Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1947, Blaðsíða 3
Tím. V. F. I. 1947. 2. hefti. THORVALD KRABBE fyrrv. vitamálastjóri kjörinn heiðursfélagi Verkfrœðingafélags íslands. Stjórn Verkfræðingafélags Islands kaus Thorvald Krabbe, fyrrv. vitamálastjóra, heiðursmeðlim félags- ins á fundi 1. apríl 1947, og var kjöri hans lýst á hátíðafundi félagsins, er haldinn var 18. apríl 1947 í tilefni af 35 ára afmæli þess. Th. Krabbe er fæddur í Kaupmannahöfn þ. 21. júní 1876 og lauk verk- fræðinámi árið 1900 frá Polyteknisk Læreanstalt 1 Kaupmannahöfn. Var hann kallaður hingað til Islands og skipaður landsverkfræðingur frá 1. janúar 1906, vitaumsjón- armaður frá 1. janúar 1910 og síðan vitamála- stjóri, og gegndi hann því embætti, þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir, þ. 1. maí 1937. Hafði hann þá starfað sem verkfræðingur og vitamálastjóri í rúm 31 ár hjá íslenzka ríkinu. Þegar Th. Krabbe kom hingað til lands, var hér lítið • um verkfræðilegar framkvæmdir, en miklir breytinga- og framfara- tímar voru í nánd. Varð Th. Krabbe því einn þeirra manna, sem tóku þátt í hinu mikla uppbygginga- starfi, sem átti sér stað, á þessu tímabili. Störf Th. Krabbe í þágu vitamála og hafnarmála landsins voru brautryðjendastörf, og lagði hann grundvöllinn að og byggði upp þær stofn- anir, sem með þessi mál fóru, og sem nú eru orðn- ar þýðingarmikill liður í ríkisrekstrinum. — Th. Krabbe var alþekktur fyrir samvizkusemi og al- úð við störf þau, sem hon- um voru falin og leysti þau þannig úr hendi, að verkf ræðingastéttinni var sómi að. Th. Krabbe hafði hinn mesta áhuga á öllu því, er varðaði verkfræði og verkfræðilega framþró- un, og leiddi það til þess, að hann varð hvatamað- ur að stofnun ýmissa þarflegra og nauðsyn- legra iðnfyrirtækja. Þennan áhuga fyrir verkfræðinni hefur hann, nú á síðustu árum, stað- fest með því að semja veigamikið rit um tækni- lega þróun á íslandi, Is- land og dets tekniske Udvikling gennem Tid- erne (Köbenhavn 1946). Th. Krabbe, var ásamt Jóni heitnum Þorlákssyni, aðalhvatamaður að stofnun Verkfræðingafél. Isl., og var hann mörg ár formaður þess félags og í stjórn þess. Ben. Gröndal.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.