað fyrir sér hjá einstaka fyrirtæki hér í bæ og málaleituninni hvarvetna tekið mjög vel. Sömuleiðis hafa félagsmenn þeir, sem um þetta hafa verið spurðir, heitið stuðningi sínum, og vonandi skerst enginn úr leik. J. E. V. The Britisli Engineers’ Association hefur beðið Tímarit V. F. I. að koma eftirfarandi upplýsing- um á framfæri yið verkfræðinga hér á landi og aðra, sem kynnu að vilja komast í samband við brezka verkfræðinga og ýmiss konar brezk framleiðslufyrirtæki. 1. Á komandi sumri, dagana 28. ágúst til 13. september, verður haldin mikil sýning í London, The Engineering and Marine Exhibition, þar sem sýnd verða framför verkfræði- iðnaðar Breta undangengin 10 ár, og segir svo m. a. um sýninguna: ,,The Exhibition will provide an opportunity of seeing, under one roof, all that is of importance in technieal deveiopment over the past decade. Britain’s welcome to overseas visitors in 1947 will be with that same cordiality and warmth which characterised the reception of her friends in those days before the experiences of war had implantéd their scars.“ 2. Til að auðvelda mönnum að komast i samband við verk- fræðinga og margvíslegan iðnað Breta, hefur félagið látið gera svonefnt BEA-Register, og gefur félagið þeim, er þess óska, upplýsingar um þau fyrirtæki, sem í skránni eru, gegn £ 10 árgjaldi. „Subscribers are able to call on the British Engineers’ Association for advice and information conceming matters relating to engineering, and we afford to subscribers that personal assistance which so many visitors to Great Britain value." 3. Verið er að ljúka útgáfu BEA-Handbook, sem gefur upp- lýsingar um nöfn, heimilisfang og helztu framleiðsluvörur þeirra sem eru félagar. Kaupendum verkfræðilegra tækja og véla mun fúslega verða látið ókeypis í té eintak af bókinni, gegn umsóknum, sem stílaðar eru til The British Engineers-Association, 32 Victoria street, London, G. W. 1. J. E. V. Félagsmál. Ögmundur Jónsson var tekinn í félagið á stjórnarfundi 23. maí 1946. Hann er fæddur í Reykjavík 18. desember 1910 og' eru foreldrar hans Jón Guð- mundsson og kona hans Helga Einarsdóttir. Tók hann stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1929. Hann stund- aði nám í byggingaverkfræði við verkf ræðiháskólann í Darm- stadt til haustsins 1932 og síð- an við verkfræðiháskólann í Berlín, unz hann lauk próíi sem Dipl. Ing. í janúar 1937. Réðst hann þá til Ingenieur- biiro Johannes Schuster, Berlín, og starfaði þar, þangað til hann fluttist til Sviss 1942. Dvaldi í Sviss til ársloka 1945. — Starfar nú hjá Almenna Byggingafélaginu í Reykjavík. B. G. Steindórsprent h.f.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.